Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

20.01.2012 22:08

Bóndadagur.


Til hamingju með daginn.


16.01.2012 18:19

Frá Skyldi.

Munið þið eftir þessu Sauðburður
Ég fór í heimsókn á Skjöld í Helgafellssveit í Desember s.l. til að ná myndum af hrútunum hjá Agnari.
Hér er hún litla gimbrin sem fæddist í September s.l.
Hún fékk nafnið Stafá.

Algjört krútt.

Hér eru þær mæðgur í góðu yfirlæti hjá Agnari. Fallega grá ær.
Báðar gráar að lit virðist vera.

Óskar kj. orti ljóð um gráa kind sem heitir
Kindin
Kindin stóð, kunni bara
að kúka, bíta og kyngja.
Langaði henni lengi að fara
langt í fjall að syngja.

Grá kindin gekk af stað
í gegnum landsins engi.
Smá spölur og meira en það
sú hafði verið lengi.

Hún kom að háa tindinum
heppnin var ekki með,
var hún í mesta vindinum
en viljinn var eigi peð.

Stundum var mikið af steinum
þá voru mikil hopp,
án nokkurar hjálpar frá neinum
komst hún upp á topp.

Gerði svo greyið sig tilbúna
til að syngja á milli dala,
en fattaði, svo eftir ferð lúna
að hún kunni ekki að tala.


12.01.2012 18:04

Frá Þingvöllum.

Það var verið að velja ær undir hrútana þegar okkur bar að garði á Þingvelli í Helgafellssveit í Desember s.l.
Það var mikið spáð í mislitu ærnar. Hvaða lit ætti að setja hjá hinum og þessum hrútnum og svo framvegis eins og gerist á flestum bæjum.
Þá kom ein ær sem menn voru ekki sammála um hvað liturinn kallast svo ákveðið var að spyrja ykkur kæru lesendur.

Hvað kallast þessi litadýrð?

Er ærin svarthöttótt eða svartkápótt?


08.01.2012 19:15

Frá Hvarfi, sæðingar.

 SÆÐINGAR
ALVEG ERU ÞÆR ÓTRÚLEGA SPENNANDI.


Efst til vinstri er Gosi 09-850,     Í miðju til hægri er Púki 06-807.
Neðst er Grábotni 06-833. 

Þessa kappa völdum við á okkar kindur þetta árið.
Við sæddum tíu fullorðnar ær á fyrsta gangmáli eftir svampaúrtöku.
Svampar teknir úr þriðjudagsmorgun 29. nóv. kl. 7°°
Leitað miðvikudagsmorgun 30. nóv. kl. 7°°
Engin að ganga, 24 tímar frá svampaúrtöku.

Leitað á miðvikudagskvöldi 30. nóv. kl. 18°°
2 ær að ganga.
Leitað fimmtudagsmorgun 1. des. kl. 7°°
3 ær að ganga, 48 tímar frá svampaúrtöku.
Sæðing fimmtudag 1. des. kl. 17°°- 18°°
Þá sæddar 5 ær.

Leitað á fimmtudagskvöldi 1. des. kl. 18°°
1 ær að ganga.
Leitað föstudagsmorgun 2. des. kl. 7°°
3 ær að ganga, 72 tímar frá svampaúrtöku.
Leitað föstudagskvöldi 2. des. kl. 17°°- 18°°
1 ær að ganga
Sæðing föstudag 2. des. kl 17°°- 18°°
Þá sæddar 5 ær.


Uppgöngur
3 ær af 10 gengu upp.
3 héldu með Gosa
3 héldu með Púka
1 hélt með Grábotna


             
        

03.01.2012 21:14

Frá Hvarfi, góð samvinna.

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka góðar stundir á því gamla.
Ég ætla að halda áfram að nýta mér þessa fínu síðu sem félagið býður okkur afnot af, það er svo magt skondið og skemmtilegt sem gerist í sauðfjárræktinni.

Þar sem minn maður var fjarverandi meðan á sæðingum stóð urðu hlutirnir að vera vel undirbúnir svo sæðingar ættu að geta gengið upp hjá okkur. Við eigum ótrúlega samvinnuþýðan hrút, hann Nökkva 10-156 Frá Hvarfi, Hrútakaup smella hér  það er búið að vera skemmtilegt að vinna með honum í desember s.l.
Nú skulum við fara í smá leiðangur með Nökkva.

Hér er hann dúllinn, eins og kóngur í ríki sínu.


Steini var búinn að búa til þetta fína hrútaband fyrir mig.


Jæja hér erum við Nökkvi tilbúin í leiðangur, tilbúinn til stórra verka,
 að leita að blæsma ám.


og allt í vinnslu hjá okkur núna.


Nú er nóg komið og við hættum núna á hátindi, sem Nökkvi var ekki alveg
sáttur með, en hver er frekjan á þessum bæ?


Sjáið þið! eins og hlýðinn hundur, þessi elska.


Þá er þessum leiðangri lokið hjá okkur Nökkva sem var bæði kvölds og morgna í heila viku og má kalla góða samvinnu.
Hann er ótrúlega góður og rólegur í umgengni og vill fá sitt klapp og nudd á eyrun og klór á bakið, hann var mjög styggur allan síðasta vetur og mátti þá varla horfa á hann.


Ég hafði góða hjálp, Hrannar Már (kærasti dóttur minnar) var með mér. Eitt skiptið reiddist Nökkvi mjög þegar flestar ærnar voru blæsma og hann tilbúinn til embættisstarfa þá átti hann að yfirgefa samkvæmið, hann hélt nú ekki og átti Hrannar, sem stóð nær honum en ég fótum sínum fjör að launa, það var ekkert grín að eiga við hann þá og þurftum við bæði, bókstaflega að bera hann út.
Hann er sonur Rafts.
Það fóru 3 lömb undan honum í sláturhús og þau flokkuðust þannig fallþungi 16.8 kg.  Gerð 9.0 og fita 6.0
Ein gimbur sett á undan honum fæddist grábotnótt héldum við en kom heim af fjalli svartbotnótt 11-021 Dísa sjá mynd
En hann fékk nokkrar ær núna til meiri prufu.
En sæðingar gengu mjög vel og segi ég meira um þær í næsta bloggi.


Nýárskveðja frá Hvarfi.



Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139553
Samtals gestir: 20176
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 07:51:17