Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

06.02.2015 22:00

Vísur Benjamíns 02.04.2012

 

Ég er að safna saman vísum sem hafa verið færðar félaginu við inntöku nýrra félaga,

þær fara allar undir sama flokk sem nefnist vísur.

Hér er vísa Benjamíns Ölverssonar  2. Apríl 2012

 

Heilsi ykkur dísir

að höfðingja sið

þuklandi kindur

og það undir kvið.

Bið ég um inngöngu

í félagið.

Trúlega eitthvað

sem formanni líkar við.

02.02.2015 14:23

Vísa Hannesar 21.11.2002

 

Ég er að safna saman vísum sem hafa verið færðar

félaginu við inntöku nýrra félaga,

þær fara allar undir sama flokk sem nefnist vísur.

Hér er vísa Hannesar Gunnarssonar 21. Nóvember 2002

 

Ég fjárrækt iðka eins og þið

og ætla því að ganga 

fjárræktar-í  félagið

á föstudaginn langa.

(H.G.)

26.01.2015 19:02

Vísur Símonar 28.02.2005

 

Ég er að safna saman vísum sem hafa verið færðar félaginu við inntöku nýrra félaga,

þær fara allar undir sama flokk sem nefnist vísur.

Hér eru vísur sem Símon Sturluson kom með 28. Febrúar 2005

 

Ber ég hér upp umsókn mína

um inngöngu í rolluklúbbinn

fjáreignin er Ásta og Lína

og öll væntanlegu lömbin

(S.S.)

 

Rollukalla kvæðin mörg

Kæta mig og hressa.

Svo Ásta, Lína og Anna

umsóknina blessa.

(Björg.)

 

Takið þennan trillusnáp

í tertuklúbbinn besta

þó að vanti skalla og skráp

og skilningsgáfu mesta.

(H.Þ.)

 

 

22.01.2015 17:25

Afkvæmarannskóknir 2014

 
 
Hamar 13-501 
 
fór í afkvæmarannsókn í Bjarnarhöfn.
 
 
 
 

19.01.2015 16:47

Hamar 13-501

 

 

 

Dómur lamb

Þ. 56     F. 110     Ómv. 32     Ómf. 3,4    L. 3,5

8 - 8,5 - 9 - 8,5 - 9,5 - 18 - 8 - 8 - 8,5 = 86

 

 

Dómur veturgamall

 

Þ. 96     F. 120     Ómv. 36     Ómf. 6,9     L. 4,5

8 - 9 - 9 - 9,5 - 9,5 - 19 - 8,5 - 8 - 8,5 = 89

 

    

Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139713
Samtals gestir: 20209
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 17:02:12