Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

03.04.2013 03:00

Hvað heitir þessi dalur og hvar er hann?



Hvað heitir áin?
Hvað heita klettarnir?
Hvaða örnefni eru til?

25.03.2013 16:50

Ferðin okkar.

Ferðanefndin fundaði s.l.sunnudagskvöld og komin er vísir að dagskrá.

Farið verður frá Stykkishólmi, keyrt inn Skógarströnd og yfir Laxárdalsheiði.
Þá verðum við komin í Húnaþing Vestra.
Inn Hrútafjörð framhjá Borðeyri, framhjá Heggstaðanesi og Laugarbakka, en kíkjum við á Hvammstanga.
Þar verður Sláturhús KVH ehf skoðað.


Svo er spurning, hvaða leið velur nefndin að fara með okkur ?
cheeky

 
Hér má lesa um Hvammstanga



Nú má fara að tilkynna sig í ferðina til Gunnars Jónssonar S: 8405758

emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon

25.03.2013 14:31

Jökull hress.


Jökull er búinn að ná sér eftir veikindin. Hann fékk fóðureitrun eins og flestir vita.
Fékk pensilín og sterasprautu ( ég kann ekki að útskýra það nánar ), og fékk ab-mjólk í vikutíma. Hausinn á honum er svolítið skakkur og verður það sennilega alltaf en að öðruleiti er hann allur í lagi og er mikil bröggun hjá honum núna.
Hann er sem sagt útskrifaður af sjúkradeild.
Hann er algjör klakiemoticon



Og það sem meira er, það er búið að skýra annan hrút eftir Jökli okkar.



Hér á myndunum er mynd af hrútnum Jökli.
Hönnuður er Ragna Eyjólfsdóttir sem á og rekur Gallerí Bragga í Stykkishólmi.
Þar er Ragna með allskonar glermuni sem hún hannar og framleiðir og ýmislegt annað þ.s. eyrnalokka,armbönd og fleira á mjög góðu verði.



Það er frábært þegar ein hugmynd verður til af annari hugmynd og
hugmyndabolti rennur af stað, og til verður söluvara.

Gallerí Braggi er á Facebook

Tilvaldar gjafir fyrir bændur og sauðfjáráhugafólk.

20.03.2013 16:08

Í dag er vorjafndægur

Um þetta leyti er dagurinn  um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum.

Og það hefur heyrst í Lóugreyi
Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139459
Samtals gestir: 20160
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 23:12:33