Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 19:34

Jökull


Hrútafélagið Jökull var stofnað 29.10.2012
21 bú í Helgafellssveit og nágrenni er í félaginu og hefur félagið eignast fyrsta hrútinn sem sóttur var að Svínafelli 2 í Öræfasveit.
Hrúturinn fékk nafnið Jökull 12-503
Jökull er tvílembingur og er faðir hans Borði 08-838 frá Hesti.
Lambadómur hans er þessi
Þungi 51   ómv. 38   ómf. 1.3   Lag 5
8 - 8.5 - 9 - 9.5 - 9 - 18 - 7.5 - 8 - 8.5 = 86

Móðir hans Brimborg 09-970 er undan Skúm sem var Lundasonur og fékk verðlaun í Austur Skaftafellssýslu á síðasta ári sem framúrskarandi ærfaðir. Lengra aftur í móðurætt er Brimborg út af ám sem hafa reynst mjög miklar afurðaær sem eiga ættir sínar að Kvískerjum.
23.10.2012 15:01

Hrútasýningin og lopapeysugengið.

Ég setti inn myndir af hrútasýningunni hef ekki tíma til að skrifa við þær núna og stóla á ykkur að gera það.

Sjá myndir hér.Setti inn mynd hér af lopapeysugenginu. Það var í fimmtugsafmæli hjá Kristínu Ben. Hólmaseli í sumar sem við ákváðum að prjóna þessar peysur. Það vildi þannig til að Magnús bóndi á Hólum í Helgafellssveit  mætti í lopapeysu því það var þemað í afmælinu en sú peysa var með kindamynstri en peysuna prjónaði Berglind kona Magnúsar.
Við urðum agalega spenntar yfir þessu verkefni okkar og þetta er útkoman nema það var ein peysa prjónuð til viðbótar ( Benni og Maggi  þið munið að koma í peysunum á næsta ári ).emoticon

Jóhanna, Helga, Líney, Steini, Kristín og Merkúr.

20.10.2012 21:18

Hrútaferð.


Nú er búið að ákveða að sækja hrútinn
 sem félagsmenn hafa fest sér til kaups,
 laugardaginn 27. Október að Svínafelli í Öræfasveit.


Ferðaþjónustan Smyrlabjörg í Suðursveit     Smyrlabjörg.is

 bjóða upp á villibráðahlaðborð á kr. 6.200.-
og gistingu m/morgunverði á kr. 3.500.-

Ef fleiri hafa áhuga á að koma með má alltaf bæta við.Ég tók þessa mynd núna í haust, þetta er Einir sem vex í Helgafellssveit.
Þar sem við höfum hug á því að snæða villibráð n.k. helgi, eru
einiberin mikið notuð sem krydd á villibráð, og úr einiberjum er víða unnið
sjenever eða gin.


10.10.2012 14:32

Héraðssýning.

Jæja félagar !

Þá er um að gera að sýna það sem við eigum og sjá hjá öðrum.

Aldrei að vita nema við vinnum bikar eða skjöld,

eða eigum afurðamestu ána?

emoticon

 Hvet alla til að mæta með hrútana sína.Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Föstudaginn 19. október í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst klukkan 20.30

Laugardaginn 20. október á Gaul í Snæfellsbæ og hefst klukkan 13.00


Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum en það verður mikið spáð og þuklað. Verðlaunaafhending verður í lok sýningarinnar á Gaul.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi

  • Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.

  • Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.

  • Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur

verður stuðst við fyrri stigun.

  • Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki

gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.

  • Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3

mislita og ferhyrnda.

  • Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita

og ferhyrnda hrúta.


09.10.2012 18:55

Réttir í Bjarnarhöfn.

Ég fór í réttir og smá smal og tók myndavélina með.

Leitir og réttir voru í Bjarnarhöfn helgina 21-23. September.
Met var slegið, þegar gengið var á fjallið á laugardagsmorguninn og þremur tímum síðar var féð komið heim. Það gerist varla betra.
Svo var réttað að venju eftir að borið var í fólkið góða, kjarnmikla kjötsúpu og kræsingar.
Svakalega flott hjá ykkur Sigga og Brynjar.Hér eru um 400 ær.

Sjá hér myndir.

Sigga og Brynjar eiga hrútinn sem vann
 hyrnda flokkinn á sýningu félagsins.
Til hamingju.

Ómvöðvinn á þessum hrút er 42 mm og sést hér í ómsjánni hjá Torfa á hrútasýningunni, þetta er enginn smá vöðvi.

Sést kanski betur hérna á neðri myndinni en frá x og beint niður er þykktin á hryggvöðvanum og fyrir ofan x að + er fitulagið ofaná.Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 828921
Samtals gestir: 126041
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 16:10:15