Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Ágúst

27.08.2013 15:55

Efstu hrútar í kynbótamati árið 2013

 
Það eru tveir hrútar úr okkar félagi í töflunni 
efstu hrútar í kynbótamati ( Blup )
 
 
Kynbótamat fyrir mjólkurlagni 
117
 Fífill 11-129 Gríshóli,Helgafellssveit
Faðir 08-848 Laufi yes
 
 
 
Kynbótamat fyrir frjósemi 
117
Lumbri 07-445 Hraunhálsi,Helgafellssveit
Faðir 03-975yes

09.08.2013 06:20

Ferð í Vaðstakksey

Í Vaðstakksey á Breiðafirði eru hafðar 12-13 kindur allt árið
og bætt við um sumarið hrútum, heimalningum og erfiðu fé.

Aðhald og rétt.

Þjóðsögur segja að Þormóður bjó fyrir víst þrjú ár í Vaðstakksey áður en hann flutti í Gvendareyjar, og farnaðist þar að sumu leyti vel sem hann kvað:
"Vetur þrjá í Vaðstakksey
var ég með gleði og yndi,
sviptur þrá á Sviðris mey,
síðan má hún heita grey."
Vaðstakksey er sagt að hafi ekki byggst síðan.



Ekki vita menn með vissu hvað Þormóði gengi til að fara úr Vaðstakksey, en þó ætla menn að hafi helst verið draugagangur og aðsóknir sem hann átti þar við að eiga bæði á sjó og í eynni.

Það voru tveir hrútar settir í eyjuna um jólaleitið, annar hvítur
 en hinn svartbotnóttur, það er greinilegt hver hefur ráðið ríkjum í Vaðstakksey.

Á myndinni hér að ofan, fremst er Kveiksdóttir með gimbur
 undar Gaur frá Bergsstöðum.

Einu sinni fór Þormóður á báti í næstu ey og þegar hann kom út á sundið
 gekk báturinn ekki undir honum þó hann þættist róa rösklega.
 Fór hann þá að svipast um og sá að sinn púki hélt í hvorn stafn á bátnum.
 Hann gerði sér þá lítið fyrir og innbyrti báða, lét þá svo róa með sig
 þangað sem hann ætlaði og sleppti þeim þar.


  • 1
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137638
Samtals gestir: 19817
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 00:30:21