Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

fundargerðir

Haustfundur í sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis 2017

Fundagerð frá aðalfundi 18. Apríl 2017

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis var haldinn í Bakaríinu 06.06.2016

Aðalfundur. 2015.docx

Aðalfundur 2014.docx

Aðalfundur 2013.docx

Aðalfundur 2012 Fundargerð 

Aðalfundur 2012  fundarg. 12 09 2012.docx

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í Grunnskóla Stykkishólms 28.febrúar 2011.

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn  og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns17. Apríl var farið í menningarferð og komið við á Haukatungu-Syðri 2 og Snorrastöðum  var okkur vel tekið  á báðum bæum og gaman að skoða og fræðast um búskapinn þar, síðan var kíkt á Mýrarelda hátíðina á   Lyngbrekku og endað í mat á Vegamótum.                                                                             Formanna fundur var á Hvanneyri í byrjun september þar sem farið var yfir störfin fram undan, lambamælingar og sýningar.                                                                                                 Héraðsýning  Snæf- og Hnappadalssýslu fór fram  að þessu sinni á Hjarðarfelli og Haukatungu- syðri 2, 81 hrútar voru skráðir  til leiks og varð Mundasonur frá Gaul í Staðarsveit héraðsmeistari en Lauga og Eyberg hrepptu annað sætið í kollóttum með lambhrút undan Völundi.

Sá hrútur sem er með hæsta BLUP (131) fyrir  fitu í félaginu er Sprækur 05-475  F: Hylur 01-883  en Sprækur  er nú í eigu Hólabúsins. Hæsta BLUP fyir gerð (124) hefur Breki 06-503 F: Lækur 02-031, Breki er frá Bjarnarhöfn. Fyrir frjósemi (116) er Toppur 05-056 hæstur F: Óður  hann er líka frá Bjarnarhöfn og einnig  sá hrútur sem hæstur er fyrir mjólkurlagni(115) en það er Funi 08-002 undan Frosta 07-081. Hæsta heildar BLUP hefur ( gerð +fita) svo áður nefndur Sprækur á Hólum 118,6. Afurða hæsta búið í félaginu árið 2010 er bú Gunnars Jónssonar á Álfhóli Sth. Með 43,3 kg eftir ánna og er hann í 3. sæti yfir landið glæsilegur árangur það.                                                                                               Afurðir félagsánna hafa annars verið örlítið á niður leið síðustu þrjú árin . 2008 voru 30 kg á á með lambi og hverja á 28 kg - 2009 30,2 kg á.m.l og hverja á 27,7  og núna 2010 29,4 kg á á.m.l og 27,3 eftir hverja á.

Reikningar. Gjaldkeri Þorsteinn K. Björnsson gerð grein fyrir reikningum félagsins, eign í árslok 2010 var 543.942 kr í ferðasjóði eru 36.727 kr. Voru þeir samþykktir samhljóða. Gjaldkeri vakti athygli á bágri fjárhagstöðu félagsins enda hefðu vaxta tekju dregist mjög saman og tap ársins væri 33.647 kr. Einhverjir félagsmenn skulda enþá félagsgjöld og hrútasýningargjöld og fór gjaldkeri fram á að fá samþykki fundarins til að senda þeim gíróseðil á þeirra kostnað ef ekki úr rættist og var það samþykkt af fundarmönnum. Nokkrar umræður urðu í framhaldinu  um hvernig auka mætti tekjur og kom upp tillaga um að halda félagsvist og var talsverður áhugi fyrir því. 

Inntaka nýrra félaga. Fimm aðilar óskuðu eftir inngöngu í félagi að þessu sinni en það voru ; Guðrún K. Reynisdóttir Gríshóli, Kristín Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Líney Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Lilja Jóhannsdóttir Stykkishólmi og Einar Jónsson Einarsstöðum Stykkishólmi . Var beiðni þeirra  að sjálfsögðu samþykkt og þau boðin velkomin í félagið. Engin mætti þó með vísu að þessu sinni en við bíðum bara spennt eftir næsta fundi og gætum við þá  átt von á  vísna kvöldi ef að líkum lætur.

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala.Hrútasýning félagsins var haldin 3. Okt  var hún vel sótt af mönnum og hrútum. Keppt var bæði í flokki veturgamalla og lambhrúta en úrslitin voru eftirfarandi. 

  Í flokki hyrndra veturgamalla var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Vafi 09-510 faðir hans er Þróttur 04-991 og móðir Lind 06-002, stig 86,5

  Í öðru sæti var hrútur Helgu og Þorsteins í Hvarfi, Póló 09-151 faðir hans er Mímir 06-035og móðir 0-732(frá Fáskrúðarbakka) stig 85

  Þriðja sætið hlaut svo Bessi 09-182 Högna Bæringssonar Einarsstöðum faðir hans er Púki 06-807 og móðir er Bessa 05-147 stig 86

  Í flokki veturg. kollóttra var í fyrsta sæti Puntur 09-431 frá Hraunhálsi faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Döf 07-050 stig 86

  Annað sætið hlaut Bjartur 09-508 Eiríks Helgasonar faðir Bjarts er Bogi 04-814 og móðir er Rauðhetta stig 86

  Í þriðja sæti var hrútur frá Ögri, Þribbi 09-401 faðir hans er Grísi 06-394 móðir Trilla 04-647 stig 84,5

  Í flokki veturgamalla mislitra var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Grettir 09-509 en hann er gráflekkóttur faðir er Skrauti 07-826 móðir Gáta 07-034 stig 83,5

  í öðru sæti hafnaði svo Höldur 09-432 en hann er í eigu Hraunhálsbúsins móflekkóttur faðir Skrauti 07-826 móðir Taska 05-211(frá Eiríki H.) stig 83

  Þriðja sætið hreppti svo hrútur Gunnars Jónssonar Álfhóli Pjakkur 09-240 hann er mórauður hyrndur faðir er Fannar 07-808 og móðir Hildur 06-015 (frá Fossi) stig 82 

  Síðan var keppt um þrjá bestu lambhrútana óháð hornum og lit. Fyrsta sætið í þeim flokki hlaut lambhrútur nr. 219  frá Hraunhálsi faðir hans er Muninn 09-433 og móðir Tryggð 09-079 stig 84,5

 

  Annað sætið hreppti lambhrútur nr. 18 frá Eiríki Helgasyni faðir er Vafi 09-510 og móðir Spyrna 09-078 stig 87

  Í þriðja sæti hafnaði svo hrútur nr.180 frá Hraunhálsi faðir Mundi 06-832 móðir Samúð 08-075  stig 85,5

Önnur mál. Vakin var athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum Sheepskill  sem fyrirhugað er að halda áfram með á næstunni. Ferðanefnd  kynnti væntanlega ferð félagsins fyrir Klofning sem fara á í Apríl.  Fundir og hrútasýningar verða hér eftir auglýstar á heimasíðu félagsins og voru félagsmenn hvattir til að fylgjast með auglýsingum þar þegar sá tími er komin þegar vænta má þeirra. Héraðsýningin verður í höndum Búa og okkar félags í haust ( 2011) rætt var um áhuga á að vera með sérstaka sölubása á sýningunni.

Kosningar. Formaður átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörin samhljóða.

Fleira ekki gjört fundi slitið. Á fundinn voru mættir; Guðmundur Benjamínsson, Gunnar Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Agnar Jónasson, Þorsteinn Kúld Björnsson, Eiríkur Helgason, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, J. Eyberg Ragnarsson, Hannes Gunnarsson, Hermann Guðmundsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Lárus F Hallfreðsson, Högni Bæringsson, Magnús Valdimarsson, Álfgeir Marinóson, Kristín Benidiktsdóttir, Líney Benidiktsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.

 

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 

  Aðalfundur  sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í Grunnskóla Stykkishólms 25. Mars 2010.

Fundarsetning 

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns.                              

Formaður sagði lítilega frá vel heppnaðri  menningarferð félagsins sem farin var 18 apríl norður á Strandir.  Byrjað var að skoða Hvalsárétt farið svo í húsin á Kolbeinsá, Broddanesi, Smáhömrum, Heydalsá I og II og endað á Leiðólfstöðum í bakaleiðinni .  Einnig sagði hann frá formannafundi sem hann sat 11. Sept þar sem rætt var skipulag hauststarfsins, sæðingar og lambamælingar. 

Hrútasýning félagsins var haldin á Hraunhálsi 27.sept og héraðsýning að Bergi 17. Okt. Þar voru mættir til leiks 68 hrútar og yfir 100 manns. Í Desember voru sæddar um 100 ær í félaginu. Formaður vakti athygli fundarmanna á að sækja þyrfti um leyfi til líflambasölu fyrir 1. Apríl til MAST.

Bú Guðmundar Benjamínssonar er með mestu afurðir eftir hverja á með lambi 40,5 kg. Bjarnarhöfn er eina búið  innan félagsins sem tekur þátt í afkvæmarannsóknum á vegum BÍ, var hrúturinn Kóngur 06074 (f. Dregill) efstur þar árið 2008 með 111,6 fyrir kjötmat 130 fyrir líflömb samtals 120,8.

Reikningar.

Gjaldkeri Þorsteinn Kúld Björnsson las upp reikninga félagsins, eign í árslok 2009 var 567.089 kr. Og í ferðasjóði er 26.227 kr.

Afhending verðlauna og viðurkenningaskjala                                                               

Hrútasýning félagsins fór fram 27. sept. Voru niðurstöður eftirfarandi; Besti veturgamli hyrndi hrúturin var Huginn 08-503 f. Fóstri 07-150 m. Týra 07-022 84 stig eigendur Unnur og Eiríkur. Besti kollótti veturgamli hrúturinn var Hrammur 08-449 f. Völundur 07-442 m. Hremmsa 03-298 83,5 stig Besti misliti hrúturinn var einnig Hrammur 08-449.  

Bestu lambhrútar haustins röðuðust í eftirtalda röð óháð hornum bestur var lambhrútur nr 342 (hyrndur) sem Eiríkur og Unnur eiga en hann er með  87,5 stig faðir Þróttur 04-991 móðir Lind 06-002, Annar í röð var lambhrútur nr. 92 (kollóttur) frá Hraunhálsi með 85 stig. faðir Völundur 07-442, móðir Döf 07-050, Þriðji í röð var svo lambhrútur nr. 118 sem Högni Bæringsson á með 86 stig faðir Demantur 07-182 móðir Digur 05-005

Önnur mál

Félaginu hefur verið boðið að kaupa notaða vigt á 50 þúsund og var samþykkt að kaupa hana. Heimaslátrunar mál voru reifuð. Rætt var um fyrirhugað námskeið um sauðfjársjúkdóma. Einnig sköpuðust miklar umræður um árgjald í ferðasjóð  þegar maki fer með. árgjaldið verði hér eftir 1500 kr. Samþykkt var að greiða formanni 10.000 kr á ári uppí kostnað sem af formanns starfinu hlýst. Rætt var um að fara á Mýrareldahátiðina sem verður 17 apríl og kom fram tillaga um að fara ferð fyrir Klofning á næsta ári. Breyting á fyrirkomulagi við Héraðsýningu.

Hannes Gunnarsson skilaði inn vísunni sinni sem fylgja átti inngöngu hans í félagið um árið en hún er svo hljóðandi;

 Ég fjárrækt iðka eins og þið
 og ætla því að ganga

 fjárræktar-í félagið
 á föstudaginn langa

 

Kosningar.

Gjaldkeri átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörinn

Fundi slitið á fundin mættu; Hermann Guðmundsson, Eyberg Ragnarsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir. Héðinn Fífill Valdimarsson, Einar Jónsson, Högni Bæringsson, Þorsteinn Jónasson, Guðmundur Benjamínsson, Gunnar Jónsson, Hilmar Hallvarðsson, Álfgeir Marinósson, Eiríkur Helgason, Þorsteinn Kúld Björnsson og Guðlaug sigurðardóttir

 

 

 

 ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

 

Fundur í fjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis haldinn 10. Sept.  2009

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Tilefni fundarins var aðallega að ræða um hrútasýningar haustsins. Tillaga kom fram um að félagið mundi borga sýningu á veturgömlu hrútunum og jafnvel einnig sýningu á 3 lambhrútum fyrir hvert bú. Ástæðan fyrir því væri að það mættu í keppnina hrútar sem þegar væri búið að stiga á heimbúi og því væru þeir sem mættu með óstigaða hrúta alfarið að greiða kostnaðinn við þá keppni. Ráðunautarnir taka 3600 kr á tíman auk þess er 50% álag um helgar og eftir kl. 17. 

Ákveðið var að hafa fyrirkomulag við hrútasýninguna óbreytta í haust, verður hún haldinn annað hvort 27 sept. eða 4. okt.

Héraðssýning lambhrúta verður 17 0kt. á Bergi í Eyrasveit

Formaðurinn minnti þá félagsmenn sem eiga forystufé á að nú væri verið að hvetja eigendur til að skrá þær.

Fjallað var um vigtarmál og hvort kaupa ætti fleiri vigtar, ekki var talið að félagið hefði efni á að kaupa nýja vigt.

Formaður vék máli sínu að vefsíðu félagsinn og hvatti félagsmenn til að vera duglega að skrifa þar.

Fundi slitið, á fundinn mættu; Hermann, Brynjar, Héðinn Fífill, Steini Kúld, Gunni Jóns, Högni, Eiríkur, Hilmar, Eyberg og Lauga

 

 

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 

 

 

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldin í Grunnskólanum  í Stykkishólmi 5.  mars 2009.

 Fundarsetning

Formaður Eiríkur Helgason setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns.

 Formaður dreifði yfirlitsskýrslum 2008 um sæðinga- og félagshrúta og samanburði á niðurstöðum skýrsluhalds á milli áranna 1990 og 2008 , þar kom fram að árið 1990 voru 1444 fullorðnar ær í félaginu og voru þær að skila að meðaltali 19,3 kg á hverja félagsá en árið 2008 eru ærnar 1108 og skila 29 kg. Veturgömlu ærnar voru á sama tíma að skila 2,1 kg ámóti 11,5 núna.

 Bú Guðmundar Benjamínssonar er með mestu afurðir eftir hverja á með lambi árið 2008 eða 42 kg. Sá hrútur sem er með hæstu einkunn fyrir fallþunga í félaginu er Doki 04424 frá Ögri eink. 124, hæstu frjósemiseinkunn hefur Glúmur frá Hraunhálsi eink. 112 en hæstu afurðarstigseinkunn hefur Móri 00001 frá Bjarnarhöfn eink. 115. Eftirtaldir hrútar eru með hæstu kynbótamats einkunnir; fyrir fitu er það Óður 03039 (f. Illur)frá Bjarnarhöfn með einkunnina 132, fyrir gerð Freri 05439 (f. Kuldi) frá Hraunhálsi með einkunnina 132, fyrir heildareinkunn(fita + gerð) Skrúður 03470 frá Agnari Jónassyni með einkunnina 119,4, fyrir mjólkurlagni Fjarki 06067 (f. Klunni) frá Bjarnarhöfn með einkunnina 109 og fyrir frjósemi Ostur 03435 (f. Kostur) frá Eiríki Helgasyni.

 Formaðurinn fór á fund fjárræktarfélaganna sem haldin var að Hvanneyri í haust þar sem  skýrsluhald og haust starfið var m.a. til umræðu.

Haldin var lambhrútasýning á Gaul og Mýrdal þar sem leitað var að besta hrút Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Þar mættu 42 hyrndir, 14 mislitir og 10 kollóttir lambhrútar. Þar átti félagið okkar sjö hrúta og náðu þrír þeirra verðlaunasæti. Í flokki mislitra var hrútur frá Hraunhálsi í 2. sæti lamb nr 40 undan Úlf hann er svarbotnóttur 85,5 stig, og í flokki kollóttra voru tveir í verðlaunasæti lamb nr 52 frá Hraunhálsi sem lenti í 2. Sæti en hann er undan Ygg og er 85 stig og í 3. sæti var svo lamb nr 163 í eigu Eiríks Helgasonar en hann er undan Skrauta og er 86 stig. Var þetta hin besta skemmtun. Sæðingar hófust 1. des og var okkur úthlutað dögunum 4, 5, 17, 18, og 19, des. Félagið greiðir 50% af sæði í hverja sædda á og voru sæddar um 130 ær.

 Að lokum minnti formaður félagsmenn á ný stofnaða heimasíðu félagsins.

Reikningar.

Gjaldkeri Þorsteinn Kúld Björnsson las upp reikninga félagsins, eign í árslok 2008 var 594.732 kr. og þar af er í ferðasjóði 65.000 kr.

Inntaka nýrra félaga.

Tveir höfðu sótt um inngöngu í félagið en það voru þeir Álfgeir Marinósson Stykkishólmi og Óskar Hjartarson Helgafelli  var það að sjálfsögðu samþykkt og þeir boðnir velkomnir í félagið.

Erindi gesta.

Jón Viðar Jónmundsson hélt erindi um vanhöld lamba um sauðburð og fósturlát í gemlingum, Lárus G. Birgisson fór yfir sæðingar og skýrsluhald og leiddu þeir félagar ásamt Torfa Bergssyni okkur í gegnum fjarvis.is.

Kaffihlé og umræður

Hrútasýning.

Hin árlega hrútasýning félagsins var haldin á Hraunhálsi 11. október var þátttaka góð.                         Þá var komið að afhendingu verðlauna og viðurkenningarskjala.                                             Besti  veturgamli hyrndi hrútur félagsins var að þessu sinni frá Hraunhálsi Kakali 07444 f. Kveikur 05965 m. Grimmd 05004, Kakali hlaut 85,5 stig. Besti veturgamli kollótti hrúturinn var frá sama bæ, Lumbri 07445 f. Máni 03975 m. Lumbra 02282, og hlaut hann 85 stig. Besti misliti hrúturinn var einnig frá Hraunhálsi en það var Úlfur 07446 f. Dorri 06433 m. Stör 06031. Úlfur hlaut 83 stig.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirtalda röð óháð því hvort þeir voru hyrndir eða kollóttir. Bestur var lambhrútur nr. 163 (kollóttur) í eigu Eiríks og Unnar á Hólatúni hann var með 86 stig faðir Skrauti 07505 móðir Skuld 06010 og mf. Dropi 05507.  Annar í röð var lambhrútur nr. 123 (hyrndur) einnig í eigu Eiríks og Unnar en hann var með 85 stig faðir Fóstri 07150 móðir Týra 07022 og mf. Breki 06503.  Þriðji í röð var svo lambhrútur nr.52 (kollóttur) frá Hraunhálsi en hann var með 85 stig faðir Yggur 07433 móðir Grótta 07040 og mf. Spakur 03976.

Önnur mál.

Gestum var þakkað fyrir góð og fróðleg erindi.

Ýmis mál voru rædd og ákveðið að reyna að fara í menningarferð með vorinu.

Kosningar.

Ritari átti að ganga úr stjórn en var endurkosinn.

 Sigga sagði af sér í skemmtinefnd og í stað hennar var kosin  Gunnar Jónsson Stykkishólmi.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Á fundin mættu Eiríkur Helgason, Högni Bæringsson, Agnar Jónasson, Eyberg Ragnarsson, Þorsteinn Kúld, Lárus Hallfreðsson, Guðmundur Benjamínsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Gunnar Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Álfgeir Marinóson, Hermann Guðmundson, Unnur Rafnsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir. Einnig komu á fundin Guðrún Reynisdóttir og Halldóra Játvarðardóttir.

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis haldin 4. Mars 2008

1.      Fundarsetning

Formaður Eiríkur Helgason setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

2.      Reikningar

Gjaldkeri Agnar Jónasson las upp reikninga félagsins, eign í árslok 2007 var 559.831 kr. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

3.      Skýrsluhaldið

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds félagsins fyrir árið 2007 eru fimm félagar á topp  listanum yfir afurðarhæstu búin í landinu. Guðmundur Benjamínsson var með mestu afurðir í okkar félagi árið 2006 með 42,4 kg 

4.      Hrútasýningar

Hin árlega hrútasýning félagsins var haldin að Hraunhálsi 30. September og var mæting góð. Félagið keypti á árinu verðlaunaskjöld fyrir besta veturgamla mislita hrút félagsins og var hann afhentur í fyrsta skipti á fundinum Hermanni Guðmundssyni fyrir hrútinn Blika 06512  f.Langidalur 01931 m. Snúlla 04017 og mf.  Skuggi 02518 Bliki er svarflekkóttur kollóttur og hlaut 81 stig.  Besta veturgamla hyrnda hrútinn átti Eiríkur Helgason , Breka 06503 f. Lækur 02031 m. Príma 04205, mf. Róði 02033 Breki hlaut 84 stig.  Besti kollótti veturgamli hrúturinn var í eigu Hraunhálsbúsins (frá Eiríki), Töggur 06505 f. Dropi 05507 m. Frostrós 04184 mf. Eir 96840 Töggur hlaut 85,3 stig.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirtalda röð, óháð því hvort þeir voru hyrndir eða kollóttir. Bestur var (kollóttur)  lambhrútur frá Hraunhálsi nr. 71 en hann var með 86,5 stig faðir Frakksson 03974 móðir Ýfa 05014 og mf. Dugur 04437.  Annar í röð var (hyrndur) lambhrútur í eigu Eydísar Aspar Þorsteinsdóttur nr. 23 hann var með 85,5 stig faðir Kveikur 05965 móðir Rita 03045 og mf. Vörður 99099.  Þriðji var svo (hyrndur) lambhrútur frá Hraunhálsi nr. 72 og var hann með 86 stig faðir Kveikur 05965 móðir Grimmd 05004 og mf. Eldar 01922

5.       Inntaka nýrra félaga

Gunnar Jónsson fjárbóndi Stykkishólmi sótti um inngöngu í félagið og var það að sjálfsögðu samþykkt og hann boðin velkomin í félagið.

6.      Kosningar

Gjaldkeri Agnar Jónasson sagði af sér og var honum þökkuð góð störf í þágu félagsins, í hans stað var kosin Þorsteinn Kúld Björnsson.

7.      Önnur mál

Formaður bar fram tillögu um að hér eftir mundi félagið eingöngu borga helming af kostnaði fyrir sæði í hverja sædda á, ekki helming af keyptu sæði eins og hefur verið.  Og var það samþykkt af fundarmönnum.

Rætt var um að fara í ferðalag í vor og kom upp tillaga um að fara í Borgarfjörðin og víðar. Var Siggu falið að skipuleggja ferð fyrir félagið.  Rætt var um erfiðleika sem væru samfara því að smalamennskur séu ekki samræmdar á milli sveitarfélaga og þá einkum Helgafellssveitar og Eyrarsveitar og var formanni falið að skrifa bréf til sveitastjórnar um að samræma smalamennskur betur.

Hugmynd kom upp um að félagsmenn  kæmu saman til að spila hrútaspilið og jafnvel vera með myndasýningu og fl. Var um  það rætt að reyna að koma þessu við á næsta haustfundi.

Ekki er talið að neinar kindur séu í botnunum þennan veturinn.

Fleira ekki tekið fyrir - fundi slitið

Á fundin mættu Símon Sturluson, Hermann Guðmundsson, Guðmundur Benjamínsson, Högni Bæringsson, Héðin F Valdimarsson, Magnús Vésteinsson, Herborg Sigríður  Sigurðardóttir, Helga Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jónasson, Agnar Jónasson, Eiríkur Helgason,  Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir.

 

 -----------------------------------------------------------------

 

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi 1. Mars 2007.

 

1.     Fundarsetning.

     Formaður  Eiríkur Helgason  setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

 

2.      Reikningar.

Gjaldkeri Agnar Jónasson las upp reikninga félagsins, eign í lok árs 2006 515.632 kr. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

 

3.      Skýrsluhaldið.

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds félagsins fyrir árið 2006  er fjárbú    Guðmundar Benjamínssonar  að skila hæstu  afurðum eftir hverja á eða  42.4 kg.  Nær hann með því þeim glæsilega árangri að vera í fimmta sæti yfir landið.

Hrúturinn Broddi 02-020 frá Bjarnarhöfn er með hæstu einkunn fyrir lambahópa 108.  Mörður  00-441 frá Hraunhálsi er með hæstu einkunn fyrir dætur 115.

 

4.      Hrútasýning.

Hin árlega hrútasýning félagsins var haldin  föstudaginn 29. Sept.  Og var mæting nokkuð góð. 

Þá var komið að afhendingu verðlauna og viðurkenningarskjala. 

Besti hyrndi veturgamli hrútur haustsins  var frá Hraunhálsi, Hagur 05-440 faðir Fróði, 02-505 móðir Mylsna  00-242 og m.f. Moli 93-986. Hagur fékk 84,5 stig. 

Besta veturgamla  kollótta hrútinn átti Eiríkur Helgason,  Fáfnir 05-502, faðir  er Hnokki 00-918,   móðir Birta 02-168  og m.f. Mörður 00-441 Fáfnir hlaut 85 stig.

Þorsteinn Jónasson og Kristín Rut Helgadóttir fengu viðurkenningarskjal fyrir ræktun á mislitufé 2006 fyrir veturgamla hrútinn Hjarðarfellsmóra 05-200, faðir hans er Kristján 03-054, móðir Móra 00-052 og m.f. Bambi 85-829.  Hjarðarfellsmóri er mórauður eins og nafnið gefur til kynna,  hyrndur  og hlaut  83 stig.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirtalda röð, óháð því hvort þeir voru hyrndir eða kollóttir. Bestur var (kollóttur)  lambhrútur Eiríks Helgasonar nr. 306 en hann var með 84 stig  faðir Máttur 05-504  móðir Skjóða 01-162  mf. Mörður 00-441.

Annar í röð var (kollóttur)  lambhrútur  frá Hraunhálsi nr. 361 hann var með 83 stig, faðir Ýmir 04-436 móðir Hindrun 05-002 mf. Hnokki 00-918.

Þriðji var svo (hyrndur) lambhrútur Hermanns Guðmundssonar nr.066  og hann var með 83,5 stig  faðir Týr 02-929 móðir Tinna 05016  og mf. Arfi 99-873.

Verðlaunaskjölin voru afhent á fundinum en skildirnir á sýningunni eins og áður.

 

5.      Héraðsýning lambhrúta.

Formaðurinn okkar stóð fyrir því að koma á fót héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi nú í haust (2006)  og var fyrsta sýningin haldin að Hjarðarfelli í lok október.  Fengin voru vegleg  verðlaun frá Yara, Vélaborg, Narfeyrarstofu og Blómsturvöllum, góð mæting var á sýninguna og þótti hún heppnast með ágætum.  Verður þetta vonandi árlegur viðburður í héraðinu  hér eftir.

 

6.      Sæðingar.

Góður árangur virðist ætla að verða í sæðingum haustsins og var þátttaka félagsmanna með ágætum.  Sæddar voru um 140 kindur og kemur félagið til með að borga 50%  af kostnaði fyrir utan vsk. samkvæmt áður samþykktum reglum.

 

7.      Inntaka nýrra félaga.

Fundarmönnum til mikillar furðu hafði ekki borist nein beiðni um inngöngu í okkar annars ágæta félag og voru vangaveltur um það hvort inngöngu skilyrði væru of ströng. 

 

8.      Önnur mál.

Formaður hafði tekið saman nokkrar tölulegar upplýsingar um félagið; árið 1990 voru 1299 ær á skrá í félaginu árið 2005 eru þær 1069,  árið 1990 var meðaltal eftir hverja á 21,7 kg  1,58 lamb fædd á hverja á og til nytja 1,3 en 2005 skilaði áin að meðaltali 31,6 kg  1,9 lömb eru fædd á hverja á og til nytja 1,75 eftir hverja á.

Rætt var um hvort félagsmenn ættu að taka sig saman um að fara á hrútadóma á Sævangi sem haldnir eru ár hvert í lok ágúst.

Einnig hvort breyta eigi sýningar degi hrútasýningar yfir á helgi og var stefnt á að halda hana síðustu helgina í September.

Talið er að 12 kindur séu í Botnunum þennan veturinn.

 

Fleira ekki gjört fundi slitið.

Á fundinn mættu;  Eiríkur Helgason,  Agnar Jónasson, Lárus F. Hallfreðsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir,  Brynjar Hildibrandsson, Hermann Guðmundsson ,  Högni Bæringsson,  Þorsteinn Kúld Björnsson ,  Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir.

 

 

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

 

 

 

Aðalfundur í sauðfjáræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi  6. mars  2006

 

1.     Fundarsetning.

      Formaður,  Eiríkur Helgason, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

2.     Reikningar.

Gjaldkeri Agnar Jónasson las upp reikninga félagsins, eign í lok árs 2005 var 458.675 kr.   Reikningar samþykktir.

 

3.     Skýrsluhaldið.

Formaður vildi ítreka það við félagsmenn að skila fjárbókum sem fyrst þeim ætti að skila fyrir 1. mars.

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds félagsins fyrir árið 2004 er fjárbú Eiríks Helgasonar að skila hæstu afurðum eftir hverja á 36,3 kg.  Allt bendir til þess að fjárbú Guðmundar Benjamínssonar muni verða afurðar hæst 2005 en ærnar hans skiluðu að meðaltali 44,0  kg.

Hrútur nr. 96063 frá Bjarnarhöfn er með hæstu einkunn fyrir dætur eða 120 og hrútur nr. 04437 frá Hraunhálsi  er með hæstu einkunn fyrir stiguð lömb eða 114.

 

4.     Hrútasýning.

Hrútasýning var haldin föstudaginn 7. október og var þátttaka góð.

Þá var komið að afhendingu verðlauna- og viðurkenningarskjala,

Héðinn Fífill Valdimarsson fékk viðurkenningarskjal fyrir ræktun á mislitu- og fágætu fé 2004 en það hlaut hann fyrir veturgamla hrútinn Fera 03243 faðir er Gotti 94012, móðir Flekka 00305 og ff. Sekkur 97836. Feri er svarflekkóttur og ferhyrntur.

Hermann Guðmundsson Ásvöllum fékk viðurkenningarskjal fyrir ræktun á mislitufé 2005 fyrir veturgamla hrútinn Símon Svarta 04513  faðir er Skuggi 02518,  móðir Botna 99007  og mf. Hnykkur 98515 en Símon Svarti er svartur eins og nafnið gefur til kynna, kollóttur og hlaut fyrstu verðlaun með 81,5 stig.

Besti hyrnti veturgamli hrútur haustsins var frá Bjarnarhöfn, Dropi 04048,  faðir Úði 01912,  móðir 97578 og mf. Fjölvi 96064.  Dropi fékk 83,5 stig.

Besti kollótti veturgamli hrútur haustsins var frá Hraunhálsi, Dugur 04437  faðir Ægir 01916, móðir Skjóða 01162 og mf. Mörður 00441. Dugur hlaut 83,5 stig.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirfarandi röð, óháð því hvort þeir voru hyrntir eða kollóttir.  Bestur taldist lambhrútur Guðlaugar á Hraunhálsi nr. 70 en hann var með 85 stig faðir Fróði 02505 móðir Mylsna 00242 og mf. Moli 93986.

Annar í röð var svo lambhrútur Þorsteins í  Hvarfi nr. 11 hann stigaðist 83 stig, faðir hans er Dreitill 00891 móðir  Kjara 99070 og mf. Moli 93986.

Þriðji var svo lambhrútur Eiríks á Hólatúni nr.247 og var hann með 83 stig  faðir Krapi 02509  móðir Skjóða 01162  og mf. Mörður 00441.

Verðlaunaskjölin voru afhent á fundinum en verðlaunaskildirnir  voru  afhentir á sýningunni eins og áður.

 

5.     Menningarferð.

Farið var í menningarferð í fyrra vor sem heppnaðist vel og var þátttaka nokkuð góð.

Byrjað var á því að fara í fjárhúsin á Hjarðarfelli síðan stoppað á Vegamótum til að fá sér pulsu.  Keyrt út að Hofstöðum í Miklaholtshrepp  og skoðað féið þar og einnig á Álftavatni.  Síðan var heilsað uppá séra Guðjón Skarphéðinnsson   á Staðastað skoðuð kirkjan og að sjálfsögðu kíkt í fjárhúsin hjá honum.  Því næst var farið í Fjöruhúsið þar sem ferðalangar fengu sér tertusneið. Einnig var  Þjóðgarðstofuna á Hellum  skoðuð.  Að því loknu var kíkt í fjárhúsin hjá Óttari á Sandi og einnig í Máfahlíð. 

Næst var haldið til  Grundarfjarðar  og snæddur kvöldverður á Krákunni og á heimleiðinni var svo komið við í fjárhúsunum á Berserkseyri.

Formaður bar fram tillögu frá fjárræktarfélaginu Búa um hvort stefna ætti að sameiginlegri menningarferð félagana en fundarmenn töldu það vera orðin of stóran hóp og leist ekki á það.  Ákveðið var að félagið færi ekki í ferð þetta vorið, en vakin athygli á fyrirhugaðri ferð Sauðfjárbændafélags Snæfells og Hnappadalssýslu nú í apríl.

 

6.  Önnur mál.

Ákveðið var að kaupa ekki merkjatöng eins og rætt var um á síðasta fundi þar sem þær væru ekki það dýrar og lítið mál að fá lánaðar tangir hjá félagsmönnum ef á þyrfti að halda.  Merkinn eiga að vera kominn í fyrir 15. mars.

Formaður sagði frá því að engar útilegu kindur væru í Botnunum þennan veturinn.

Gjaldkeri vildi benda á félagsgjaldið sem er 1000 kr. og leggist inná reikning nr.0309-03-255424 og kt. er 270662-3909 árgjaldið rennur í ferðasjóð.

 

6.     Kosningar.

Ritari átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörinn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Á fundinn mættu;

Héðinn Fífill Valdimarsson, Þorsteinn Jónasson, Hilmar Hallvarðsson, Símon Sturluson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Brynjar Hildibrandsson, Agnar Jónasson, Eiríkur Helgason, Lárus Hallfreðsson, Hermann Guðmundsson, Högni Bæringsson, Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir.

 

 

 

---------------------------------------------------------

 

 

 

Aðalfundur í sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi 28. febrúar 2005.

 

1.     Fundarsetning.

Formaður,  Eiríkur Helgason, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

2.     Skýrsluhaldið.

Eiríkur sagði frá niðurstöðum úr skýrsluhaldi félagsins fyrir árið 2002 - 2003.  Hermann Guðmundsson Stykkishólmi var með hæstu afurðir eftir hverja á 35,3 kg.  Engar breytingar hafa orðið á einkunum hæstu hrúta félagsins fyrir dætur og lömb. Of fáir eru búnir að skila haustuppgjöri fyrir árið 2003 - 2004 til að marktækar niðurstöður væru komnar.

 

3.     Sauðfjársæðingar.

Góður árangur virðist ætla að vera í sæðingum haustsins og var þátttaka félagsmanna góð. Sæddar voru um 100 kindur og kemur félagið til með að borga 50% af kostnaði fyrir utan vsk, samkvæmt áður samþykktum reglum.

 

4.     Reikningar.

Gjaldkeri Agnar Jónasson las upp reikninga félagsins, eign í lok árs 2004 var 446.158 kr. Framlag BÍ til félagsins fyrir árið 2003 var 20.326 kr.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

 

5.     Inntaka nýrra félaga.

Tveir sóttu um að ganga í félagið og voru það þeir, Högni Bæringsson og Símon Sturluson báðir eru þeir búsettir í Stykkishólmi.

Þar sem Símoni hafði verið tjáð að inntökuskilyrði í félagið væri að koma með vísu brást hann vel við og mætti með eftir farandi vísur.

 

Ber ég hér upp umsókn mína

                                 um inngöngu í rolluklúbbin

                                 fjáreignin er Ásta og Lína

                                 og öll væntanlegu lömbin.

                                                             s.s.

                                

                                

 

 

                                 Rollukalla kvæðin mörg

                                 Kæta mig og hressa.

                                 Svo Ásta, Lína og Anna              Björg 

 

                                 Umsóknina blessa.

 

                                 Takið þennan trillusnáp

                                 í tertuklúbbinn besta

                                 þó að vanti skalla og skráp

                                 og skilnings gáfu mesta.

                                                             H.Þ.

 

Var Högna veitt undanþága frá "inntökuskilyrðum" þar sem láðst hafði að segja honum frá þeim, og voru þeir því báðir boðnir velkomnir í félagið.

 

6.     Hrútasýning.

Hrútasýning var haldin föstudaginn 8. október og var þátttaka góð, dæmdir voru 30 veturgamlir hrútar.

Formaður kom með þá tillögu að byrjað yrði að dæma veturgamla hrúta á næstu sýningu þar sem mestur áhugi væri fyrir úrslitum í þeirri keppni.

Ákveðið var að stefna að því að hafa hrútasýninguna aftur á föstudegi, þar sem helgar og kvöld taxtar ráðanauta þykja of háir.

Þá var komið að afhendingu verðlaunaskjala.

Besti hyrnti  veturgamli hrútur haustsins var Frakkur 03047, fékk hann 83,5 stig og er hann í eigu Brynjars og Siggu í Bjarnarhöfn.  Besti kollótti veturgamli hrúturinn var Jón Bali 03171 með 83,0 stig og er hann í eigu Guðmundar Benjamínssonar Stykkishólmi.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirfarandi röð, óháð því hvort þeir voru hyrntir eða ekki. Bestur taldist lambhrútur Bjarnarhafnarbúsins nr.1579 var hann með 83.0 stig faðir hans er Úði 01912, móðir 97578, og mf. 96064.

Annar í röð var svo lambhrútur Eiríks á Hólatúni Sth. númer 183 hann stigaðist 83,5 stig, faðir hans er Ægir 01916, móðir er Sigurrós og mf. Eir 96840.

Þriðji var svo lambhrútur frá Hraunhálsi nr.184 með 83,0 stig faðir er Ljúflingur 02431, móðir Órækt 02279, og mf. Arfi 99873.

Besti lambhrúturinn var hyrntur en hinir kollóttir.

Verðlaunaskyldirnir fyrir veturgömlu hrútana voru afhentir verðlaunahöfum á sýningunni.

 

7.     Menningarferð.

Samþykkt var að fara í menningarferð 16 apríl  og var Herborgu Sigríði í Bjarnarhöfn falið að skipuleggja hana. Félagar eru minntir á að borga félagsgjöldin þeir sem ekki eru þegar búnir að því. Árgjaldið er 1000 kr. og leggist inn á reikning nr.0309-03-255424 og kt. er 270662-3909 árgjaldið rennur í ferðasjóð.

 

8.     Önnur mál.

Samþykkt var að lambhrútar sem fara á milli manna innan félagsins skulu vera komnir með fullorðins númer hjá upprunabúi við sölu og halda því, til að þeim fylgi réttar ætternis upplýsingar.

Tillaga kom um að fjáreigendur í Stykkishólmi gæfu bújörðum sínum nöfn.

 

9.     Kosningar.

Gjaldkeri átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörinn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Á fundin mættu;

Eiríkur Helgason, Agnar Jónasson, Guðlaug Sigurðardóttir, Jóhannes Eyberg Ragnarsson,  Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Lárus Frans Hallfreðsson, Hermann Guðmundsson, Hannes Gunnarsson, Helga Guðmundsdóttir, Símon Sturluson, Högni Bæringsson, Héðinn Fífill Valdimarsson og Hilmar Hallvarðsson. 

 

 

 ------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur í sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi 27. febrúar 2004. 

1. Fundarsetning. 
Formaður, Eiríkur Helgason, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

2. Menningarferð félagsins. 
Rætt var um menningarferð félagsins, sem farin var 26. apríl 2003. Góð þátttaka var meðal félagsmanna og maka þeirra en einnig var félögum í sauðfjárræktarfélaginu Búa boðið með og þáðu tveir meðlimir það boð. 
Lagt var af stað kl. 10 og haldið inná Dunk í Dalabyggð, síðan ekið inn í Búðardal þar sem við snæddum léttan hádegisverð. Svo var ferðinni haldið áfram og komið við á Höskuldsstöðum, Lambeyrum og Hrútsstöðum. Okkur var allstaðar afar vel tekið. Þessi sauðfjárbú höfðu öll nýlega breytt gjafaaðstöðu hjá sér með gjafagrindum í ýmsum útfærslum. 
Því næst var ferðinni heitið að Eiríksstöðum þar sem ferðalöngunum var boðið uppá hákarl og brennivín og Steindór Andersen kvað fyrir okkur rímur. Að endingu var ekið inn að Stóra-Vatnshorni og borðaður kvöldverður og síðan fengum við að kíkja í fjárhúsin en eftir það var haldið heim á leið. 
Vildi formaður þakka ferðanefndinni þ.e.a.s. Siggu í Bjarnarhöfn fyrir vel skipulagða og skemmtilega ferð og voru fundarmenn sammála því, og vildu eindregið hafa hana áfram í skemmtinefnd. 

3. Skýrsluhaldið. 
Eiríkur las niðurstöður úr yfirlitsskýrslum félagsins fyrir árið 2001-2002. 
Hrútur með hæstu heildareinkun fyrir lömb og dætur var Fjarki 91001 með 111 í einkunn og var hann í eigu Bjarnarhafnarbúsins. Hrútur númer 96062 var með hæstu einkunn fyrir lömb er líka með 111 í einkunn og er í eigu sama bús, Kambur 92023 var með hæstu einkunn fyrir dætur eða 118 en hann er líka í eigu Bjarnarhafnarbúsins. 
Með hæstu einkunn fyrir fitu samkvæmt BLUP var svo hrútur nr. 92279 með 126 fyrir fitu og var hann í eigu Þorsteins Jónassonar. 
Hæstur fyrir gerð samkvæmt BLUP var svo hrútur nr. 00464 með 117 fyrir gerð og er hann í eigu Agnars Jónassonar. 
Með hæstu heildar BLUP mat var svo Dalakollur 00442 með samanlagt fyrir gerð og fitu 114,6 og er hann frá Hraunhálsi. 
Eiríkur Helgason Stykkishólmi var með hæstu afurðir eftir hverja á eða 35 kg. Tvílemban var að skila 40,3 kg., en einlemban 24.5 kg. 
Ærnar á Hraunhálsi voru með mestu frjósemina eða 2,02 lömb á hverja á. Alls voru á skrá í félaginu 1198 ær. 

4. Reikningar. 
Gjaldkeri Agnar Jónasson las upp reikninga félagsins, eign um áramót 2003-2004 var 361.613 kr. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. 

5. Kosningar. 
Gengið var til kosninga ritari átti að ganga úr stjórn en var endurkjörinn. 

6. Hrútasýning. 
Hrútasýning var haldin 27. september og var góð þátttaka, skoðuð voru 86 lömb og hrútar. Formaður vakti máls á því að það væri 50% álag á tímakaup skoðunnarmanna um helgar og kvöld og því væri kostnaður sauðfjáreigand mikill við sýningar haldið. Því þyrftum við að skoða hvort annar tími gæti hentað. Einnig kvaðst hann hafa farið á fund í Borgarnesi í haust þar sem hefði komið fram almenn óánægja meðal bænda um hversu kostnaðarsamt væri að fá ráðunauta í lamba- og hrútadóma. 
Þá var komið að afhendingu verðlaunaskjala sem Eyberg á Hraunhálsi hefur tekið að sér að búa til fyrir félagið eins og undan gengin haust. Besti hyrnti veturgamli hrútur haustsins 2003 var Skjöldur 02-024, fékk hann 83,5 stig og er í eigu Brynjars Hildibrandssonar Bjarnarhöfn. Besti kollótti veturgamli hrúturinn var svo Þróttur 02-507 með 84,5 stig og er hann í eigu Eiríks Helgasonar Hólatúni, Stykkishólmi. 
Bestu lambhrútar haustins röðuðust svo í eftirfarandi röð, óháð því hvort þeir voru hyrntir eða ekki. Allir stiguðust þeir með 83.5 stig. 
Bestur taldist lambhrútur Guðlaugar á Hraunhálsi, nr. 007, faðir hans er Dreitill 00-891 en móðir er Alúð 02-270 og er móðurfaðir Draupnir 98-437. Annar í röð var svo lambhrútur Eiríks á Hólatúni Sth. En númer hans er 051, faðir hans er Þrymur 02-502, móðir er Garðabrúða 01-163 og mf. Mörður 00-441. Þriðji var svo lambhrútur í eigu Brynjars í Bjarnarhöfn, nr. 1702 faðir hans er Bútur 01-151, móðir 99-702 og mf. Er Jökull frá Álftavatni. Hrútur númer tvö í röðinni er kollóttur en hinir hyrntir. 
Veitt voru verðlaun fyrir þrjá bestu lambhrúta félagsmanna á sýningunni og voru þau gefin af Stefáni Bjarnasyni (Vélum og Þjónustu) og voru það klaufklippur, lambastafur og belti fyrir skeiðar sigs té. Vildi formaður koma á framfæri þakklæti til hans fyrir frábært framtak. Verðlaunaskyldirnir fyrir veturgamla hrúta voru afhentir verðlaunahöfum á sýningunni. 

7. Árgjald félagsins. 
Ákveðið var að halda áfram að láta félaga borga árgjald sem rennur í ferðasjóð, árgjaldið er 1000 kr., og eru vinsamleg tilmæli að það verði greitt fyrir 1 apríl 2004 inn á reikning félagsins, nr. reikningsins er 0309-03-255424 og kt. 270662-3909. 

8. Önnur mál. 
Formaður sýndi eyrnarmerki í ær og lömb sem honum voru send til kynningar frá Ástu F. Flosad. og Þorkeli Pálss. Höfða I Akureyri en veffang þeirra er www.ma.is/kenn/asta/buskapur/fjarmerki/.htm 
Góður árangur virðist ætla að vera í sæðingum haustsins en þátttaka félagsmanna var dræm. 
Hannes Gunnarsson vakti máls á því að hann væri ósáttur við reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um að öll sláturhús þyrftu að hafa útflutningsleyfi og voru fundarmenn sammála því og spunnust um það nokkrar umræður og um fækkun sláturhúsa, var ákveðið á fundinum að mótmæla þessari reglugerð og var ritara falið að senda ráðherra mótmæli fundarinns. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 
Á fundinn mættu. 
Eiríkur Helgason, Agnar Jónasson, Guðlaug Sigurðardóttir, Jóhannes Eyberg Ragnarsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Hannes Gunnarsson og Þorsteinn Jónasson. 


 

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur sauðfjárrækrarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi 3. mars 2003.

 

  1. Formaður Eiríkur Helgason, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
  2. Formaður dreyfði yfirlitskýrslu félagsins fyrir árið 2001-2002 ekki var um loka uppgjör að ræða þar sem ekki höfðu allir skilað skýrslum haustsins.
  3. Gjaldkeri Agnar Jónasson gerði grein fyrir reikningum félagsins.

Eign um áramót 2002-2003 var 364.146 kr. Voru þeir samþykktir.

  1. Tekið var fyrir mál frá síðasta fundi um hvort félagið ætti að borga merki í fullorðnar ær félagsmanna. Spunnust margvíslegar umræður um það mál en engin niðurstaða fékkst og var að endingu ákveðið að taka málið af dagskrá.
  2. Næst var rætt um hvort og þá með hvaða hætti félagið ætti að styrkja sauðfjársæðingar félagsmanna á komandi hausti.

J.Eyberg Ragnarsson greindi frá því að breytingar gætu orðið á innheimtu aðferð Búnaðarsamtaka Vesturlands varðandi sæðingar næsta haust, samkvæmt samtali við Lárus Birgisson ráðanaut.  Þar sem Lárus taldi það hugsanlegt að B.V. mundi ekki sjá um að vera með sæðingarmenn á sínum snærum, heldur mundu félögin eða bændur sjá um framkvæmd þeirra mála. Þ.e.a.s. sæða sjálfir  (þeir sem hafa réttindi til þess)) eða semja við einhvern "sæðingarmann" um það.

Bændur mundu þá kaupa stráin á ákveðnu verði frá                                 sæðingarstöðinni en ekki borga fyrir notaða skammta eins og verið  hefur. Vegna þessarra hugsanlegu breytinga og óvissu um framkvæmd og kostnað var samþykkt að fresta ákvörðun til haustsins.

  1. Ferðamál, stungið var upp á Herborgu Sigríði Sigurðardóttur í skemmtinefnd og var sú tillaga samþykkt og henni falið að skipuleggja ferð.
  2. Að lokum var gengið til kosninga formaður átti að ganga úr stjórn. Hann gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu og var það samþykkt samhljóð, við mikin fögnuð fundarmanna.

á fundinn mættu níu félagsmenn.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

 

 --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldin að Skildi 21. nóv 2002.

 

1.      Formaður Eiríkur Helgason, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2.      Formaður las upp niðurstöður úr yfirlitsskýrslum félagsins fyrir árið 2000-2001 fyrir afurðir og fleira.

Héðinn Fífill Valdimarsson Stykkishólmi var með hæstu afurðir eftir hverja á 34,9 kg. Hermann Guðmundsson Stykkishólmi var með hæstu afurðir eftir hverja tvílembu 36,6 kg. En Bjarnarhafnarbúið átti þann hrút sem var með hæstu heildareinkunn fyrir lömb og dætur og var það hrútur nr. 96-062 sem var með 107 í einkunn.

Einnig afhenti formaður verðlaunaskjöl fyrir hæst stiguðu hrútana haustið 2002.

Hæst stigaði hyrnti hrúturinn var Bútur 01-151 og er hann í eigu Þorsteins Kúlds Björnssonar Stykkishólmi og var hann með 84 stig. Hæst stigaði kollótti hrúturinn var Hellir 01-448 frá Hraunhálsi með 85 stig.

3.      Gjaldkeri Agnar Jónasson gerði grein fyrir reikningum félagsins. Eign um áramótin 2001-2002 var 350.204 kr. Og voru þeir samþykktir samhljóða.

4.      Inntaka nýrra félaga. Þrír sóttu um að ganga í félagið og voru það þeir,

Guðmundur Benjamínsson Stykkishólmi, Hannes Gunnarsson Stykkishólmi og Hilmar Hallvarðsson "Þingvöllum" og voru þeir boðnir velkomnir í félagið.

5.    Gengið var til kosninga. Ritari og gjaldkeri áttu að ganga úr stjórn en voru endurkjörnir.

6.        Önnur mál.

Ákveðið var að halda aðalfund félagsins í febrúar ár hvert og að halda þá aukafund að hausti. Einnig var áhugi fyrir því að stefna að árshátíð og þá jafnvel í tengslum við haustfundinn.

Rætt var um hrútasýningu haustsins og fannst flestum fundarmönnum að hún hafi verið allt of snemma þ.e.a.s. 24. sept. Var ákveðið að reyna að hafa hana hér eftir strax í vikunni eftir seinni leit. Kom fram tillaga um að hafa hrútasýninguna 5. okt næsta haust.

Formaður sagði frá því að Búnaðarsamtök Vesturlands mundu sjáum að útvega sæði frá Laugardælum og Möðruvöllum nú í desember, þar sem ekki er starfrækt hrútastöð á Vesturlandi þetta árið. Okkar dagar verða 9.,10. og 11. des. Eins verður möguleiki að fá sæði 20. des. Töldu fundarmenn flestir að fyrri dagarnir væru of snemma og hentuðu þeim illa.

Ákveðið var að félagið tæki ekki þátt í kostnaði við sæðingar eða svömpun þetta árið.

Ritari bar upp þá tillögu að fundargerð fundarins yrði hér eftir send félagsmönnum með tölvupósti til samþykktar og/eða leiðréttingar ef með þyrfti, áður en hún yrði færð í fundargerðarbók. Og var það samþykkt.

Enn einu sinni var talað um það að félagsmenn færu í ferð saman að skoða fé,                   fjárhús og fleira og var ákveðið að láta verða af því í vetur og var besti tíminn talin vera  í apríl. Ekki var tekin ákvörðun um hvert skildi fara, þó kom tillaga um að við mundum sækja heim bændur í Húnavatnssýslu sem komið höfðu hingað 1997.

Ákveðið var að láta félagsmenn borga árgjald, sem rynni í ferðasjóð og yrði það       1000 kr. á mann, með gjalddaga 1. febrúar.

Að lokum urðu umræður um hvort félagið ætti að borga fyrir merki í fullorðið fé félagsmanna, eins og hefð hefur verið fyrir. Engin ákvörðun var tekin um það mál á fundinum og því frestað til aðalfundar í febrúar.

    Á fundin mættu ellefu félagsmenn.

    Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Stofnun Sauðfjárræktarfélags  Helgafellssveitar og nágrennis

 

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

 

Stofnun Sauðfjárræktarfélags  

Helgafellssveitar og nágrennis 

 

Ár 1952 Sunnudaginn 2. marz voru mættir að Skildi í Helgafellssveit samkvæmt fundarboði, nálega 20 sauðfjáreigendur í Helgafellssveit.                                                                           Tilefnið var ræða um stofnun sauðfjárræktarfélags. Málshefjandi var eini sauðfjáreigandinn, sem mættur var úr Stykkishólmi Ch. Zimsen lyfsali. Gjörði hann tillögu um að kjósa fundarstjóra og fundarritara og voru kosnir eftir uppástungu fundarstjóri Björn Jónsson Kóngsbakka, en fundarritari Guðmundur Guðjónsson Saurum.                                               Að því búnu hóf Zimsen lyfsali máls og skýrði þau lagaákvæði, sem lúta að stofnun og starfrækslu sauðfjárræktarfélags.                                                                                               Eftir framsögn Zimsens hóf Guðlaugur Sigurðsson máls og gat þess að hugmynd hefði verið vakin á Búnaðarsambandsfundi um að stofna sauðfjárræktarfélag í hverri sveit á sambands svæðinu og hefði honum þótt gott að fá svo góðan       liðsmann í þessu máli sem Zimsen lyfsali væri. Ennfremur talaði Guðlaugur um nauðsyn þess að taka ákveðna stefnu í ræktun sauðfjárins.                                                                                                                          Zimsen tók þá til máls            og taldi réttmætt að leggja áherslu á þetta með ákveðna stefnu í sambandi við kynstofna ræktun og rétt tök gagnvart skyldleikarækt. Taldi hann starfsemi að þessum málum auðveldari ef ekki væru mjög fáir, sem að þessum samtökum stæðu og þá með fáar kindur. Skýrði Zimsen nú hversu haga þyrfti vinnubrögðum yfirleitt um sauðfjárræktina hjá hinum einstöku þátttakendum.                                                           Björn Jónsson gerði fyrirspurn um hversu velja skyldi fé til ræktunnar á einstökum bæjum innan samtakanna, og talaði um aukna örðuleika með smitvanda í sambandi við val fjár á mörgum bæjum umfram það, ef safnað væri til eins bús. Zimsen benti þá á að skyldleikaræktunar örðuleikar yrðu meiri á litlum búum, en þessi tiltölulega almennu samtök gerðu blöndun auðveldari, og þótt starfsemin væri ekki jafn fastmótuð og á einstökum fjárræktarbúum þá sýndi reynsla að með sæmilegri vandvirkni fengjust fram góðir einstaklingar og stórbættur fjárstofn. Björn Jónsson minntist þá á hrútajöfnun manna í milli einnig kom hann að nauðsyn þess að fóðra vel.                                                                        Zimsen tók undir nauðsyn góðrar fóðrunar og ræddu þeir um hrútaval og þann vanda, sem þar væri til staðar, og taldi heppilegt að fá aðstoð og vera í samráði við sauðfjárræktarráðanautinn Halldór Pálsson. En þegar í vetur mætti snúa sér að því að velja ærnar. Uppástunga var á baugi um að skifta stofninum eftir því hvort um væri að ræða hyrnda eða kollótta stofna.                                                                                                 Guðmundur Einarsson Staðarbakka taldi erfitt að binda sig við aðeins annan stofninn, Zimsen taldi menn geta haft báða stofna en að kostir kollótta féð væri beitarþol og þurftarminna en hyrnda féð væri frekar tvílembt en þurftarfrekara út frá þessum kostum væri hægt að velja, en annars væru menn óbundnir með það fé sem þeir ekki hefðu skráð í fjárræktarsamtökin. Þegar hér var komið var gengið til atkvæða um félagsstofnun og samþykkt af meiri hluta fundarmanna, er skráðu nöfn sín til þátttöku. Stjórnar kostning hófst að því búnu og voru þessir menn til kosnir.

 

1.      Christian Zimsen Stykkishólmi (12 atkv.)

 

2.      Guðlaugur Sigurðsson Hrísum (11 atkv.)

 

3.      Bergsteinn Þorsteinsson Svelgsá ( 7 atkv.)

 

Varam. Guðmundur á Staðarbakka Halldór á Sólbakka                                                              

 

Björn Jónsson las því næst lög þau sem sauðfjárræktarfélögum ber að starfa eftir. Endurskoðendur kosnir Björn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson.                                   Þessir menn eru skráðir þátttakendur í ný stofnuðu sauðfjárræktarfélagi:

Björn Jónsson Kóngsbakka

Guðmundur Gíslasson Kárstöðum

Guðlaugur Sigurðsson Hrísum

Gunnar Guðjónsson Hofstöðum

Halldór Jóhannsson Sólbakka

Hinnrik Jóhannsson Helgafelli

C. Zimsen Stykkishólmi

Bæring Elísson Efri Hlíð

Guðmundur Einarsson Staðarbakka

Guðmundur Guðjónsson Saurum

Páll Daníelsson Hraunsfirði

Valdimar Jóhannsson Kljá

Kristján Sveinsson Hólum

Bergsreinn Þorsteinsson Svelgsá

Kristján Jóhannsson Þingvöllum

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitð

Björn Jónsson fundarstjóri

Guðmundur Guðjónsson fundarritari

 

Þátttöku hafa tilkynt utan fundar:

Gísli Gíslasson Kárstöðum

Bjarni Jónsson Bjarnarhöfn

Daníel Matthíasson Hraunsfirði

Reynir Guðlaugsson Hrísum

Magnús Sveinsson Hólum

Jónas Þorsteinsson Y. Kóngsbakka

Þorsteinn Jónasson Y. Kóngsbakka.

Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832432
Samtals gestir: 126909
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:17:15