Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

21.02.2011 02:21

Fundargerð aðalfundar 2010

Aðalfundur  sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í Grunnskóla Stykkishólms 25. Mars 2010.

Fundarsetning

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns.                             

Formaður sagði lítilega frá vel heppnaðri  menningarferð félagsins sem farin var 18 apríl norður á Strandir.  Byrjað var að skoða Hvalsárétt farið svo í húsin á Kolbeinsá, Broddanesi, Smáhömrum, Heydalsá I og II og endað á Leiðólfstöðum í bakaleiðinni .  Einnig sagði hann frá formannafundi sem hann sat 11. Sept þar sem rætt var skipulag hauststarfsins, sæðingar og lambamælingar.

Hrútasýning félagsins var haldin á Hraunhálsi 27.sept og héraðsýning að Bergi 17. Okt. Þar voru mættir til leiks 68 hrútar og yfir 100 manns. Í Desember voru sæddar um 100 ær í félaginu. Formaður vakti athygli fundarmanna á að sækja þyrfti um leyfi til líflambasölu fyrir 1. Apríl til MAST.

Bú Guðmundar Benjamínssonar er með mestu afurðir eftir hverja á með lambi 40,5 kg. Bjarnarhöfn er eina búið  innan félagsins sem tekur þátt í afkvæmarannsóknum á vegum BÍ, var hrúturinn Kóngur 06074 (f. Dregill) efstur þar árið 2008 með 111,6 fyrir kjötmat 130 fyrir líflömb samtals 120,8.

Reikningar.

Gjaldkeri Þorsteinn Kúld Björnsson las upp reikninga félagsins, eign í árslok 2009 var 567.089 kr. Og í ferðasjóði er 26.227 kr.

Afhending verðlauna og viðurkenningaskjala                                                              

Hrútasýning félagsins fór fram 27. sept. Voru niðurstöður eftirfarandi; Besti veturgamli hyrndi hrúturin var Huginn 08-503 f. Fóstri 07-150 m. Týra 07-022 84 stig eigendur Unnur og Eiríkur. Besti kollótti veturgamli hrúturinn var Hrammur 08-449 f. Völundur 07-442 m. Hremmsa 03-298 83,5 stig Besti misliti hrúturinn var einnig Hrammur 08-449. 

Bestu lambhrútar haustins röðuðust í eftirtalda röð óháð hornum bestur var lambhrútur nr 342 (hyrndur) sem Eiríkur og Unnur eiga en hann er með  87,5 stig faðir Þróttur 04-991 móðir Lind 06-002, Annar í röð var lambhrútur nr. 92 (kollóttur) frá Hraunhálsi með 85 stig. faðir Völundur 07-442, móðir Döf 07-050, Þriðji í röð var svo lambhrútur nr. 118 sem Högni Bæringsson á með 86 stig faðir Demantur 07-182 móðir Digur 05-005

Önnur mál

Félaginu hefur verið boðið að kaupa notaða vigt á 50 þúsund og var samþykkt að kaupa hana. Heimaslátrunar mál voru reifuð. Rætt var um fyrirhugað námskeið um sauðfjársjúkdóma. Einnig sköpuðust miklar umræður um árgjald í ferðasjóð  þegar maki fer með. árgjaldið verði hér eftir 1500 kr. Samþykkt var að greiða formanni 10.000 kr á ári uppí kostnað sem af formanns starfinu hlýst. Rætt var um að fara á Mýrareldahátiðina sem verður 17 apríl og kom fram tillaga um að fara ferð fyrir Klofning á næsta ári. Breyting á fyrirkomulagi við Héraðsýningu.

Hannes Gunnarsson skilaði inn vísunni sinni sem fylgja átti inngöngu hans í félagið um árið en hún er svo hljóðandi;

 Ég fjárrækt iðka eins og þið
 og ætla því að ganga

 fjárræktar-í félagið
 á föstudaginn langa

Kosningar.

Gjaldkeri átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörinn

Fundi slitið á fundin mættu; Hermann Guðmundsson, Eyberg Ragnarsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir. Héðinn Fífill Valdimarsson, Einar Jónsson, Högni Bæringsson, Þorsteinn Jónasson, Guðmundur Benjamínsson, Gunnar Jónsson, Hilmar Hallvarðsson, Álfgeir Marinósson, Eiríkur Helgason, Þorsteinn Kúld Björnsson og Guðlaug sigurðardóttir

14.02.2011 23:22

Fyrstu fósturvísatölur úr nýræktinni.

Það voru margir fósturvísar taldir í Nýræktinni, sunnudaginn 13 febrúar s.l. Það var Guðbrandur Þorkelsson frá Skörðum í Dalasýslu sem fenginn var í verkið.Þetta var skemmtilegur tími með góðu fólki og rýkti mikil spenna meðal manna og kvenna.Frábært framtak hjá Högna Bæringssyni.

Her eru menn glaðir.
Það var glatt á hjalla hjá þessum herramönnum í nýræktinni við fósturvísatalningu á Einrsstöðum.
Hér er komið í Hólmasel.

Hér koma svo fyrstu tölur frá Hvarfi:
Eldri ær: tvær með einu lambi og hinar með tveimur. meðaltal er þá 1.82 lömb.
2 vetra ær: með tveimur lömbum. meðaltal er þá 2 lömb.
gemlingur: með einu lambi.
Alls verður þá meðaltal 1.79 lamb ef allt gengur eftir.

Hægt að skoða fleiri myndir í myndaalbúmi undir félagsstarf.

Kveðja úr Nýræktinni.
Helga og Steini Kúld Hvarfi


12.02.2011 12:31

Fóstuvísatalning í nýræktinni

Þessi fer í sónarskoðun.emoticon


Fóstuvísatalning verður í nýræktinni sunnudaginn 13 febrúar kl. 16.00.
Þeir sem vilja vera með hafi samband við Högna Bæringsson í s: 8476758emoticon

06.02.2011 16:33

Fróðleiksmoli

1930 bjuggu um 63 þús manns eða 57,7% þjóðarinnarí sveitum og kauptúnum,  Islendingar voru þá alls 108900. bændur voru þá 6500
árið 1968 búa 64 þúsund manns í sveitum og kauptúnum eða 31,6% þjóðarinnar, islendingar þá alls 202000. bændur voru þá nálægt 5150.
Árið 1934  fengust  10,2 kg eftir vetrarfóðraða kind og 0,8 lömb
Árið 1941               11,8
Árið 1951                14,7
Árið 1968                22,5 
Árið 2006                26,4
Árið 2008               26,5  
         
Árið 1960 er neysla á kjöti     67 kg á mann,     2007  87,6 kg
Árið 1960 er neysla á mjólk  306,2 kg               2007  144,2 kg
Árið 1960 er neysla á gosdrykkjum  20,1 kg       2007  151,0 kg.

Handbók Bænda  1972
Hagtölur Landbúnaðarins 2010.

31.01.2011 22:21

Að rækta mórautt fé


Gimbur nr. 10-116 móðir Gláma(móbíldótt) faðir Hrammur(svartbíldóttur)

Það væru ýkjur að halda því fram að gengið hefði vel hjá okkur að rækta mórauðar kindur undan farin ár. Gimbrin hér að ofan var eina" mórauða" lambið sem fæddist hérna á Hraunhálsi í vor. Samt vorum við með móflekkóttan Skrautason í fyrravetur en hann gaf bara svart, svartflekkótt og að sjálfsögðu hvítt ( hann átti  ekki þessa móflekkóttu gimbur) en svona er nú (mórauðu) gæðunum misskipt Þar sem Gunnar parar  saman svartan hrút og svarta kind og fær mórautt lamb en þar hafa báðir foreldrar verið með dulin erfðavísir fyrir mórauðu samkvæmt fræðunum ef ég skil þau rétt. (Duldu mórauðu erfðavísarnir í okkar ám eru greinilega mjög duldiremoticon )
Snúum okkur nú aftur að Handbók bænda í þetta skipti er það grein sem er á bls. 322 árgangi 1969 og heitir " Mikil eftirspurn eftir mórauðri ull."  hana skrifar Stefán Aðalsteinson.
En þar segir hann að reglurnar um erfðir mórauða litarins sé einfaldar að mórauði liturinn sé víkjandi fyrir öllum litum nema tvílit. Að mórauð kind hafi aldrei dulda erfðavísa fyrir hvítu, gráu, golsóttu, botnóttu eða svörtu og skipti þar engu máli, út af hvernig litum foreldrum hún sé komin.

Ef notaður er mórauður hrútur á mórauðar ær kemur aldrei fram annar litur en mórautt, samt geti skotið upp móflekkóttu ef báðir foreldrar eru með dulda erfðavísa fyrir tvílit. Því sé fljótlegasta leiðin til að fjölga mórauðu kindunum að nota Mórauðan hrút á mórauðu ærnar. Eins sé hægt að fá fram mórautt hjá ám af öðrum litum sem eru með dulin erfðavísir fyrir mórauðu, en þær sé oft hægt að þekkja á því að þær eru annað hvort undan mórauðu í aðra ættina eða hafi gefið mórauð lömb áður.

Ef mórauður hrútur er notaður á svartar ær með dulin mórauðan lit gefa þær til helminga svört og mórauð lömb
Á móti grámórauðum ám gefur mórauði hrúturinn oftast til helminga grámórauð og mórauð lömb.
En fremur segir Stefán að ær af öðrum litum sem eru samt með dulda erfðavísa fyrir mórauðu gefi oft ekki nema um fjórða hluta lambanna mórauðan. Hann telur  það tilgangslítið að nota mórauðan hrút á hvíta ær af handahófi, segir að úr því fáist svo til eingöngu hvít lömb en sum svört, grá, golsótt eða botnótt og það sé hrein hending að fá fram hreinmórauð lömb.

Þá er bara að verða sér út um mórauðan hrút ef þetta á að ganga eitthvað.

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139692
Samtals gestir: 20205
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:55:42