Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

17.08.2015 15:05

Dómstigi




Dómstiginn var síðast endurskoðaður og samþykktur
 af fagráði í sauðfjárrækt 17. apríl 2015









01.08.2015 17:14

Myndband frá Hvarfi.

 

Nú er ég að prófa Myndbandatæknina,

hefur aldeilis ekki gengið vel með þá tækni,

en hér kemur eitt myndband sem ég tók í vetur í fjárhúsinu í Hvarfi.

http://hrutur.123.is/video/

 

 

21.07.2015 10:03

Eitt og annað skemmtilegt

 
Hann Grábotni er frægur í Mývatnssveitinni og um allt land,
en nafnið sést kanski ekki á matseðli á mörgum stöðum, 
en einn er rétturinn sem skírður er eftir honum á  veitingahúsinu Kaffi borgir í Dimmuborgum.
 
 
Mjög girnó cheeky
 
og smakkaðist mjög vel yes
 
Skemmtilegt  emoticon
 
 

02.06.2015 15:31

Kjöt með grænmeti (Frikasse)

 

 

heartheartheartheartheartheart

 

Þessi réttur er með mínum uppáhalds, hann er fallegur, sumarlegur,

einfaldur og rosalega góður og heitir

 

kjöt með grænmeti ( frikasse).

 

 

 
 
 

 

fyrir 2

 

1/2 kg. lambakjöt (súpukjöt henntar best)

1/2 kg. hvítkál / blómkál

1/2 kg. gulrætur

1/2 kg. gulrófur

1 l. vatn

2 tsk. salt / kjötkraftur/ grænmetiskraftur

 

Sósa

 

40 gr. smjör

40 gr. hveiti

6-7 dl. soð 

vel af saxaðri ferskri steinselju

 

Kjötið látið ofaní soðið vatn með salti / kjötkrafti / grænmetiskrafti.

Þegar síður er froðan veidd ofan af.

Soðið í 25-35 mínútur. Gulrófurnar, gulræturnar og hvítkálið

hreinsað og brytjað.

Látið í pottinn og soðið í 15-20 mínútur.

Kjötið og grænmetið mega ekki fara í sundur.

Er því tekið upp, áður en sósan er búin til.

Búin til smjörbolla og soðið jafnað.

Saltað eftir vild og saxaðri steinselju hrært saman við.

 

 

 

Svo má leika af fingrum fram með grænmetistegundir, suðutíma og magn.

Hollt og gott.

 

heartheartheartheartheartheart

 

Verði ykkur að góðu.

 

 

17.04.2015 13:47

Kynningarfundur um fjárvís

Sauðfjárbændur athugið ! 
  
Minnum á kynningarfundi sem haldnir verða um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt - FJARVIS.IS –

  • Mánudaginn 20. apríl á Hótel Rjúkanda, Snæfellsnesi kl. 13.00
  • Mánudaginn 20. apríl á Hvanneyri ( húsnæði LbhÍ ) kl. 20.00
  • Þirðjudaginn 21. apríl í Leifsbúð, Búðardal kl. 14.00
  • Þriðjudaginn 28. apríl í Holti, Önundarfirði kl 14.00

  
Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu við uppfærslu kerfisins í lok mars. 
Sauðfjárbændur eru hvattir til að skoða forritið áður en þeir mæta á fundinn. 
  
Hvetjum sauðfjárbændur að fjölmenna og endilega látið auglýsinguna berast. 

Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139713
Samtals gestir: 20209
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 17:02:12