Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Júní

28.06.2013 05:12

Afkvæmi Gaurs 09-879

Þegar ég fór að skoða myndirnar sem ég tók af lömbunum í vor, kom í ljós að það eru til myndir af öllum lömbunum sem fæddust undan Gauri frá Bergstöðum, svo ég hlýt því að hafa vera mjög hrifin af þeim, enda eru þetta verulega falleg lömb. Það var ágæt  frjósemi hjá þessum ám þ.e.a.s. þrjár voru tvílembdar en ein einlembd.
Þá er hér fyrst mynd af Spíru Kveiksdóttur með gimbrina sína undan Gaur
.Hér fyrir neðan er svo Aþena með gimbrarnar sínar.


Og þarna er Slóð dóttir Borða með lömbin sín undan Gaur.



og að lokum er hérna fyrir neðan mynd af Vörðu og öðrum hrútnum hennar en hún er alsystir Slóðar.

´

21.06.2013 05:37

Á refaslóðum

Tófan hefur verið að gera okkur lífið leitt í vor og ekki veriði beint skemmtilegt að vita af henni innan um lambféið á túninu. Sennilega hefur hún tekið tvö lömb hjá okkur nú í vor, allavega komu ærnar heim jarmandi en við fundum hvergi lömbin þeirra þó vel væri leitað.
Þegar Óskar á Helgafelli var búin að skjóta fjórar tófur hjá okkur þá héldum við nú að það væri farið að ganga á stofninn og að við fengjum nú frið fyrir þeim en snemma á Sunnudagsmorguninn sáum við enn eina tófuna rölta yfir hlaðið.


Hér á árum áður var talað um að tófan forðaðist að fara í gegnum girðingar en nú til dags virðast þær ekkert láta girðingar trufla sig heldur fara bæði undir og gegnum þær þvers og kruss.

Hún skokkaði svo niður á tún og krækti sér í fugl og hljóp með hann í kjaftinum út í hraun, því var nokkuð ljóst að hún hlyti að vera með greni þar en það er mjög erfitt að finna grenin í hrauninu svo okkur datt í hug að hafa samband við gamla kempu sem gjör þekkir hraunið og hvernig rebbi hagar sér. En þegar Hreinn á Berserkseyri var komin í málið mátti sko skolli fara að vara sig.

Hreinn var svo mættur morgunin eftir með rebba, en þar sem ég átti nú myndir af refnum í tölvunni þá kíktum við á þær til að vera vissum að þetta væri sami refurinn og það var ekki um að villast að þetta var sá sami en þá varð nú Hreini að orði og hristi höfuðið "ja ég hef nú aldrei skotið ljósmyndafyrirsætu áður"

Þetta var reyndar ekki eina tófan sem Hreinn skaut í hrauninu þessa nótt, já geri aðrir betur komnir á níræðisaldur.

19.06.2013 06:11

Frá Hraunhálsi

Þegar sauðburði er lokið og fé komið á fjall er ekki úr vegi að fara að setja hérna inn á síðuna okkar nokkrar myndir af lömbum undan sæðishrútunum. Það rigndi óvenju mikið í vor, því gat verið erfit að ná góðum myndum enda lítið gaman að taka myndir af rennblautum og hröktum lömbum. Það stytti upp af og til en lítið hefur rignt þennan mánuðinn.

Það hélt vel úr sæðingunum en frjósemin var óvenju léleg. Það héldu fjórar ær með Kvisti og við fengum fimm lömb tvær gimbrar og þrjá hrúta.

Þessi er undan Kvist og Fyrningu Hukkadóttur.


Hérna fyrir ofan er annar Kvistsonur með móður sinni Angist en hún er dóttir Grána ég er reglulega hrifin af þessum hrút en liturinn er kannski alveg sá sem ég hefði óskað mér. Læt þetta duga í kvöld.

 
  • 1
Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 136914
Samtals gestir: 19689
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 04:41:35