Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

11.04.2011 14:45

Skarðsstöð


Í Skarðsstöð hefur verið höfn frá landnámi. Fyrsta fasta verslun í Dalasýslu var þar frá 1890 til 1911. Í dag er Skarðsstöð eina höfnin í Dalabyggð með útgerð.
Salernisaðstaða fyrir ferðamenn er í Skarðsstöð.

11.04.2011 14:40

Ólafsdalur


Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla landsins árið 1880 og rak hann til ársins 1907.
Torfi var mikill atorkumaður og beitti sér fyrir nýjungum og framförum í landbúnaði. Hann flutti inn skoska ljái, smíðaði plóga, kerrur og fleiri landbúnaðartæki, rak tóvinnuverksmiðu ofl. Hann var einnig forgöngumaður í félagsmálum, vann að stofnun búnaðarfélags Dalasýslu 1886 og beitti sér fyrir stofnun kaupfélagsins 1898.
Minnisvarði um Torfa og konu hans, Guðlaugu Zakaríasdóttir er í Ólafsdal.


Rústir útihúsa í Ólafsdal
Í tíð Torfa Bjarnasonar voru mikil umsvif í búskap í Ólafsdal.

11.04.2011 14:17

Staðarfell


Staðarfell er gamalt höfuðból. Þar bjó Þórður Gilsson faðir Hvamms-Sturlu, á 12. öld.

Á Staðarfelli var starfræktur húsmæðraskóli frá 1927 til 1976. Magnús Friðriksson og Soffía Gestsdóttir gáfu jörðina í minningu einkasonar síns, Gests og fóstursonar, Magnúsar, til stofnunar húsmæðraskóla.

Nú er rekin endurhæfingarstöð á vegum SÁÁ í húsnæði húsmæðraskólans.

Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri og var vígð 1891.

10.04.2011 11:32

Krosshólaborg.


Í Landnámu segir að Auður djúpúðga hafi haft bænahald sitt á Krosshólum og þar lét hún reisa krossa. Auður  lagði svo fyrir áður en hún andaðist, að hún skyldi grafin í flæðarmálinu, því hún vildi ekki hvíla í óvígðri mold, og var svo gert.

Allstór steinkross er efst á klettaborginni til minningar um Auði djúpúðgu. Félagsamtök breiðfirskra kvenna höfðu alla forgöngu um minnismerki þetta og fór afhjúpun þess fram á fjölmennri héraðssamkomu þann 8. ágúst 1965.

04.04.2011 22:45

Ferðaáætlun

Hér er ferðanefndin að störfum.

Þorsteinn Kúld Björnsson Hvarfi gjaldkeri ,  Gunnar Jónsson Álfhól ferðanefnd

FERÐAÁÆTLUN 2011

Farið verður frá Bensó kl. 9
Fyrsta stopp í Búðardal meðan fararstjóri lítur við á Dvaló.

Farið verður þaðan inn Fellsströnd og keyrt inn um efri byggð.

Stoppað verður á útsýnisplani við Langeyjarnesafleggjara og síðan verður keyrt fyrir Klofning.

Stoppað verður að Ballará og fólki hleypt út , sá sem að finnur Snorraskjól, finnur það á því að honum rís hold að þarfalausu einum á ferð, einnig slaknar konum skaut þó einsamlar séu. Verðlaunum heitið fyrir þann sem finnur Snorraskjól.emoticon

Geirmundarstaðir ( Þaðan kemur stöðvahrúturinn Hrói 07-836 ) fjárhús skoðað,  þar á eftir keyrt niður að Skarðsstöð og því næst farið í Skarðskirkju.

Surtarbrandsnáman skoðuð og eftir það farið beina leið í Ytri Fagradal og snætt Hvannarlamb að hætti Höllu og fjárhúsin skoðuð að sjálfssögðu.

Eftir hvannarlambið verður haldið í Ólafsdal í gamla landbúnaðarskólann.

Að lokum verður komið við í Búðardal og skoðuð ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar.

Áætlaður komutími í Stykkishólm kl. 21

Fararstjóri Héðinn F. Valdimarsson

Fargjald í rútu kr. 3.000- á mann.

Verð á máltíð auglýst síðar.

Með kveðju frá ferðanefndinni.emoticon





Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139391
Samtals gestir: 20153
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 17:07:13