Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Febrúar

28.02.2009 21:04

Sveita lögga

Í dag fór ég út að Kjalveg og tók hús hjá Óttari Sveinbjörnssyni, það er alltaf gaman að koma til Óttars hann er einn af þessum körlum sem eru í sauðfjárrækt af lífi og sál, í dag var hann að gefa hey sem var svolítið af sinu í og taldi að gemlingarnir og lambhrútarnir fóðruðust ekki nóg. Ég tók nokkrar myndir en þær segja allt aðra sögu. Óttar er með þrjá lambhrúta, tvo sæðinga og einn undan heima hrút.  Myndirnar eru undir menningarferð.


25.02.2009 22:12

Á faraldsfæti

Á þriðjudaginn 22. 2 fórum við Eyberg, Lauga og Eiríkur að heimsækja nokkra verðlaunahafa frá lambhrútasýningunni í haust, því búið var að grafa á plattana og bara eftir að líma þá á skildina.
Fyrsti viðkomu staður var Hjarðarfell en þar lentum við í sprengidags hádegissmat, eftir mat var farið í fjárhúsin með Guðbjarti og Gunnari og þar skoðað féð og fóður, síðan var farið í fjósið til að sjá breitingarnar þar, næst komum við að Álftavatni til Gísla og Ragnhildar og var nátturulega boðið í kaffi og meðlæti, svo fór Gísli með okkur í fjárhúsin, þar sýndi hann okkur meðal annars nýju gjafagrindurnar.
Síðasti viðkomu staður var hjá Jóni Bjarna og Önnu Dóru á Bergi þar var líka boðið í kaffi og meðlæti þannig að þetta var sprengidagur í lagi. Jón Bjarni fór í húsin með okkur og fór yfir það sem þar var að sjá, þar á meðal hann Bjart sem var valinn besti lambhrútur á Snæfellsnesi 2008 en hann er gríðarlega þroskamikill og fallegur hrútur og var mér svo mikið um að ég, Eiríkur! gleymdi að taka af honum mynd. Þökkum við öllum fyrir frábærar móttökur og óskum fjölskyldunni á Bergi innilega til hamingju með dótturina.Hér er Guðbjartur að segja frá lambhrútunum á Hjarðarfelli, en á myndinni eru Guðbjartur, Gunnar, Eyberg,og Lauga.


Hér er Gísli Örn að segja frá gemlingunum á Álftavatni


Hér er Jón Bjarni að segja frá sínum gemlingum
23.02.2009 12:43

Fósturtalning

Það verður æ algengara að bændur láti gera fósturtalningu hjá sér. Í Bjarnarhöfn hefur þetta verið gert í nokkur ár með góðum árangri, það er að sega talninginn hefur staðist, og hafa þau Brynjar og Sigga flokkað kindurnar eftir talninguna hafa einlemburnar saman, marglemburnar saman og fóðrað eftir törfum hvers hóp fyrir sig, svo er mikil hagræðing á sauðburð að vita hvað kemur úr hverri á. Guðbrandur Þorkelsson hefur talið fyrir Bjarnarhafnarbúið, hann kom í gær og hér eru niðurstöðurnar, talið var í 405 ám og voru 15 geldar, 44 með 1,  284 með 2,  61 með 3, og 
1 með 4. Talið var í 99 gemlingum, 10 geldir, 53 með 1 og 36 með 2. 

Á myndinni eru Guðbrandur og Sigga að störfum.

22.02.2009 16:29

Fróðleiksmoli

 Handbók bænda er fyrst gefin út árið 1951, gefin var út ein bók á ári með ýmsum fróðleik, fyrstu 10 árgangarnir eru innbundnir með hörðum spjöldum eftir það er bókin gefin út í kiljuformi með plastkápu.
Í fyrstu 10 bókunum frá 1951 til 1960 er birt í hverjum mánuði minnisskrá í nokkrum liðum , margt af þessu á vel við enn í dag annað ekki. Ætla ég að birta þessa minnisskrá mánaðarlega ykkur til minnis og fróðleiks.
Minnisskrá Janúar
1. Tilhleypingar hefjast ef þær hafa ekki hafizt þegar fyrir áramót.Snöggt eldi ánna í byrjun fengitíðar gefur margar tvílembdar.
2.Líta þarf vandlega eftir högum og holdafari útigangshrossa og hygla þeim, ef hagskarpt er eða þau farin að  leggja mikið af.
3. Eftirlit þarf að hafa með matjurtum í geymslum , hvort nokkrar skemmdir hafa komið í ljós, eða hvort hætta er á ,að geimslan verði of hlý eða köld, þurr eða rök. Rófur þurfa raka geymslu.
4. Gera þarf yfirlit yfir heybirgðir, hve mikið hefur þegar eyðzt af vetrarbirgðum og áætla hvort það sem eftir er muni hrökkva fram úr. Það er vafalaust hagkvæmara að hefja snemma heysparnað með því að auka kjarnfóðurgjöf heldur en að ætla að bjarga búfénu með kjarnfórði þegar heyin eru komin í þrot.
5. Um miðjan þennan mánuð eða í lok fengitíðar verður að baða féið ef það hefur ekki verið fyrir áramót.
6. Reikningum búrekstursins er lokið eins og unnt er eða að minnsta kosti gert yfirlit um rekstur liðins árs og áætlun um reksturinn á nýbyrjuðu ári. Einnig er nú lokið við þær skýrlsur, sem bundnar eru við ármótin, eins og fóður og mjókurskýrslur kúnna, skattframtal og fleira.
7. Vigtið féið, það sem vigtað hefur verið að haustinu, og bæta um fóður á því fé, sem lést hefur til muna.
8. Gerð skal áætlun um það, sem kaupa þarf til búrekstursins fyrir vorið, svo sem tilbúin áburð, fræ allskonar, bæði matjuratrfræ, grasfræ og grænfóðurfræ, útsæðiskartöflur, girðingarefni og byggingarefni, vélar, verkfræði og varahluti.
9. Ágætt er og nauðsynlegt að fylgjast vel með snjóalægi á þeim stöðum, þar sem fyrirhugaðar eru nýjar byggingar, einnig á ræktunarlöndum, og gæta þess í þíðu hvort vatn stendur uppi eða rennur mjög á einhvern hluta túnanna, því að þar er oft undirrótin að kalskemmdum.  

21.02.2009 16:17

Snyrta klaufir

Nú eru lambhrútarnir heldur betur farnir að  taka við fóðrinu eftir fengitíð horn og klaufir vaxa hratt, ég tók mig til við að snyrta klaufir nú í vikunni, hér á myndinni er ég að snyrta Kastala frá Smáhömrum.

Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832466
Samtals gestir: 126910
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:48:43