Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2010 Mars

26.03.2010 07:53

Fundargerð


Fundur í fjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis haldinn 10. Sept.  2009

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Tilefni fundarins var aðallega að ræða um hrútasýningar haustsins. Tillaga kom fram um að félagið mundi borga sýningu á veturgömlu hrútunum og jafnvel einnig sýningu á 3 lambhrútum fyrir hvert bú. Ástæðan fyrir því væri að það mættu í keppnina hrútar sem þegar væri búið að stiga á heimbúi og því væru þeir sem mættu með óstigaða hrúta alfarið að greiða kostnaðinn við þá keppni. Ráðunautarnir taka 3600 kr á tíman auk þess er 50% álag um helgar og eftir kl. 17. 

Ákveðið var að hafa fyrirkomulag við hrútasýninguna óbreytta í haust, verður hún haldinn annað hvort 27 sept. eða 4. okt.

Héraðssýning lambhrúta verður 17 0kt. á Bergi í Eyrasveit

Formaðurinn minnti þá félagsmenn sem eiga forystufé á að nú væri verið að hvetja eigendur til að skrá þær.

Fjallað var um vigtarmál og hvort kaupa ætti fleiri vigtar, ekki var talið að félagið hefði efni á að kaupa nýja vigt.

Formaður vék máli sínu að vefsíðu félagsinn og hvatti félagsmenn til að vera duglega að skrifa þar.

Fundi slitið, á fundinn mættu; Hermann, Brynjar, Héðinn Fífill, Steini Kúld, Gunni Jóns, Högni, Eiríkur, Hilmar, Eyberg og Lauga

25.03.2010 17:48

Ótitlað

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldin í Grunnskólanum  í Stykkishólmi 5.  mars 2009.

Fundarsetning

Formaður Eiríkur Helgason setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns.

 Formaður dreifði yfirlitsskýrslum 2008 um sæðinga- og félagshrúta og samanburði á niðurstöðum skýrsluhalds á milli áranna 1990 og 2008 , þar kom fram að árið 1990 voru 1444 fullorðnar ær í félaginu og voru þær að skila að meðaltali 19,3 kg á hverja félagsá en árið 2008 eru ærnar 1108 og skila 29 kg. Veturgömlu ærnar voru á sama tíma að skila 2,1 kg ámóti 11,5 núna.

 Bú Guðmundar Benjamínssonar er með mestu afurðir eftir hverja á með lambi árið 2008 eða 42 kg. Sá hrútur sem er með hæstu einkunn fyrir fallþunga í félaginu er Doki 04424 frá Ögri eink. 124, hæstu frjósemiseinkunn hefur Glúmur frá Hraunhálsi eink. 112 en hæstu afurðarstigseinkunn hefur Móri 00001 frá Bjarnarhöfn eink. 115. Eftirtaldir hrútar eru með hæstu kynbótamats einkunnir; fyrir fitu er það Óður 03039 (f. Illur)frá Bjarnarhöfn með einkunnina 132, fyrir gerð Freri 05439 (f. Kuldi) frá Hraunhálsi með einkunnina 132, fyrir heildareinkunn(fita + gerð) Skrúður 03470 frá Agnari Jónassyni með einkunnina 119,4, fyrir mjólkurlagni Fjarki 06067 (f. Klunni) frá Bjarnarhöfn með einkunnina 109 og fyrir frjósemi Ostur 03435 (f. Kostur) frá Eiríki Helgasyni.

 Formaðurinn fór á fund fjárræktarfélaganna sem haldin var að Hvanneyri í haust þar sem  skýrsluhald og haust starfið var m.a. til umræðu.

Haldin var lambhrútasýning á Gaul og Mýrdal þar sem leitað var að besta hrút Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Þar mættu 42 hyrndir, 14 mislitir og 10 kollóttir lambhrútar. Þar átti félagið okkar sjö hrúta og náðu þrír þeirra verðlaunasæti. Í flokki mislitra var hrútur frá Hraunhálsi í 2. sæti lamb nr 40 undan Úlf hann er svarbotnóttur 85,5 stig, og í flokki kollóttra voru tveir í verðlaunasæti lamb nr 52 frá Hraunhálsi sem lenti í 2. Sæti en hann er undan Ygg og er 85 stig og í 3. sæti var svo lamb nr 163 í eigu Eiríks Helgasonar en hann er undan Skrauta og er 86 stig. Var þetta hin besta skemmtun. Sæðingar hófust 1. des og var okkur úthlutað dögunum 4, 5, 17, 18, og 19, des. Félagið greiðir 50% af sæði í hverja sædda á og voru sæddar um 130 ær.

 Að lokum minnti formaður félagsmenn á ný stofnaða heimasíðu félagsins.

Reikningar.

Gjaldkeri Þorsteinn Kúld Björnsson las upp reikninga félagsins, eign í árslok 2008 var 594.732 kr. og þar af er í ferðasjóði 65.000 kr.

Inntaka nýrra félaga.

Tveir höfðu sótt um inngöngu í félagið en það voru þeir Álfgeir Marinósson Stykkishólmi og Óskar Hjartarson Helgafelli  var það að sjálfsögðu samþykkt og þeir boðnir velkomnir í félagið.

Erindi gesta.

Jón Viðar Jónmundsson hélt erindi um vanhöld lamba um sauðburð og fósturlát í gemlingum, Lárus G. Birgisson fór yfir sæðingar og skýrsluhald og leiddu þeir félagar ásamt Torfa Bergssyni okkur í gegnum fjarvis.is.

Kaffihlé og umræður

Hrútasýning.

Hin árlega hrútasýning félagsins var haldin á Hraunhálsi 11. október var þátttaka góð.                         Þá var komið að afhendingu verðlauna og viðurkenningarskjala.                                             Besti  veturgamli hyrndi hrútur félagsins var að þessu sinni frá Hraunhálsi Kakali 07444 f. Kveikur 05965 m. Grimmd 05004, Kakali hlaut 85,5 stig. Besti veturgamli kollótti hrúturinn var frá sama bæ, Lumbri 07445 f. Máni 03975 m. Lumbra 02282, og hlaut hann 85 stig. Besti misliti hrúturinn var einnig frá Hraunhálsi en það var Úlfur 07446 f. Dorri 06433 m. Stör 06031. Úlfur hlaut 83 stig.

Bestu lambhrútar haustsins röðuðust svo í eftirtalda röð óháð því hvort þeir voru hyrndir eða kollóttir. Bestur var lambhrútur nr. 163 (kollóttur) í eigu Eiríks og Unnar á Hólatúni hann var með 86 stig faðir Skrauti 07505 móðir Skuld 06010 og mf. Dropi 05507.  Annar í röð var lambhrútur nr. 123 (hyrndur) einnig í eigu Eiríks og Unnar en hann var með 85 stig faðir Fóstri 07150 móðir Týra 07022 og mf. Breki 06503.  Þriðji í röð var svo lambhrútur nr.52 (kollóttur) frá Hraunhálsi en hann var með 85 stig faðir Yggur 07433 móðir Grótta 07040 og mf. Spakur 03976.

Önnur mál.

Gestum var þakkað fyrir góð og fróðleg erindi.

Ýmis mál voru rædd og ákveðið að reyna að fara í menningarferð með vorinu.

Kosningar.

Ritari átti að ganga úr stjórn en var endurkosinn.

 Sigga sagði af sér í skemmtinefnd og í stað hennar var kosin  Gunnar Jónsson Stykkishólmi.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Á fundin mættu Eiríkur Helgason, Högni Bæringsson, Agnar Jónasson, Eyberg Ragnarsson, Þorsteinn Kúld, Lárus Hallfreðsson, Guðmundur Benjamínsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Gunnar Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Álfgeir Marinóson, Hermann Guðmundson, Unnur Rafnsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir. Einnig komu á fundin Guðrún Reynisdóttir og Halldóra Játvarðardóttir.

18.03.2010 22:34

Aðalfundur

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis

Verður haldinn fimmtudaginn 25. mars klukkan 21:00 í Grunnskólanum Stykkishólmi. 

Dagskrá

1 Erindi formanns
2 Reikningar 
3 Kosningar
4 Önnur mál
                                       Stjórnin



17.03.2010 22:36

Frá Hvarfi

Jæja hér koma loksins upplýsingarnar sem ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að skrifa um, en það er um sæðingarnar hjá okkur, mér finnst spennandi að spá í þær og bíð ég alltaf mjög spennt eftir hrútaskránni.
Sæðingar gengu ekki eins vel og við vonuðumst eftir en aldrei þessu vant gekk mjög vel að samstilla kindurnar en þær voru sæddar á öðru gangmáli frá svampaúrtöku.
Við sæddum 10 kindur og hrútarnir sem við völdum voru Hrói, Grábotni, og Raftur, rosalega flottir hrútar. 4 kindur sæddar með Hróa tvær af þeim voru gamalblæsmur ekki kannski alveg að marka það en við vorum með tvo skammta ónýtta svo því ekki að nota þá en það gekk ekki, það var ein sem hélt. 3 voru sæddar með Grábotna þær héldu allar ( ein kindin er grábotnótt ). 3 voru sæddar með Raft það hélt engin af þeim og ein gengur ennþá síðast í síðustu viku var hún enn að ganga, sennilega ónýt? Við eigum eina kind undan Raft, gemlingsárið gaf hún okkur gimbur sem flokkaðist í R 3- og var fallið 14 kg. Flokkunin hjá okkur var, vöðvi 9,91 og fita 6,6 slátrað var 8 október. Lömb undan 1.vetra ám fjöldi 4 fallþ. 13.5 vöðvi 9,5 fita 6,8 það er rétt að láta það fylgja að þetta var ekki stór hópur.
En, svona standa málin ef við höfum reiknað þetta rétt út þá fer að koma að þvi bráðum en áætlaður burður á að hefjast 26 apríl.
Eiríkur hefur verið að kynna lambhrúta félagsins og fylgist ég spennt með því og vona að þeir komi allir á sýningu félagsins næsta haust, og talandi um hrútasýningu þá rak ég augun í þessi vísubrot sem ég verð að láta fylgja með.

Rýnt var í svipinn, rætt um gripinn
og ráðin gefin snjöll:
Fæturna styttið, fitið þið mittið,
fjarlægið hárlýti öll.

Tálgaðu klaufirnar, togið greiddu
og tennur þú bursta skalt.
Sælan hrútinn á sýningu leiddu,
en sjálfur þar kjafti halt.

Lifið heil

Kveðja frá Hvarfi

13.03.2010 09:00

Hrútar

Næsti hrútur er á Grund hjá Guðmundi Benjamínssyni Stykkishólmi, hann heitir Fannar 09-173 en hann er keyptur frá búi sem ekki er í skýrsluhaldi og því vantar ætternis upplýsingar en Fannar er hvítur kollóttur með breiðan þróttlegan og svipfríðan haus, herðar mjög breiðar og holdfyllltar, góðar útlögur breitt bak og prýðisgóð vöðvafylling í mölum og lærum, ullarmikill hreinhvítur, bollangur, gríðar þroska mikill og þykkvaxinn hrútur 
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 393
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 137573
Samtals gestir: 19802
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 14:16:59