Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

23.07.2011 00:00

Ferðalag í júní.

Það er svo gaman að ferðast og koma á nýja staði. Við heimsóttum suðurland
 að þessu sinni og langar okkur aðeins að segja smá ferðasöguemoticon
Við fórum á fyrsta náttstað sem var Hvolsvöllur, þar er kaffihús sem heitir Hús Leirkerasmiðsins mælum með því, glæsilegir leirmunir. Komum að sjálfsögðu við á Seljalandsfossi og gengum bak við hann, það var flott. Þaðan var brunað að Þorvaldseyri þar fyrir neðan veg er komin Þorvaldsstofa sem er fræðsla um gosið og það sem þau eru að gera á Þorvaldseyri t.d.byggið byggmjölið og morgunkornið sem er ný afurð frá þeim, það er alveg þess virði að stoppa og skoða ( bóndinn á Þorvaldseyri var að hefja slátt þegar við áttum leið um ) svo var að sjálfsögðu stoppað við Skógafoss og keyrt heim að Skógum og skoðað og þá sáum við þetta skilti!

Áslaug systir mín var með okkur. Það er alveg ótrúlegt hvað heimurinn er stundum smár. Nú fór fjör að færast í leik og óð á okkur að segja Áslaugu frá Ytri-Skógum og hvað þar væri nú gert t.d. í sauðfjárræktinni, já sagði Áslaug pollróleg en eigum við ekki bara að fara heim á bæ og heilsa uppá fólkið, það verður örugglega tekið vel á móti okkuremoticon  Hvað meinar þú sögðum við bæði mjög hissaemoticon  Jú hún Gréta systir hennar tengdamömmu býr hér, í þessum töluðu orðum kom bóndinn á bænum og hófst spjall, jú um hvað annað en hrúta.  Ytri-Skógar fengu viðurkenningu fyrir Fannar 07-808 sem besti lambafaðir sæðingastövanna árið 2010.

Þarna var virkilega gaman að horfa yfir.
Svo var farið á Vík í Mýrdal gist þar eina nótt og bærinn og umhverfi skoðað sem og auðvitað aðalstaðurinn Víkurprjón, flottar vörur þar. Svo var haldið til Kirkjubæjarklausturs og þar skoðað og gengið um svæðið og hring um Systrastapa ásamt fleiru en þar er frábært tjaldstæði, kirkjubær II mælum sérstaklega með því. Tókum rúnt um Meðalland og fengum að kynnast öskubyl.
Þaðan lá leiðin í Skaftafell sem er algjörlega frábær staður og gott að vera, gengið þar um og mikið skoðað. Endað svo í humarveislu í Höfn Hornafirði ekki amalegt það og komið við á Þórbergssetri, að Hala í Suðursveit þar vorum við alveg heilluðemoticon
Setti fleiri myndir í myndaalbúm.
Kveðjaemoticon frá Hvarfi


20.07.2011 16:49

Yfirlitsskýrsla 2010

Hér er skjal,  kjötmatsskýrsla  félagsmanna 2010, ég veit ekki hvort hægt er að opna skjalið en þetta er tilraun.

KJotmat 2010(3).pdf



02.07.2011 18:06

áskorun

Takk Steini minn það þurfti að ýta á mig,emoticon en ég þurfti ekki að nota góða ráðið þitt en það er eins og í sauðfjárræktinni gott að vita af reynslu annara.
 Sauðburður gekk vel óþarflega stór burður, lömbinn frísk og hraust. Ég gleymdi að taka myndir.
Við Unnur erum með 107 ær, 22 veturgamlar, 28 tvævetlur og 57 fullorðnar. Það fæddust 173 lömb sem skiftist svona 0,86 lömb hjá veturgömlu,1,86 hjá tvævetlunum og 1,96 hjá fullorðnum. Við sæddum nokkrar ær og finnst mér lömbin 13 undan Boga vera mjög bollöng og þroskamikil. Lömbin undan Sokka eru 10 og þau eru hreint út sagt frábær ótrúlega breið og þétt algjörir hniklar þau eru ekkert of stutt( Óttar ) bara nokkuð góð bollengd. Lömbin undan Frosta eru 2 og virka fíngerð og voru minnst fædd. 4 lömb eru undan Borða og eru það mjög snotur lömb. 4 lömb undan Kveik falleg lömb en tvö þeirra eru hreinhvít og nokkuð bollöng. Við fengum  2 gimbrar undan Kalda sem voru mjög stórar fæddar. Af heima hrútunum er Vafi með flest lömbinn eða 55, Puntur frá Laugu með 30, Hljómur sem er mórauður lambhrútur með 17 lömb og Tenór grár lambhrútur með 17 lömb. Það fæddist mikið af mislitum lömbum þetta árið og nú er bara að sjá hvort eftirspurnin eftir mislitu frá í fyrra skili sér ekki í söluna núna í haust. 
 Þá er þetta orðið gott í bili. ÞÚ ÞARFT EKKI EÐ BÍÐA LENGI EFTIR NÆSTA BLOGGI STEINI MINN ÞÚ ERT BÚINN AÐ KVEIKJA Í MÉR emoticon   Ég reyni við þennan í haust

29.06.2011 19:57

Áskorun.

Ef einver veit um formann félagsins væri gaman að heyra frá honum hvað sé að frétta úr fjárhúsunum hjá þeim á Berserkseyri frá síðasta sauðburði nema að sauðburði sé ekki lokið eða er formaðurinn kominn með ritstíflu þá má prófa ormalyf.
Kveðja Steini Kúld
                                                                                                                                                               

27.06.2011 23:04

Gróandi.

Þessi mynd er tekin 29 maí 2011
Árnabotn í Hraunsfirði.

Neðri myndin er tekin 18 júni 2011.

Ytri Skógar undir Eyjafjöllum.

Fagurgrænt og fallegt.
þetta kom upp í kollinn úr sálinni hans Jóns míns.

Aldrei hafði hún áður séð
svo iðjagrænan reit,
og það var ekki þéttbýlið--
í þessari líka sveit.
Þarna sá hún sauðahjarðir,
sýlspikaðar ær.
--Jón hefði eflaust einhvern tíma
ágirnst sosum tvær.
Hin litlu lambaspörð
voru logagyllt og hörð.
--þetta hérað hlaut að vera
á himni en ekki jörð.


Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 782
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 208375
Samtals gestir: 28390
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 02:49:51