Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 17:06

Nýrækt.

Það er fallegt í nýræktinni þegar kvöldsólin er yfir.
Nú er sauðburði víða að ljúka og jafnvel lokið gaman væri að fá fréttir hjá félagsmönnum inn á síðuna eða myndir.

Séð yfir að Álfhóli og Grund.



Kvöld í sveit

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og fögur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit!

Já þótt ótrúlegt sé eins og veðrið hefur verið þá gerðist þetta, það var kvöldblíða í maí.


23.05.2011 18:37

Frá Hvarfi

Svar við spurningakeppninni um hrútinn Kolbein.emoticon
Þá er þriðja og síðasta ærin borin og kom hún með tvö lömb annað hvítt, en það er smá litur á hinu, eiginlega ekki hægt að segja annað. Það er næstum móflekkótt en ókey kanski smá gult. Hvað finnst ykkur?

Skrítið að fá ekkert grábotnótt lamb undan hrútnumemoticon já svona standa nú bara málin stundum og ekkert við því að gera, en stundum gerast óvæntir atburðir sem maður á alls ekki von á. Stundum er maður heppinn. emoticon
Þann 13 maí s.l.  bar hjá okkur ær sem er Kveiksdóttir sem fékk með Nökkva 10-156 sem ég sagði frá í vetur. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá fyrra lambið hennar en það leit svona út.

Og hvað haldið þið? jú þetta er gimbur og er GRÂBOTNÔTT.emoticon eina litaða lambið í hópnum okkar litla. Jaá næsta vetur kemur Kolbeinn kanski sterkur til leiks, segi ekki meira um það í bili verður skoðað alvarlega næsta haust.
 Og til umhugsunar þá er þessi ær, Kveiksdóttir og Álsdóttirin sem fékk með Kolbeini, sammæðra en sú ær var dóttir Flotta frá sæðingastöð sem kominn er af grábotnóttri ær.

Vinningshafar í spurningakeppninni velkomin að Hvarfi næsta vetur og innheimtið vinninginn en sennilega verður Lárus að bjarga málunum fyrir Svan.emoticon
Setti fleiri myndir í myndaalbúm Hvarfs.

Kveðja Helga og Steini Kúld.
Hvarfi.emoticon

14.05.2011 16:26

Frá Selskógum.

Á Selskógum gerðist það skemmtilega og óvænta, að hún Bílda sem er fjögura vetra ær sem Héðinn F. Valdimarsson á bar fjórum lömbum um hádegi í dag.emoticon emoticon

Hér er Bílda með lömbin sín fjögur. Það eru þrjár grimbar og einn hrútur sem er svartur á lit.Glæsileg lömb svo jöfn og fín. Pabbinn er Hrúturinn Grímur 10-476  sem er gráflekkóttur í eigu Agnars Jónassonar á Skyldi í Helgafellssveit.


Hér er Héðinn F. Valdimarsson ánægður með góða frjósemi.

Til Hamingju með fjórlembingana á Selskógum.

Ég setti fleiri myndir í albúm hjá Selskógum.

11.05.2011 18:17

Frá Hvarfi.

Svar við spurningakeppninni um grábotnótta hrútinn Kolbein.



Þá er önnur ærin borin og það var hvítur hrútur hjá henni.emoticon
Það er spurning?  hvort það eigi að fyrirgefa henni að koma með eitt lamb, jú ætli það ekki, hún var nú með þrjú í fyrra ????emoticon Hann verður örugglega til sölu í haust hi hi.

Kveðja Helga og Steini kúld


01.05.2011 00:55

Ferðasaga lokakafli.

"Jæja nú jæja" þá er það lokakafli þessarar ágætu ferðar. Við enduðum í Leifsbúð í svakalega góðri fiskisúpu með brauði eins og allir gátu í sig látið. Þar voru sýningar uppi í tilefni Jörfagleði. Björn Anton var með ljósmyndasýningu af fossum og vatnsföllum í Dölum, leirmunasýning Guggu ásamt fleiri sýningum sem voru í boði að sjá. það er gaman að koma í Leifsbúð góðir sýningasalir, veitingasalur og húsið er mjög huggulegt og notalegt í alla staði.
Björn Anton og Sigurður að spjalla.


Það voru hjónin Björn Anton og Gróa Dal sem tóku vel á móti okkur í Leifsbúð.
Kærar þakkir til þeirra heiðurshjóna.


Hér var setið í rólegheitum og spjallað. Svenni og Lauga.


Svo var leirmunasýning Guggu, margir skemmtilegir, flottir og skondnir hlutir.
Meðal annar þessi flotti hrútur.


Svo var blásið til brottferðar og allir klárir til heimferðar nema tveir sem urðu eftir á Jörfagleði.emoticon


Okkar eðalvagn og degi tekið að halla og komið að ferðalokum.

Þá er komið að lokaorðum. Mér fannst þessi ferð mjög góð, og á ferðanefndin stórt klapp fyrir emoticon emoticon emoticon  eins og alltaf. Þessar ferðir hafa verið alveg ógleymanlegar og skemmtilegar. Ég hlakka til þeirra næstuemoticon
Ég setti fleiri myndir í mynaalbúm en það er Steini Kúld sem á heiðurinn af myndunum.

Takk fyrir mig

Kveðja Helga.


  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 139117
Samtals gestir: 20041
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:45:47