Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Mars

28.03.2011 14:48

Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal

Við förum á slóðir Steinólfs í Ytri Fagradal sem hefur frá mörgu að segja í þessari ágætu bók.                                                                                                                                        "Í Skarðskirkju er fræg altaristafla, talin gjöf frá Ólöfu ríku. Á henni eru uppstrílaðir trékarlar í mjög óhentugum klæðnaði og við einhver óskiljanleg verk. Einnig eru þar útskornar í tré rollur á beit í gylltum hlíðum. Altaristafla þessi var flutt alla leið til Frakklands árið 1910 og höfð meðal gersema á heimssýningunni í París það ár."

"Búðardalur á Skarðsströnd er sá eini og rétti Búðardalur í Dalasýslu. Ekki hefur fengist upplýst hver fann upp á því að kalla Fjósabakka í Laxárdal Búðardal. Búðardalur á Skarðsströnd er fornt býli og höfðingjasetur. Þar er mikið um huldufólk og heyrist tíðum sætlegur söngur í klettum ofan við bæinn."



Hér er mikill fróðleikur sem gaman er að lesa og hvet ég menn og konur að lesa fyrir menningarferðina sem á að fara 16. apríl n.k.

emoticon Eru ekki allir að fara í ferð?

24.03.2011 20:47

Frá Hvarfi, Hrútakaup

Þar sem við erum með svo fáar kindur finnst okkur ekki nógu spennandi að nota sama hrútinn lengi og þar sem kindurna eru svo fáar getum við ekki notað hrúta frá okkur nema á svo mjög fáar, þá höfum við síðustu tvö haust verslað okkur nýja hrúta.Haustið 2009 versluðum við hann Póló 09-151 frá Fáskrúðarbakka sem fékk góða kynningu hér í fyrra hjá Eirík, og eigum við eina kind undan honum. Haustið 2010 s.l. versluðum við hrútinn Nökkva 10-156 frá Óttari Sveinbjörnssyni Kjalvegi.

Nökkvi 10-156
Dómur

Þ 61 - ómv 29 - ómf 2.1 - L 4.5 - F 113 - 8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 9 - 17.5 - 7.5 - 8 - 9 =84.5
 Fjárvís heild 149.3

Dómur veturgamall 
Þ 95 - ómv 35 - ómf 4.3 - L 4.0 - F 123 - 8 - 8 - 8.5 - 8.5 - 9 - 17.5 - 7.5 - 8 - 8.5 = 83.5

Kynbótamat 121-112-104-101

Fæddur einlembingur og gekk einn undir.

Gulur á haus og fótum, hvítur á belg, virðist vera.

emoticon Aldeilis laglegur nýklipptur.

Ættartala:
F: 05-966 Raftur---gult á haus og fótum, hvítt á belg.
M: 07-018 Kúpa---grábotnótt               
FF:04-952 Bramli---gult á haus og fótum, hvítt á belg.
FM: 03-290---gulflekkótt á belg og/eða hálsi.
MF: 05-389 Sprettur---alhvítur.
MM: 04-135 Fíóla---gráflekkótt.
FFF: 00-871 Lóði
FFM: 01-062
FMF: 02-904 Gári---gult á haus og fótum, hvítt á belg.
FMM: 00-898
MFF: 02-904 Gári---gult á haus og fótum, hvítt á belg.
MFM: 02-114 Mjöll---alhvít.
MMF: 0
MMM: 0
FFFF: 99-067 Klaufi
FFFM: 97-490
FFMF: 00-868 Áll
FFMM: 96-399---hvít
FMFF: 97-843 Lækur
FMFM: 00-861---hvít
FMMF: 99-073 Skussi
FMMM: 97-467
MFFF: 00-088 Lonti---gult á haus og fótum, hvítt á belg
MFFM: 00-861---hvít
MFMF: 01-385 kóngur
MFMM: 98-066 Botna---grábotnótt
MMFF: 0

Það sem vakti athygli mína í ættfræðinni á bak við hrútinn, ef upptalning er rétt hjá mér, var að 02-904 Gári er bæði FMF og MFF, og það sem meira er, að 05-389 Sprettur er MF hans og MFF 10-155 Kolbeins grábotna okkar, svona er nú heimurinn lítill.

Kveðja frá Hvarfi.

emoticon Eru ekki allir með í ferð?

22.03.2011 22:56

Tilkynna sig í menningaferð

Minni á ferð félagsins sem verður farin 16 apríl en ekki 9 apríl eins og talað var um á fundinum. ATH BREYTTA  DAGSETNINGU.

Farið verður um Fellsströnd og Skarðsströnd.

Dagskrá gefin út síðar.

Þeir sem ætla með, vinsamlega tilkynni sig til Gunnars Jóns Álfhóli í s:8405758 fyrir hádegi á laugardag í síðasta lagi.

emoticon emoticon emoticon    
Ætla ekki allir í ferð?

21.03.2011 19:19

Svarti Sauðurinn


Þetta er svarti sauðurinn   eftir Ragnheiði Tryggvadóttur

Hefð er fyrir því að hengja höfuð verðlaunahrúta upp á vegg þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu. Svarti sauðurinn í hópnum hefur þó ekki þótt verðskulda heiðursstað á vegg þar til nú. Sjá nánar hérhttp://www.birkiland.com/

19.03.2011 23:29

Frá Hvarfi, rúningur.

emoticon þær voru vaktar af værum blund þann 1. mars s.l. og rúnar inn að skinni, okkur var ekki fagnað, og sumar í miklu sjokki og stóðu fast í sínar fjórar fætur á eftir.emoticon

Hér er Kveiksdóttir í áfalli en náði sér fljótt. Álsdóttir á bakvið.

emoticon Svo verð ég að láta fylgja eina mynd af aðalprinsinum nýklipptum, algjört bjútí.

Ullin var nú orðin ansi laus á honum.
Það var Hjalti Oddsson sem tók af fyrir okkur. Hann fræddi okkur um það að litaða féð klæddist fyrr úr ullinni en hvíta féð og þá sérstaklega mórauða. Eins og sést á honum Kolbeini var góð fild á honum.
Ég setti fleiri myndir í myndaalbúm undir heitinu Hvarf.

Kær kveðja frá Hvarfi

P.S. við höfum tekið frá 16. apríl


Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137802
Samtals gestir: 19851
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:18:16