Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 20:14

Menningarferð

Þá er komið að menningarferð, fyrirhugað er að fara laugardaginn 18. apríl í ferð norður á strandir, ef veður leyfir og munum við byrja að heimsækja Kolbeinsá í Hrútafirði þaðan verður farið að Broddarnesi í Kollafirði og svo að Smáhömrum í Steingrímsfirði og endað að Heydalsá. 
Upplýsingar og pantanir hjá Gunnari s: 8946369, það er ekki á hverjum degi sem okkur býðst að koma og skoða uppeldisstöðvar helstu kollóttu sæðishrútanna og svo munum við sjá ný og stór fjárhús. Nú fjölmennum við í þessa ferð. !

29.03.2009 22:10

Bækur og rit um sauðfé og sauðfjárrækt.

Nokkrar bækur og rit um sauðfé og sauðfjárrækt.
Þar sem senn líður að sauðburði er upplagt að byrja á að skrifa um ; Sauðburðarkver Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis sem gefið var út 1997. Er það ómissandi upplýsinga rit fyrir alla sauðfjáreigendur, þar er m.a fjallað um hjúkrun sjúkra kinda, bólusetnigu, bóluefni, sýklalyf, um afleiðingu vöntunar eða ofgnóttar fóðurefna og snefilefna í fóðri, burðarhjálp og ýmsa sjúkdóma í ám og lömbum, einkenni og lækningu. Í kverinu er margan fróðleik að finna og er það skrifað af mikilli virðingu og væntumþyggju fyrir dýrunum.

Næst má nefna ritið Sauðfjárrækt eftir Ólaf R. Dýrmundsson gefið út 1975 og er á þeim tíma nokkrskonar kennslubók í sauðfjárrækt við Bændaskólan á Hvanneyri og er nú líklegt að búið sé að gefa út nýjar kennslubók. Þetta er engu að síður ágætis bók. Þar er fjallað um m.a. sauðfjárkyn í heiminum, sögu sauðfjárræktar á Íslandi, fóðrun sauðfjár eftir árstímum , sjúkdóma, burðarhjálp,kynbætur og fl.

Svo við snúum okkur að bókum þá má fyrsta nefna bókina Íslensku sauðkindina eftir Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson sem gefin var út einhvern tíman í kringum árið 2000. Einstaklega skemmtileg og fróðleg bók sem ég held að allt sauðfjáráhuga fólk hljóti að eiga því fjalla ég ekkert meira um hana.

Sauðkindin landið og þjóðin var gefin út 1981 og er eftir Stefán Aðalsteinsson, þar er dregin saman ýmisskonar fróðleikur um íslensku sauðkindina, í henni eru t.a.m. margar gamlar og áhugaverðar myndir.

Sauðfjárræktin á Suðurlandi útgefin 1997 eftir Hjalta Gestsson.
Eins og nafnið gefur til kynna er þar rakin saga sauðfjárræktar á Suðurlandi og er það bæði fróðleg og skemmtileg lesning. Þó lesandin þekki ekki mikið til á suðurlandi kemur það ekki svo mjög að sök þar sem við könnumst við mörg bæjarnöfn og gamlar kempur bæði fjórfættar og tvífættar úr sögu sauðfjárræktarinnar almennt. Athyglisvert er að sjá hvað Oddgeirshólar eiga sér langa og áberandi sögu í sauðfjárræktinni eins vaknaði sú spurning hjá mér við lestur bókarinnar hvað hefði orðið um kollótta fjárstofnin á Seglbúðum. Við sæddum með hrút þaðan á árunum 1985- 86
Búða og fengum tvær gullfallegar gimbrar og g hægt er að rekja ættir allra kollóttu ánna okkar til þessara alsystra . Í bókinni eru einnig frásagnir frá fjárskiptunum og sagan af Herdísarvíkur Surtlu og fl.

Gefin voru út uppúr 1980 til 1996 ritin Sauðfjárræktin sem gefin voru út af Búnaðarfélafi Íslands. Var þar margan fróðleik að finna t.d er í 12 árangi grein um forystufé á Íslandi eftir Lárus G. Birgisson.

22.03.2009 10:24

Menningarferð 2009 á Vatnsnes

Laugardaginn 21. mars fór félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi í menningarferð norður á Vatnsnes, farið var með rútu frá Sæmundi og keyrði hann sjálfur, farið var frá vegamótum og haldið norður yfir Holtavörðuheiði, fyrsta stopp var Staðarskáli og þaðan haldið að Hvammstanga og sláturhúsið skoðað undir góðri leiðsögn Magnúsar sláturhússtjóra, þar var okkur boðið í mat auðvitað lambakjöt sem var mjög gott og vildu nokkrir meina að þeir könnuðust við kjötið, þar kom lika fararstjórinn Heimir Ágústsson hann fræddi okkur um alla bæi og sögustaði á Vatnsnesi, frá Hvammstanga var haldið að Sauðadalsá þar tók Þormóður bóndi á móti okkur á Sauðardalsá eru um 600 ær flestar kollótar og mjög vænar enda eitt afurðar mesta bú á landinu, eftir góðar veitingar og spjall var haldið af stað og komið að Bergstöðum þar tóku bændurnir Benedikt og Sigrún á móti okkur, á Bergsstöðum eru um 500 ær allar hyrndar það var mjög gaman að sjá hrútastofninn meðal annars Ára sem er faðir Púka sem margir okkar sæddu með, þar voru líka 4 Kveikssynir og 3 lambhrútar undan Púka, allveg fannst mér frábært að koma að Bergsstöðum og sjá búskapinn sem er þeim hjónum til mikils sóma eftir kaffi veitingar og spjall var haldið áfram og komið að Saurbæ þar tók á móti okkur Baldur bóndi hann er nýbúinn að byggja fjárhús sem eru með gjafagrindum og voru þau skoðuð í bak og fyrir, sumir tóku líka upp málband, á Saurbæ eru um 600 ær og var einn gemlingurinn borin, eftir veitingar og spjall var haldið áfram og komið að Böðvarshólum þar búa þau Konráð og Ragna með 600 ær þau eru búinn að byggja ný fjárhús og voru þau skoðuð, eftir veitingar og spjall, var tekinn hóp mynd og síðan haldið heim þetta var frábær ferð vel skipulögð og góð fararstjórn.
Ég set fleiri myndir inn þegar að ég er búinn að flokka þær.
 

18.03.2009 16:43

Rúningur

  Þegar hlýnar svona í veðri eins og síðustu daga rjúka bændur sem eru með fátt fé í stórum húsum til og fara að taka af, Hjalti Oddsson kom og tók af fyrir okkur á Berserkseyri, ég tók nokkrar myndir, þær eru í flokknum félagsmenn Hólatún.
 Á þriðjudaginn fengum við gest en þar var á ferð áburðarsölumaðurinn Brynjar Hildibrandsson hann var nú búinn að læra heimavinnuna sína því við fengum að vita allt um áburð en hann vildi ekki gefa mér afslátt þó ég segðist ætla að láta fylgja mynd af honum með hér fyrir neðan.07.03.2009 21:28

Eyjafé

Í dag 7. mars fóru Lárus Franz Hallfreðsson og félagar út í eyjar að sækja fé, fyrst var farið út í Bíldsey og þangað sóttar 30 kindur síðan var haldið inn í Akureyjar og sóttar 14 kindur, veður var ágætt og gekk ferðarlagið vel enda 10 smalar og 1 hundur, 2 bátar og 25 metrar af striga.
Farið endilega í myndaalbúm undir menningarferðir og skoðið ferðasöguna.Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832432
Samtals gestir: 126909
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:17:15