Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

01.05.2011 00:55

Ferðasaga lokakafli.

"Jæja nú jæja" þá er það lokakafli þessarar ágætu ferðar. Við enduðum í Leifsbúð í svakalega góðri fiskisúpu með brauði eins og allir gátu í sig látið. Þar voru sýningar uppi í tilefni Jörfagleði. Björn Anton var með ljósmyndasýningu af fossum og vatnsföllum í Dölum, leirmunasýning Guggu ásamt fleiri sýningum sem voru í boði að sjá. það er gaman að koma í Leifsbúð góðir sýningasalir, veitingasalur og húsið er mjög huggulegt og notalegt í alla staði.
Björn Anton og Sigurður að spjalla.


Það voru hjónin Björn Anton og Gróa Dal sem tóku vel á móti okkur í Leifsbúð.
Kærar þakkir til þeirra heiðurshjóna.


Hér var setið í rólegheitum og spjallað. Svenni og Lauga.


Svo var leirmunasýning Guggu, margir skemmtilegir, flottir og skondnir hlutir.
Meðal annar þessi flotti hrútur.


Svo var blásið til brottferðar og allir klárir til heimferðar nema tveir sem urðu eftir á Jörfagleði.emoticon


Okkar eðalvagn og degi tekið að halla og komið að ferðalokum.

Þá er komið að lokaorðum. Mér fannst þessi ferð mjög góð, og á ferðanefndin stórt klapp fyrir emoticon emoticon emoticon  eins og alltaf. Þessar ferðir hafa verið alveg ógleymanlegar og skemmtilegar. Ég hlakka til þeirra næstuemoticon
Ég setti fleiri myndir í mynaalbúm en það er Steini Kúld sem á heiðurinn af myndunum.

Takk fyrir mig

Kveðja Helga.


Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137680
Samtals gestir: 19830
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:06:16