Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2019 Október

30.10.2019 22:53

Fundargerð aðalfundar 2019

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn á Hraunhálsi 12. apríl 2019

Formaður Guðlaug Sigurðardóttir setti fundin og bauð fundarmenn velkomna og fór yfir starfið á árinu.

Í byrjun nóvember var farið í menningarferð og var farið í Borgarfjörðinn og var farið í heimsókn á Hvanneyri, Miðhúsum, Hest, Steðja og Háafell og var lögð áhersla á að hafa þetta fjölbreytilegt.

Hrútasýning félagsins var haldinn á Helgafelli þann 30. September og var vel mætt og voru eftirtaldir hrútar sem skipuðu efstu sæti.

Lambhrútar;  Mislitir nr. 1 NR 138 frá Bjarnarhöfn. Hvítir hyrndir NR 74 frá Skildi og kollóttur NR 24 frá Bjarnarhöfn.

Veturgamlir;  Mislitir Nr 17-023 Blakkur frá Bjarnarhöfn, Hvítir hyrndir 17-027 Venni frá Bjarnarhöfn, hvítir kollóttir17-0448 Hjalli frá Hjarðarfelli.

Reikningar; Guðrún gjaldkeri frá Gríshóli fór yfir reikninga félagsins innistæða á innlánsreikningi er 719.665 kr og eru útistandandi hjá félagsmönnum 105.500 kr og þar af ferðasjóður 265.000 kr

Hrútafélagið Jökull ársreikningur 2018 innistæða á innlánsreikningi 116.621 kr.

Hrútakaup: rætt um að kaupa mislit eða hyrnd.

Ferðanefnd: Harpa Eiríksdóttir nýr formaður ferðanefndar var að skoða það að fara vestur í næstu ferð og er hún með það í skoðun.

Inn taka nýrra félaga: Sigurður Bjarnason, Anna Melsteð og Harpa Eiríksdóttir gengu til liðs við félagið og voru þau boðin velkomin.

Kosning stjórnar: Gjaldkeri var endurkjörinn og er stjórnin sú sama Guðlaug Sigurðardóttir formaður, Guðrún Reynisdóttir gjaldkeri og Valdimar Kúld ritari.

Námskeið: Haldin voru tvö námskeið sem Harpa hafði veg og vanda að var það úrbeiningar námskeið sem Summi var með og hrútaþukl og voru bæði vel sótt. Og er verið að íhuga það að halda námskeið í burðarhjálp og ullarkynningu.

Önnur mál: Ómsjá, umræða um gagnsemi ómsjár og um kosti þess að félagið eigi svona tæki. Ákveðið að kaupa klaufsnyrtingarstól. Umræða um hrútasýningu, spurt var um kostnað við að fá einn eða tvo menn til að skoða því mönnum þótti langur tími fara í skoðun.

Fleira var ekki tekið fyrir og sleit formaður fundi.

Á fundinn mættu; Guðlaug Sigurðardóttir formaður, Jóhannes Eyberg, Gunnar Jónsson, Guðný Pálsdóttir, Brynjar Hildibrandsson, Sigríður Sigurðardóttir, Helga Guðmundsdóttir, Eiríkur Helgason, Þórarinn Sighvatsson, Fífill Valdimarsson, Hermann Guðmundsson, Hannes Gunnarsson, Harpa Eiríksdóttir, Guðrún Reynisdóttir gjaldkeri, Valdimar Kúld ritari.

30.10.2019 21:23

Hér er flott umfjöllun um héraðsýninguna á síðunni hjá Dísu í Mávahlíð. 

http://isak.123.is/blog/2019/10/28/800052/

 

 

 

 

 

 

 

12.10.2019 12:18

Héraðsýning lambhrúta 2019

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2019

 

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 18. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi

og hefst kl 20:30.

 

Áframhald fer framm laugardaginn 19.október í Bjarnarhöfn Helgafellssveit og hefst kl 13:00.

Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu

verður frítt fyrir börn.

 

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun.  

Þeir sem hafa áhuga á að 

krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

 

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Bjarnarhöfn  fyrir báðar sýningarnar.

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.

Það verður mikið spáð og þukklað.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

07.10.2019 12:16

Hrútasýning

 

Hrútasýning fjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis verður  haldin á Hraunhálsi föstudaginn 11. október og hefst  kl 17:00
Keppt verður í þremur flokkum veturgamallra og lambhrúta hvítum hyrndum, hvítum kollóttum og mislitum. Þeir sem koma með hrúta reyni að mæta ekki seinna en 16:30
 

  Kaffiveitingar og verðlaunaafhending, þetta verður hörkuspennandi keppni.
                                                                               Allir velkomnir.

04.10.2019 11:34

Hrútasýningunni frestað

Hrútasýningunni er frestað vegna vondrar veðurspár, seinni leit sem áttti að vera á laugardaginn verður farin á sunnudag. fyrirhugað er að reyna að halda hrútasýninguna kl 17:00 einhvern daginn í næstu viku sennilega fimmtudag eða föstudag

  • 1
Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139308
Samtals gestir: 20114
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:55:22