Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Nóvember

19.11.2012 14:54

Stundaskrá jökuls 12-503


Hér er einstakt tækifæri.

Ef þú lesandi góður hefur áhuga og ert í Snæfellssneshólfi, því ekki að setja eina, tvær eða jafnvel þrjár kindur á kerru og heimsækja Jökul?
Þessi gullmoli verður til afnota á þessum stöðum í Desember.

Jökull 12-503

Frá Svínafelli 2, 785 Öræfum.
Ræktendur: Ármann og Hólmfríður.

Þ: 51   ómv: 38   ómf: 1.3   óml: 5
8 - 8.5 - 9 - 9.5 - 9 - 18 - 7.5 - 8 - 8.5 = 86

Kynbótaspá:
Gerð 114
Fita 116
Frjósemi 102
Mjólkurlagni 115

Móðir hans Brimborg 09-970 var einlembd gemlingur og tvílembd síðan,
og með 9,6 afurðastig.

Ættartala:
F: Borði 08-838                                        M: Brimborg 09-970
FF: Taumur 07-782                                  MF: Skúmur 07-462
FFF: Tvinni 06-187                                   MFF: Lundi 03-945


Hvítur, svipfríður og vel hyrndur hrútur. Stuttur og vel gerður háls með kúptum og vel holdfylltum herðum. Breið bringa og góðar útlögur. Bak með þykkum vöðva. Vel vöðvaðar malir og mjög góð lærahold. Fætur sterklegir. Bollangur og mjög sterklegur hrútur.
Gulur á fótum og í hnakka, hvítur á belg. Ullarmagn í góðu meðallagi, ullarfar jafnt, þelið meðalþykkt og togið frekar langt.
Geðgóður og prúður hrútur.emoticon

Félagið tekur 1.000.- fyrir kind til styrktar kaupunum.

Hrútur staðsettur

1.Des    Einarsstaðir   upplýsingar gefur Högni Bæringsson S: 847-6758
2.Des    Einarsstaðir
3.Des    Mánudagur frí
4.Des    Hrísakot   Upplýsingar gefur Sif Matthíasdóttir S: 898-1124
5.Des    Hrísakot
6.Des    Hrísakot
7.Des    Hvarf   Upplýsingar gefur Helga Guðmundsdóttir S: 857-1208
8.Des    Hvarf
9.Des    Hvarf
10.Des  Mánudagur frí
11.Des  Berserkseyrir   Upplýsingar gefur Eiríkur Helgasson S: 691-1080
12.Des  Berserkseyrir
13.Des  Grafarbakki   Upplýsingar gefur Þorsteinn Jónasson S: 690-2123
14.Des  Grafarbakki
15.Des  Ögur   Upplýsingar gefur Lárus Franz Hallfreðsson S: 848-9461
16.Des  Ögur
17.Des  Mánudagur frí
18.Des  Gríshóll   Upplýsingar gefur Guðrún Reynisdóttir S: 438-1536
19.Des  Gríshóll
20.Des  Bjarnarhöfn   Upplýsingar gefur Brynjar Hildibrandsson S: 893-1582
21.Des  Bjarnarhöfn
22.Des  Bjarnarhöfn
23.Des  Helgafell   Upplýsingar gefur Óskar Hjartarson : 867-0753
24.Des Mánudagur frí
25.Des  Helgafell
26.Des  Helgafell
27.-31.  Hrútur á lausu.


emoticon  Hafðu samband.

15.11.2012 23:06

Afkvæmi kollóttu sæðishrútanna

Þá er komið að lömbunum undan kollóttu sæðishrútunum.
Við fengum þrjú lömb undan Dal, eina gimbrin sem við fengum undan honum var sett á hún fékk 17,5 í læri og mældist með 31 í bakvöðva.


Hérna fyrir ofan er gimbrin undan Dal, það var ekki nokkur leið að ná af henni mynd nema að vera hérna megin við girðinguna því annars var hún komin alltof nærri myndavélinni mér virðist lömbin undan Dal ætla að verða áberandi gæf og þroska mikil en mættu vera með betri lærahold, þó flokkaðist hrúturinn sem fór í slátur betur en ég hafði búist við en hann var 24,4 kg og fór í U3 svo kannski leyna þau á sér.
Hérna fyrir neðan er svo Dalsonurinn sem var settur á.




Ljúfur skilaði okkur sex lömbum Þrjár gimbrar voru settar á og fengu tvær af þeim 18 í læri en ein 17,5 bakvöðvin var 29, 30 og 32.  Ein gimbur og báðir hrútarnir fóru í slátur og flokkuðust svona ;  16,2 R2,  19,4 U3,  22,0 U3



Hérna fyrir ofan er ein af dætrum  Ljúfs en hún er þrílembingu undan tvævetlu settum aðra systur hennar einnig á.


Þessi er undan Ljúf og dóttur Frakkssonar, Lömbin undan Ljúf komu betur út en ég hafði búist við og vonandi eiga gimbrarnar eftir að standa undir væntingum hvað varðar afurðarsemi.
Þá á ég bara bara eftir að koma með myndir af afkvæmum Sigurfara en það verður að bíða betri tíma.

11.11.2012 22:01

Framh. stigun og/ sláturmat...

Þá er komið af lömbunum hans Grábotna en við fengum 6 lömb undan honum settum tvær gimbrar á önnur var með 17,5 í læri og 30 í bakvöðva en hin var með 18 í læri en 28 í bakvöðva. þau sem enduðu í sláturhúsi flokkuðust svona 15,5 R3, 15,4 R3, 20,0 U3 og18,7 U3+


Þessi fyrir miðju er dóttir Grábotna en eins og sjá má var móðir hennar kollótt.


Þessi er líka Grábotnadóttir en móðir hannar var einnig kollótt og það skal tekið fram að hún er nú ekki með svona háar herðar heldur er svört gimbur þarna fyrir aftan han emoticon 
Við fengum fjögur lömb undan Þrótt seldum einn hrút en hin rötuðu í sláturhús og var flokkunin eftirfarandi 15,9 U2, 18,9 U2 og 18,6 E3 væri alveg til í að eignast fleiri lömb undan Þrótt held þetta sé ekkert svo galinn hrútur.


Þarna er svo Þróttssonurinn sem á nú lögheimili í Borgarfirðinum.

Þá er komið að "floppara" haustsins hjá okkur en það var Snævar lömbin hans fóru öll  í sláturhúsið og flokkuðust svona 16,9 R+, 15,7 R3 og 17,4 R3+  Það verður nú samt að segjast honum til varnar að það mættu nokkrir prýðilegir hrútar á héraðsýninguna þó okkar lömb undan honum hafi verið létt, ljót og feit

Við notuðum ekki fleiri hyrnda sæðishrúta svo næst kem ég með myndir af sæðislömbum undan kollóttu hrútunum.

En ég má nú til með að setja inn hérna fyrir neðan mynd af flottustu hyndu gimbrinni sem við settum á þetta haustið en hún er undan Vafa 09-510  það er þessi hyrnda fremst á myndinni
, seldum gimbrina á móti henni.
.








09.11.2012 22:16

Stigun og/eða sláturmat á sæðislömbunum í haust.

Svona þegar við erum öll farin að spá í hrútaskránna og hvaða hrúta skuli nú nota, datt mér í hug að skrifa aðeins um hvernig sæðislömbin komu út hjá okkur hérna á Hraunhálsi í haust.
Ef ég byrja nú á hyrndu hrútunum þá fengum við 4 lömb undan Púka, hann er ekki sá hrútur sem ég bjóst svo sem við að yrði að gefa neitt sérstaka gerð en þetta voru flott lömb, þetta voru 3 gimbrar og tvær þeirra voru með 33 í bakvöðva og ein með 30, tvær með 17.5 í læri og ein með 18 settum tvær á seldum eina en hrútnum var lógað og hann var 18,2 kg og fór í E2.

Þarna eru Púkadæturnar þessi vinstra megin er undan Mangódóttur en hin undan Kveiksdóttur.
Fengum tvö lömb undan Gosa seldum gimbrina en hrúturinn var 21 kg og fór í U2.
Fengum tvær gimbrar undan Seið og kollóttum gemling flott lömb voru báðar með 31 í bakvöðva og 18 í læri settum aðra á og seldum hina.

Þessi til vinstri er undan Lumbra (heimahrút) í miðjunni er Sigurfaradóttir og síðan kemur Seiðsdóttirin.
Fengum 5 gimbrar og einn hrút undan Lagði Þau stiguðust öll með 17,5 í læri en bakvöðvinn var hjá gimbrunum 27, 28, 29 ,30 ,31 seldum þrjár gimbrar en hinar fóru í sláturhúsið 22,3 kg U3, 18,4 R4, og hrúturinn var 22,3 kg E3 sé svolítið eftir hrútnum en lömbin í heild undan Lagði hefðu mátt vera læra sterkari.


Þarna er Hagsbót Grábotnadóttir með gimbrar undan Lagði þessi mynd var tekin einhvern tíman í Júli. Ágætt að enda á sumarmynd í kvöld held áfram seinna.

08.11.2012 19:28

Hrútaskráin.



Hrútaskráin komin á vefinn

emoticon





emoticon


Hægt að kíkja hér á bondi.is


Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 138847
Samtals gestir: 19974
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:29:37