Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2010 Desember

24.12.2010 10:49

Jól

Sauðfjárræktarfélar Helgafellssveitar og nágrennis óskar félögum og öllu öðru áhugafólki um sauðfjárrækt gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
 Takk fyrir það liðna.


16.12.2010 16:33

Aðal prinsinn á bænum Hvarfi.


Hér er hann lítill vorið 2010.

Hér er hann stærri haust 2010

Við settum á lambhrút sem okkur langar aðeins að segja frá, ekki af því að hann sé neitt stjörnulamb heldur bara út af lit og fleiru. Það er ekki hægt að segja að hann sé á topp tíu listanum yfir stigahæstu hrútana en jafn og góður er hann samt. Hann fékk númerið 10-155 og nafnið Kolbeinn, hann minnir okkur pínulítið á Kolbein kaftein í tinnabókunum og er hann svolítið líkur karlinum í skapinu. Faðir hans er stöðvahrúturinn Grábotni 06-833 og móðir hans er Gjöf 08-012. Kolbeinn er fæddur einlembingur sem við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af, því hann er komin til vegna sæðinga. Við létum dæma prinsinn og útúr því kom ágætiseinkunn: Þungi 52 kg F 110 ómv 29 ómf 1.6 lag 4.5 8-8.5-8.5-8.5-8.5 -17-8-8-8.5=83.5 Ætternismat er Fita 116 Gerð 117 Frjósemi 105 Mjólkurlagni 101. Við notum fjarvis.is alveg óspart og þar stendur heild 152.2 á þessu lambi, sem ég spurði um hvað þýddi og er þetta samansafn af upplýsingum um ættir, mjólkurlagni, frjósemi, stigun á lambinu og sjálfsagt fleiri þættir sem koma inní, því hærri sem talan er því betra á lambið að vera til ásetnings, ef ég er að muna rétt á talan 100 að vera meðaltal og fyrir ofan það mjög gott og er upp í 200 er komið þá er það einstakt lamb. Ef einhver er fróðari um þessi fræði væri gott að fá þær upplýsinga hér. En svo ég víki mér að því hvað þessar dómtölur þýða þá fór ég í dómstigann eftir Jón Viðar Jónmundsson, því við kunnum ekki að þukla og lýsa gripnum svo við styðjumst við lýsinguna hans. Hrúturinn er grábotnóttur að lit, vel gerður, stuttur og vel bundinn háls. Breiðar og holdfylltar herðar. Mjög góð gerð. Mjög vel hvelfdur brjóstkassi og breið bringa. Mjög góð bakhold. Bakvöðvi mælist mjög þykkur í ómsjá. Mjög góð malahold. Ágætlega breiðar, jafnar, nokkuð langar malir með þykkan vel fylltan og kúptan vöðva. Veruleg lærahold. Mikill og þykkur lærvöðvi sem fyllir vel í krika. Góð ull, mikið ullarmagn og fín ull. Fótstaða í lagi og gott samræmi í byggingu. Þetta gæti verið eitthvað í þessa átt lýsingin á hrútnum. Svo er okkur liturinn ofarlega í huga þar sem báðir foreldrar eru grábotnótt þá kíktum við á litina bak við hrútinn eins og við komumst að, þá er það  mjög skrautlegt.
Ættin og litir
Kolbeinn 10-155 grábotnóttur
F: Grábotni 06-833 grábotnóttur
M: Gjöf 08-012 grábotnótt
FF: Grímur 01-928 hvítur
FM: Botna 04-364 grábotnótt
MF: Gjafi 07-507 svartflekkóttur
MM: Næst 06-001 grámórauð
FFF: Túli 98-858 hvítur
FFM: Gríma 96-606 gráflekkótt
FMF: Spakur 02-725
FMM: Branda 00-170 hvít
MFF: Sprettur 05-389 alhvítur
MFM:
MMF: Klettur 05-505
MMM: Dröfn 01-164 grábotnótt
FFFF: Garpur 92-808 hvítur
FFFM: 93-008
FFMF: Ljómi 95-704
FFMM: Urð hvít
FMFF: Áll 00-868 hvítur
FMFM: Gjöf 97-007 hvít
FMMF: Roði 91-447
FMMM: Botna 96-001 grábotnótt
MFFF: Gári 92-904 hvítur
MFFM: Skjóða 01-162 hvít
MFMF:
MFMM:
MMFF: Krapi 02-509 dökkgrár
Þetta er einhvern veginn svona, vonandi ekki mikið vitlaust en það koma allavega 5 grábotnóttar kindur á bak við hann.
Við látum fylgja hér myndir af honum smáum og stórum, hann var eina litaða lambið okkar síðastliðið vor svo hann er svolítið uppáhald. Hann var notaður á tvær kindur núna í desember byrjun, önnur er alveg hreinhvít og er (Álsdóttir 00-868), en hin er hvít og er undan hrút sem hét Dreitill og var sonur Dreitils(frá sæðingastöð).
Þá er gaman að vita, hvernig verða lömbin á litinn? Þetta er spurningakeppni.
Góð verðlaun fyrir rétt svar hrútatollur úr Kolbeini.
Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
þetta hefur verið okkar hugarleikfimi á árinu sem er að líða og höfum við notið þess að fá að deila því með ykkur, takk fyrir okkur.

                                                                        Jólakveðja
                                                                        Steini Kúld og Helga

05.12.2010 13:26

Niðurstöður úr skýrsluhaldinu á Hvarfi


Góðann daginn gott fólk.emoticon
Okkur langar að segja frá skýrsluhaldi okkar, því nú sendum við í sláturhús og erum komin í fjarvis.is og þá getum við séð allt mögulegt, skýrslur, meðaltöl, kjötmatseinkunn, og margt fleira sem er mjög gaman að skoða og velta fyrir sér, spá og spekúlera í. Hér koma upplýsingar um okkar litla bú sem hjarðyfirlit telur lifandi ær 14 og lifandi hrútar 4. Hér á myndinni er hluti af hrútaásetningi okkar,þessir tveir fæddust í lok sumars ha ha ha og eru synir 09-151 Póló MF: 05-965 Kveikur.


Hér koma svo niðurstöður:  Meðal vöðvi 9.5 og meðal fita 5.1
Dags. uppgjörs: 08.11.2010
Kjötmatsskýrsla eftir feðrum lamba
Hrútur                                            fj.     fallþ.     vöðvi.     fita.     kjötmatseink.
06-833 Grábotni                            3        16.4       11.0       5.0        109.5
07-836 Hrói                                   2        16.0       8.0         6.5          87.8
09-151 Póló                                   13      13.8       9.6         4.9        101.3

Póló komst einn í uppgjör lifandi lamba
Hrútlömb 
Fj.     þ.     ómv.     ómf.     L.     fótl.     framp.     læri.     ull.     eink.
9     39.7     25.4     1.9     3.9     106.9     7.9         17.1      7.9      100
Grimrar
Fj.     þ.     ómv.     ómf.     L.     framp.     læri.     ull     eink.
5       35.4   25.8     1.6      3.7      8.3          17.3     8        100
Þetta eru 14 lömb af 20 sem við létum dæma.

Lambafeður
Hrútur                          faðir            fj fæddra lamba      fj lamba með gildar þ uppl.
06-833 Grábotni          01-928 Grímur             5                     5
07-836 Hrói                 05-965 Kveikur           2                      2
09-151 Póló                 06-035 Mímir              22                    15
þungafrávik     fallþ.eink.
0.42                     103
-0.15                    100
-0.14                      98

Lömb undan 1. vetra ám
fjöldi     meðal fallþ.     meðal vöðvi.     meðal fita.
 1               15 kg               11                         5

Aumingja Póló, lömbin hans voru mörg hver ansi smá og er skýring á því.
Ein kindin tveggja vetra gömul fékk júgurbólgu og hætti alveg að mjólka, svo illa var komið fyrir henni að annað júgrið datt alveg af henni, þetta skeður þegar lömbin eru c.a. að verða mánaðar gömul, svo það má segja að þau séu graslömb en í sláturhúsið fóru þau og fallþ og flokkun var svona, hrútlamb 12.5 kg R 2 - gimbur 10.3 R 2.
Svo urðu 2 kindur þrílembdar hjá okkur sem er ekki alveg nógu sniðugt finnst okkur því ærnar okkar eru engin mjólkurbú bara svona meðal mjólkandi. Fallþ. og flokkun á þeim var svona hrútlamb 14.4 kg. U 2 - hrútlamb 12 kg. R 1 - gimbur kom seint heim og setti sig sjálf á 32 kg á fæti. Hjá hinni kindinni það var sko ekki betri útkoma á þeim hrútlamb 11.2 kg. R 2 - hrútlamb 8.9 kg O 1 - gimbur 12.1 R 2.
Tvær veturgamlar ær báru hjá okkur og átti póló þau lömb líka svo ekki var þyngdin að hjálpa honum þar, en öðru lambinu var slátrað  og var fallþ. 15 kg. U 2 en hitt lambið var selt norður í Dalvíkurbyggð og var 36 kg á fæti.
Þetta dregur mikið úr fallþunga þegar hópurinn er ekki stóremoticon
En nú eru tilhleypingar og sæðingar og allt að gerast með nýja hrúta í farteskinu svo nú er bara gaman og mikið spáð og spekúlerað og við vonum að þið hafið haft gaman af þessari lesningu. Ég setti fleiri myndir í myndaalbum okkar.
Lifið heil
Kveðja frá Hvarfi.emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137774
Samtals gestir: 19844
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:29:40