Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Febrúar

27.02.2013 17:22

Ferðasaga Jökuls framhald.

Snemma á sunnudagsmorguninn 28. Október
 eftir góðan morgunverð á Hótel Smyrlabjörgum
 og í yndislegri veðurblíðu var ekið af stað í átt að Svínafelli,
 var ákveðið að stoppa og skoða Þórbergssetur í Suðursveit.Frábær hönnun á þessu húsi.

Svo lá leiðin í Öræfasveitina að hitta Ármann bónda á Svínafelli II, Víðihlíð
En Ármann og Hólmfríður eru ræktendur Jökuls.
Ármann og hans smalahundur fóru tveir saman niður á tún,
ráku saman inn stóranhóp af fé,
sem er þeirra ásetningur og var gaman að fá að sjá,
og góð samvinna hjá þeim félögum.
Hér á myndinni fyrir neðan eru þeir að leggja af stað niður á túnin fyrir framan.

 Ármann sýndi okkur svo fjárhúsin hjá sér og sagði frá,
hagræðingin er gríðalega góð hjá þeim, ærnar vel
samstilltar eftir rúning og sauðburður tekið stuttan tíma,allt niður í tíu daga.
Ármann,Eyberg og Gunnar.

Hér á myndinni fyrir ofan er verið að skoða hlöðuna þar sem Ármann
er með fé og gjafagrindur.Það eru um 700 fjár hjá þeim.
Yfir tvö hundruð lömb seld á fæti frá þeim og eftir stendur um 750 lömb með gerð uppá
9,3 fituflokkun 7 og fallþunga 17.9 kg.
Frábær árangur.yes

Takk fyrir okkur Ármann.
 

Flottar ásetningsgimbrar og nokkuð um litað. Einn litaður lambhrútur var settur á


Í stóru hundabúri var Jökull fluttur hingað heim og fór nú ágætlega um hann, rólegur og góður alla leiðina nema það að hann þurfti að pissa alveg ósköpin öll á leiðinni , lyktin var ekki alveg svona vellyktandi, hún fannst sérstaklega þegar bíllinn tók beygjur cheeky

Framhald.

 
 

26.02.2013 10:00

Ferðasaga Jökuls.


Að morgni laugardagsins 27. Október s.l. lögðum við af stað í 1.200 km langa ferð til að sækja okkur hrút til kynbóta.
Ætlum við að segja ykkur smásögu af þeirri ferð og hvað fyrir augu bar.
Fimm fræknir félagar óku eins og leið lá frá Stykkishólmi að Smyrlabjörgum í Suðursveit
með óvæntri viðkomu á Ytri-Skógum.
Þegar við erum að nálgast Skóga berst tal okkar að fjárbúinu að Ytri-Skógum,
við erum að rabba saman um hvað það væri nú gaman að fá að skoða þar
lambhrútana og þá segir Eyberg við Gunnar sem sat undir stýri beygðu heim á bæ
við skulum fara í heimsókn.
Við Lauga fengum áfall, nei við getum ekki farið að ryðjast
inná fólk........Karlarnir útúr bílnum þegar heim á bæ var komið og sáu fólk í fjárhúsinu
  þá var okkur vinkað að koma inn.
Þá vildi svo vel til að þeir Ingimundur og Sigurður bændur á Ytri-Skógum voru ný komnir inn
með lambhrútana,og draumur okkar rættist, og að sjálfsögðu var þuklað og þuklað
og spurt og spurt,gríðarlega vel gerðir og flottir hrútar og við eigum örugglega
eftir að fá dropa úr einhverjum þeirra.
Héðan er sá allra vinsælasti Prúður 11-896
 þetta var ótrúlegt, og skemmtilegt.
 það var svo vel tekið á móti okkur, boðin heim í bæ í kaffi og hlaðið borð af kræsingum
eins og hendi væri veifað.
Innilegar þakkir Ytri-Skógabændur fyrir frábærar móttökur.

Ingimundur, Gunnar, Sigurður, Guðlaug, Guðmundur og Helga.

Svo var haldið áfram sem leið lá að Hótel Smyrlabjörgum.
Eftir langa setu var gott að hrysta af sér ferðarykið og snæða góðan kvöldverð.

Forréttur af villibráðahlaðborði.
Gaman að smakka á svona mörgum réttum og meiriháttar gott.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lamb og hreindýr og súkkulaðiköku og kaffi á eftir.
Virkilega vel heppnað og gott.

Dagur að kveldi komin og við sæl og glöð.


Hressar mæðgur sem dekruðu við okkur í mat og drykk.
 það er Laufey Helgadóttir og fjölskylda sem á og rekur Hótel smyrlabjörg.
Takk fyrir frábæra móttöku.


Framhald.
 

18.02.2013 22:23

Fósturvísatalning í Bjarnarhöfn

Þá er búið að slá á spennuna og tilhlökkunina eða kannski kvíðann vegna komu Guðbrands á Skörðum. Með frábæru aðstoðarfólki tók ekki nema tæpa þrjá tíma að telja lömbin í þessum rúmlega 500 skjátum.
Okkar reynsla af Guðbrandi er að hann segir satt og rétt frá, allavega varðandi það sem honum er borgað fyrir og það á sanngjörnu verði.
Þetta er líklega í níunda skiptið sem við látum telja, með öllu því hagræði sem því fylgir, og þá er bara að endurraða í húsin með tilliti til mismunandi fóðrunar og vorið verður leikur einn, ja allavega varðandi það að koma umframlömbum í fóstur.
 
Við erum að flestu leiti sátt við útkomuna, þrílembum heldur fækkað, geldum gemlingum fækkað og tvílemdum gemlingum fækkað og enginn þrílembdur.
 
Blendnar tilfinningar eru varðandi fjór og fimmlembur og einlembur mættu vera færri.
 
Talið var í 413 ám, 321 með tvö, -  48 með eitt, -  40 með þrjú, -  2 með fjögur og 2 með fimm lömb. 9 ær lamblausar.
Þetta ætti að gera rúm tvö lömb á kind með lambi. 
 
Gemlingar eru 99, -  66 með eitt, 23 með tvö, 9 lamblausir og einum ekki haldið. 
Sem gerir 1,25 lömb á gemsa með lambi.
 
Frjósemi hefur verið nokkuð góð hjá okkur umdanfarin ár án þess að nota korn af fóðurbæti nema svolítið af sílden hún hefur komið svo seint að hæpið er að hún hafi haft mikil áhrif á frjósemi.
En þess má geta að við notum náttúrulega Yara áburð.cheeky
 
 Það getur verið í lagi að fá fjórlembu ef lömbin eru eins og hjá þessari sem átti fjögur í fyrra. 

10.02.2013 21:30

Fósturvísatalning í Nýræktinni 2013

Þá er fóstuvísatalningu lokið í ár. Veðurblíðan dásamleg í dag og mætti halda að vorið væri komið.

Sumir ánægðir en aðrir ekki svo ánægðir, gengur á ýmsu hjá sumum.

Ein fjórlemba fannst á svæðinu og  einn gemlingur þrílembdur.

En svona svipuð frjósemi eins og verið hefur held ég.

 

 

 

 

Hér er Guðbrandur að sóna.

Og Gunnar að segja stelpunum hans Benna eitthvað mjög merkilegt.


Spennan gífurleg.


Öllum boðið í kaffi og meðlæti hjá Benna og fjölskyldu í Holtaseli.

Glæsilegar og góðar veitingar, kærar þakkir.

Skemmtilegur dagur að baki og vorið nálgast hratt.

 
 

 

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 828921
Samtals gestir: 126041
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 16:10:15