Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Nóvember

28.11.2009 11:32

Smáhamrar

Þriðjudaginn 23. nóvember  fórum við Lauga og Eyberg á Hraunhálsi, Hreinn á Bersergseyri og Eiríkur norður á Strandir að hitta Smáhamrabændur. Björn tók á móti okkur og bauð til stofu, eftir gómsætt hangiket var hrútaskráin tekin fram og öllum hrútunum gerð góð skil. Eftir langt og gott spjall bauð Guðbrandur okkur í fjárhúsin  AUÐVITAÐ ! hann var komin með allt féð inn og búinn að taka af, þá er líka gott og gaman að skoða gripina, það var þuklað á öllum hrútunum og þótti mönnum þeir mjög hold þéttir og sér í lagi þótti okkur nokkrir með afbrigðum læra góðir, við tókum ekki á gimbrunum en þær eru þroska miklar og fallegar. Þegar við vorum búinn að ganga fram og aftur jöturnar til að skoða féð, var farið í kaffi og pönnukökur hjá Möttu og farið yfir það sem sem við höfðum séð í fjárhúsunum og aðeins spjallað um hrútaskrána, núna var komin tími til heimferðar því kúabændur vilja mjólka á réttum tíma við fórum nýja veginn um Þröskulda. Það er innan við tveggja tíma akstur úr Helgafellssveit. Takk kærlega fyrir okkur.
Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúmi undir menningar ferðir. 

25.11.2009 19:23

Hrútur

Hrútur númer tvö er á Hraunhálsi og heitir Muninn 09-433, Muninn er hvítur hyrndur jafn vaxinn með góða bollengd, hann rekur ættir sýnar til Mávahlíðar, Berserkseyrar og Stykkishólms síðan koma sæðingar í fjórða ættlið í móðurætt sem er Lóði 00-871 og í fjórða ættlið í föðurætt er Kveikur 05-965
F: Huginn 08-503 M:Príma 04-205 MF:Róði 02-033.Muninn var 50 kg. í september, fótleggur 108
Ómv 32-1,9-4,5 : stig 8,0-8,5-9,0-9,0-9,0-18,0-7,5-8,0-8,5=85,5

22.11.2009 18:54

Hrútar

  Í vetur ætla ég að kynna hrúta félagsmanna þeir munu koma einn í einu á bloggsíðuna og enda svo í myndaalbúmi undir félagshrútar. Við byrjum á hrút frá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi hann heitir Ísskápur 09-450, F: Fannar 07-808 M:Hvönn 07055 MF:Hagur 05-440. Ísskápur ( nafnið er tilkomið vegna þess að Eyberg og Lauga fóru í Borganes að sækja sæðið, og fóru áfram alla leið til Reykjavikur að sinna öðrum erindum og fengu að geyma sæðisbrúsann í ísskápnum hjá Kristínu dóttur sinni ) hann er hvítur hyrndur og er gríðarlega þroskamikill og fallegur hrútur 60 kg í september. Ísskápur er heimaalningur og eins og sjá má á myndinni hefur hann fengið góða ummönum í sumar. Hann er 112 á fótlegg.
 ómv 34-5-4,5 stig : 8,0-8,5-8,5-9,0-9,0-17,5-8,0-8,0-8,0-8,5 = 85
  • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832466
Samtals gestir: 126910
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:48:43