Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Desember

21.12.2011 14:05

Jólakveðja.


Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrenni
 óskar öllum nær og fjær
 gleðilegra jóla og farsældar á nýju ræktunarári.

Þökkum félögum félagsins og velunnurum
 stuðninginn á árinu sem er að líða.


                                             Nú stirnir af stjörnunni björtu,                                            
er skín hún á ískalt hjarn.
Sem gleður oss höfugu hjörtu,
og heiðrar hvert mannanna barn.

Já stjarnan hún skilaboð færir,
og sendir um byggðir og ból.
Sem hjörtu mannanna hrærir,
og helga mun frið þessi jól.


20.12.2011 14:11

Lokahrútur.


Lokahrúturinn

11-478

Lambhrútur fæddur á Skyldi í Helgafellssveit

Ferhyrndur og grár að lit


M: 06-021 Króka frá Selskógum í Stykkishólmi.
   F: 09-475 Gríshóll frá Gríshóli í Helgafellssveit.


Algjör eðalmoli.

Agnar er hundrað prósent viss um að hann muni vera í fyrsta sæti
í flokki ferhyrndra veturgamalla hrúta næsta haust og leggur til að
keyptur verði skjöldur fyrir þann flokk fyrir haustið.emoticon


Eigandi Agnar Jónasson
Ef áhugi er að koma með ær til hans er það hægt.
Uppl. gefur Agnar 8937050

Og svona að lokum með alla þessa lituðu hrúta sem eru til í félaginu er þá ekki tilvalið að búa til einn glæsóttan hrút?

Hvernig litur er það?

Þetta er spurningakeppni, vegleg verðlaun í boði hrútatollur úr 10-156.
Sá hrútur gefur lit.emoticon


Þá er þessari svokallaðri "hrútakynningu" minni lokið og vil ég þakka félögum sauðfjárræktarfélagsins fyrir að taka þátt í þessu með mér og gera þetta mögulegt.
Bestu óskir um fögnuð og frið á jólahátíðinni og heillaríkt komandi ár.
Kveðja frá Hvarfi



19.12.2011 14:33

Skjöldur frá Þingvöllum í Helgafellssveit.


Skjöldur 10-165

Skjöldur er fæddur á Skjaldfönn í Ísafjarðadjúpi.

Grágolsóttur að lit.

Veturgamall
Þ: 78   F: 122   Óm: 27 - 3.8 - 3.5
8 - 8 - 8.5 - 7.5 - 8.5 - 16.5 - 7 - 8 - 8 = 80

Gefur á heimabúi

Hvítt - grágolsótt - svartgolsótt - grátt.


F: 06-104 Gráni frá Skjaldfönn
    M: 04-148 Svartgolsa frá Skjaldfönn.
    MF: 02-183 Dreki frá Skjaldfönn.
FF: 05-201 kolur frá Skjaldfönn.

Fæddur einlembingur.
Gekk undir ánni ásamt öðru lambi.

Fínn og viðhafnarmikill hrútur,
 sýnir svolítið skap, smart litur.

Skrítin tilviljun þegar ég er að fara yfir faðernið á Skildi þá sé ég að faðernið er hrútur fæddur 2006 og heitir Gráni 06-104 frá Skjaldfönn, þegar ég er að fara yfir faðernið á hrútnum Grím frá Skildi þá sé ég að faðernið er líka hrútur fæddur 2006 og heitir Gráni 06-304 frá Hólum Helgafellssveit, en þeir eru held ég ekkert skyldir, ha haemoticon og sérstakt að annar hrúturinn skuli heita Skjöldur og heimili hins heitir Skjöldur.
emoticon

Eigandi er Hilmar Hallvarðsson
Ef áhugi er á að koma með ær til hans er það hægt.
Uppl. gefur Hilmar 8941988


 

17.12.2011 11:24

Grímur frá Skyldi Helgafellssveit.


Grímur 10-476

Grímur er fæddur á Skyldi í Helgafellssveit

Gráflekkóttur að lit.

Veturgamall
Þ: 65   F: 125   óm: 28 - 3.1 - 4
8 - 7.5 - 8 - 8 - 8 - 16.5 - 7.5 - 8 - 8 =80.5

Grímur hefur unnið sér það til frægðar að vera
pabbi fjórlembingana fallegu sem fæddust í vor á Selskógum
sem sagt var hér.Frá Selskógum.

Gefur á heimabúi
Hvítt - gráflekkótt.
 
Kjötmat á heimabúi
haust 2011.

Fallþungi   12.3
Gerð   7
Fita   5.33

Tekið skal fram að Grímur var eingöngu notaður á
fáa gemlinga, svo það eru ekki mörg lömb á bak við tölunar.


F: 06-304 Gráni frá Hólum Helgafellssveit.
   M: 00-008 frá Hólum Helgafellssveit. 
Fæddur tvílembingur.


Rólegur og prúður hrútur, klæddur glæsilegum gráum serk,
 fágætur litur.

Eigandi Agnar Jónasson
Ef áhugi er á að koma með ær til hans er það hægt,
uppl. gefur Agnar 8937050.

  

15.12.2011 14:27

Bölver frá Skyldi í Helgafellssveit.


Bölver 10-477

Bölver er fæddur Benjamín Ölverssyni Mattablett í Stykkishólmi.

Dökkmórauður

Veturgamall
Þ: 85   F: 122   Óm: 28 - 4.8 - 4
8 - 7.5 - 8.5 - 8 - 8 - 17 - 8 - 8 - 8.5 = 81.5

Gefur á heimabúi
Mórautt - gráflekkótt - hvítt - grátt.


Kjötmat hans á heimabúi
haust 2011

Fallþungi   14.3
Gerð   7.64
Fita   6

F: 08-239 Örn frá Álftavatni, Staðasveit.
FF: 07-865 Blakkur frá Álftavatni, Staðasveit.
 M: Móra 06-003 frá Grund, Stykkishólmi.
   MF: 05-200 Móri frá Hjarðarfelli.

Fæddur tvílembingur.

Föðurfaðir Bölvers, er 07-865 Blakkur frá Álftavatni Staðasveit,
en hann er á Sæðingastöð Vesturlands núna.

Með fallegan dökkmórauðan kraga um háls.
Þægilegur í umgengni og ljómandi snotur hrútur.


Eigandi Agnar Jónasson
Ef áhugi er á að koma með ær til hans er það hægt.
Uppl. gefur Agnar 8937050


Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 132487
Samtals gestir: 19370
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:17:40