Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Ágúst

27.08.2012 21:25

Frá Hvarfi, uppskerutími.

Þessi árstími er alltaf skemmtilegur.
Náttúran er ótrúlega gjöful þetta árið eins og svo oft áður.
Ber, sveppir, jurtir allskonar.
Nýtt grænmeti.
Vonandi verður sauðfjárræktin góð líka og það eru spennandi tímar framundan.
 Allt passar þetta svo vel saman.
Og nú er uppskerutími.   Sjá myndir hér.

Uppskera sumarsins af túninu í Hvarfi.

Prinsinn lætur sér líða vel.

22.08.2012 19:48

Frá Hólatúni

Núna þegar daginn er farinn að stytta, koma ærnar heim að girðingu svona til að minna á sig og gá hvort þeim verði ekki hleypt inn á hána. Við á Berserkseyri erum  byrjaðir að opna fyrir þeim. allir hrútarnir búnir að skila sér og nokkrar ær. Við eigum pantaðann ráðunaut föstudaginn 28. september fyrir lambaskoðun.  slátrað verður mánudaginn 1. október. Svo er bara að vona að veðrið verði gott á leitardaginn, svo það smalist vel. Við erum með leyfi til líflamba sölu og þeir sem hafa áhuga á að skoða og eða kaupa líflömb eru velkomnir þessa helgi. Verð á lambhrút er 28.500 kr. og á gimbrina 18.000 kr. fyrir utan VSK.

Hér er Skrautadóttir með tvær vænar gimbrar sem vantar nýjan eiganda.

20.08.2012 16:08

Meistaramót í hrútaþukli

Meistaramótið í hrútaþukli var haldið i Sævangi laugardaginn18. ágúst og voru nokkrir félagsmenn að sjálfsögðu mættir þar í blíðskapar veðri. Góð þátttaka var bæði í flokki óvanra og reyndra hrútaþuklara.
Og stóðu félagsmenn sig frábærlega í flokki reyndra hrútaþuklara  Helga Guðmundsdóttir (Hvarfi) var í 3. sæti og Eiríkur Helgason formaður í öðru, Til hamingju bæði tvö og getum við félagsmenn svo sannarlega verið stolt af þessum árangri.



Helga Guðmundsdóttir, Kristján Albertsson Melum og Eiríkur Helgason. Fleiri myndir frá hrútaþuklinu er svo að finna hér.Sjá myndir hér.
Þetta er í þriðja sinni sem Kristján Albertsson hreppir fyrsts sætið glöggur maður þar á ferð. Í flokki óvanra var Jón Haukur Vignisson á Hólmavík í fyrsta sæti, Frændurnir Tómas Arnarsson Hólmavík og Sigfús Snævar Jónsson Kirkjubóli og í þriðja sæti Maríus Þorri Ólason. Hægt er að skoða fleiri myndir frá keppninni inn á facebook síðu Sauðfjársetursins.

10.08.2012 15:11

Fleiri heimahrútar á Hraunhálsi


Lengst til vinstri er Brimill 11-445 í miðjuni Trítill 11-439 sá svarti er Sváfnir 11-441
Brimill var keyptur af Óla Tryggva í fyrra haust faðir hans er Búri 10-601 en f.f.f. er Skrauti 07-826.


Renta 11-142 ( Lumbrdóttir) með gimbur undan Brimli eina móflekkótta lambið sem fæddist í vor.

Nögl 11-140 (Usladóttir) með son Brimils, hann var aðallega notaður á veturgamlar ær en lofar góðu ef þau verða öll svona myndarleg.
Trítill 11-439 var keyptur af Eiríki en hann er sonur Vafa 09-510 eigum bara tvö lömb undan honum, var erfiður í tilhleypingunum vegna þess hversu lítill hann var en hefur greinilega stækkað talsvert í sumar. Á enga mynd af lömbunum hans.
Svo er það blessað djásnið mitt hann Sváfnir 11-441 hann er sonur Lumbra 07-445  f.f Máni 03-975 Sváfnir var í vetur settur í heila kró af ám og ég ætlaði að fá fullt af lömbum undan honum, allt virtist ganga vel í fyrstu ekki hægt að sja´annað en að hann lembdi á fullu og ég sá í hillingum öll glæsilegu lömbin sem kæmu undan honum.
En æ, æ svo byrjuðu fyrstu ærnar að ganag upp undan honum síðan bættust altaf fleiri við. Á tímabili var hann farin að ganga undir nafninu Púddi litli púðurpungur og ýmsum álíka nöfnum he, he
Það héldu samt sjö ær með honum og fengum við 9 lömb úr þeim. Það voru bara tvær af þeim tvílembdar, af 70 fullorðnum ám sem báru hjá okkur voru 11 einlembdar og átti Sváfnir 4 og 4 voru úr sæðinu ég veit ekki var hann svona óskaplega óheppin eða er hann hálfgerður púðurpungur.
Veit ekki hvað ég geri við Púdda litla púðurpung í haust kanski ég leiti að arftaka hans í sonum hans eða hálfbræðrum ekki gott að segja.

Hérna er Hula Bogadóttir með einn af þessum fágætu dýrgripum undan Sváfni. Ég hef nú ekki verið neinn sérstakur aðdáandi afkvæma Boga hvað útlit þeirra varðar en Hula er að mínu mati virkilega falleg kind svo kanski er þarna arftaki Sváfnis.
Meira seinna.

08.08.2012 21:21

Heimahrútar (Hraunhálsi)


 
Til hægri á myndinni er Kappi 10-435 en hann er sonur Vafa 09-510 sem Eiríkur á. Móðir Kappa er Spíra en hún er dóttir Kveiks. Þetta er glæsilegur hrútur eins og sjá má, fann því miður engar myndir af afkvæmum hans en þarf endilega að reyna að bæta úr því.
Til vinstri er Demantur 11-444 faðir hans er Frosti 07-843 og móðir er Steingeit en hún er einnig dóttir Kveiks. Demantur virðist sem betur fer ekki ætla að erfa
skapið
frá afa sínum honum Rafti. Hann er afskaplega fitu lítill og því var átakið á honum ekkert sérlega skemmtilegt í vor þegar hann fór út, vissi því ekki alveg við hverju mætti búast af afkvæmum hans en þau lömb sem ég hef séð undan honum í sumar lofa bara góðu.

Flakta 07-052 með dætur Demants.


Hrammur 08-449 faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Hremmsa 03-298, hann veiktist af barkabólgu í vetur og var því bara notaður á tvær ær bjóst ekki við því að hann næði sér enda varð hann mjög veikur. Hrammur er fyrverandi heimalingur gefur feikna góða gerð en ærnar undan honum eru helst til of smáar. Hér eftir verður hann því sennilega frekar titlaður sem heimilisvinur en kynbótahrútur.

Hérna er Dokka 09-090 dóttir Hramms með fóstursyni sína en þessi mynd var tekin í fyrravor núna kom hún með tvær gimbrar og einn hrút undan Sigurfara hlakka til að sjá þau í haust.
Við eigum að sjálfsögðu fleiri hrúta en læt þetta duga núna kem með fleiri myndir seinna.
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832432
Samtals gestir: 126909
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:17:15