Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2017 Mars

24.03.2017 17:30

Fækkun á milli ára.

 

Það er mikið í umræðunni nú um þessar mundir,

á samfélagsmiðlum að of margt fé sé í landinu miðað við sölu á lambakjöti.

Datt í hug að kíkja á tölur í okkar félagi.

Það hefur verið mikil fækkun á kindum milli ára hjá félagsmönnum.

Margir verið að fækka vegna breyttra aðstæðna, minnka við sig eða hætta. 

Haustið 2016 voru settar á 321 gimbur og 1.551 fullorðin kind sem gerir 1.872 ásettar kindur í félaginu.

2.401 kind var ásett árið 2015 eða 415 gimbrar settar á og 1.986 fullorðnar kindur.

Alls hefur því fækkað um 435 fullorðnar kindur á einu ári,

og svipað margar gimbrar settar á eins og var árið 2008.

Þessu má líkja við, að eitt rúmlega 500 kinda fjárbú hafi hætt.

 

 

Veturgamlar

 

Tölurnar eru í þessari röð
ÁRIÐ-FJ.ÁA-TVÍL.-EINL.-Á.M.L.-HVERJA Á-F LAMBA-LAMBA T.N.-FLEIRL-GELDAR-EKKI HALDIÐ-FÓRUST ÓBORNAR

 

 • 2007    279    30.8    16,1    17,0    5,6    0,45    0,35   19   153       0    0
 •  
 • 2008    311    35,1    16,0    18,5    11,1   0,82    0,68    1      26     76    0
 •  
 • 2009    402    32,5    15,6    17,4     9,6    0,75    0,61    0      64     80   1
 •  
 • 2010   473    29,2    16,0    17,4    9,5     0,76    0,60     3      67    97     3
 •  
 • 2011   353    28,6    16,6    17,6    9,9     0,76    0,61     1      61     69     1
 •  
 • 2012   473    31,1    16,9    19,6    9,5     0,71    0,58     3      79   110    15
 •  
 • 2013   415    28,5    16,0    16,8    9,6     0,86    0,60     2      31     86     3
 •  
 • 2014   441    27,9    16,0    16,8    9,7     0,80    0,62     0      41     78     3
 •  
 • 2015   415    27,1    16,7    17,3    9,2     0,75    0,56     0      44    90    23
 •  
 • 2016   321    29,5     17,2    19,0    10,3   0,93    0,61      0     36    43    4     
   

 

 

Eldri ær

 

Tölurnar eru í þessari röð

ÁRIÐ-FJ.ÁA-TVÍL.-EINL.-Á.M.L.-HVERJA Á-F LAMBA-LAMBA T.N.-FLEIRL-GELDAR-FÓRUST ÓBORNAR

         
 

 •  2007   1271   32,4   18,2   28,8   27,0   1,84   1,66     76   28    4 
 •  
 •  2008   1495   33,1   17,9   30,0   28,0   1,85   1,70     95   43    8
 •  
 •  2009   1541   33,3   18,2   30,2   27,7   1,85   1,67   127   49  25
 •  
 •  2010   1.711  32,6    18,4   29,4   27,3   1,85   1,67   107  49   26
 •                                                         
 •  2011   1.525   32,9   18,1   29,6   27,8   1,85   1,68     99   44   35
 •                           
 •  2012   1.749   33,9   18,6   30,4   28,8   1,89   1,70   153   39   33
 •                          
 •  2013   1.883   31,7   18,1   28,5   25,9   1,87   1,60   139   37   21
 •  
 •  2014   1.933   32,5   18,0   29,7   27,5   1,87   1,68   156   57   38
 •  
 • 2015    1986    33,9   18,5   30,0   27,5   1,84   1,6     127   67    81 
 •  
 • 2016    1551    35       19,1   31,5   29,8   1,89   1,72   146   42   32                                                                              

 

 

12.03.2017 22:47

Fróðleiksmolar - Fjallskilaboð 1912

 


Fjallskilaboð 1912

Samkvæmt fjallskilagjörð fyrir Snæfellsnes og Hnappadalssýslu , dags 7 jan.f.á.ber að rétta Arnarhólsrétt þriðjudaginn í 22 v.s.hinn 24 dag septembermánaðar næstk

Til hennar skal gengið 23.s.m.og allt fjallafé sem fynnst á göngum rekið til réttar .

 

Frá Kárstaðahálsi að Svelgsárhrauni að því meðtöldu skal leitað af þeim mönnum sem hér eru taldir.

L.Illugas         Kárst      1-1-1

Kr.Guðm        Örligss    1-1-1

J. Bened         Úlfarsf     1-0-1

E. Helgas        Hrísak      1-1-1

J.Láruss           Hrísum     1-1-1

G.Sig               Svelgsá     1-1-1

Sv. Magn         Hólum      1-1-1

G.Guðm           Saurum     1-1-1

Sig.Jóns           Arnarst      1-1-1

Egg.Eggerts     Bíldsey      0-0-1

Steinþ.Magnús Elliðaey     1-1-0

Jón í Hrísum er leitarstjóri.

 

Frá Svelgsárhrauni að Kerlingarskarðsvegi

Þ.Jónas      Helgafe      1-1-1

Þorg.Jónas  s.st            1-1-1

J.Sig            s.st            0-0-1

J.Kr.J        Þingv           1-1-0

Kr.Guðm   Jónsnes         1-0-0

M.Jóh         Hofst           1-1-1

J. Elíass      Efrihl           0-1-1

H. Krist      Grísh            2-1-2

K.Jóh          s.st              0-1-0

G.Guðm     Staðb           1-1-0

Jón úrsm Magn    Sth      0-0-1

M.Jóh Hofsst er leitarstjóri

 

Frá kerlingarskarðsvegi að Axarhamri

J.Ó.Magn    Ögri               0-1-1

J. Erl.          Kljá                1-0-1

J. Þorleifs   Kóngsb           0-1-0

Á. Snæb      s.st                 1-0-1

G. Guðm     s.st                  0-1-0

T. Jóh         Hraunh             1-1-1

Sig Illugas                            0-0-1

J. Hjaltal       Selvö               1-1-1

G. Káras      Hrauni              1-0-1

V. Sig         Hraunsf               1-0-0

Hj. Jóns      Fjarðarh                1-1-1

E. Torfas     Saurum                 1-1-0

J.J             Þormóðsey              0-0-1

N. Jóns     Saurlátri                   1-1-0

H. Kristjs     Nesi                      0-1-0

Svb. Guðms  Viðvík                0-0-1

G. Guðms    Staðarb                1-0-0

J. Hjaltalín  er leitarstjóri

 

Kothraunsrétt sem er auka rétt fyrir gjeldfé af Bjarnarhafnarfjalli skal rétta mánudaginn í 22 v.s. hinn 23 sept og skal til hennar leitað samdægurs af þeim mönnum sem hér eru tilgreindir

 

Sig. Illugas      Hrauni       1-1-1

K. Stefánss      Bhöfn        1-2-1

Halld. Péturs    Khrauni     0-1-1

Sæm.Péturs      Seljum       1-2-1

Krm. Guðm     Ámýrum     1-0-1

B. Jóns             Akure         1-1-2

Sigm.  Guðbr.s    s.st           1-0-0

Þ. Níelss               s.st           0-0-1

J.Ó. Magnúss      Ögri           1-0-1

N. Jóns  Tröð  Eysv              1-0-0

L. Guðmunds Seljum er leitarstjóri, en Sigurður á Hrauni er réttarstjóri.

Allt fé sem ekki dregst upp á að ganga til Arnarhólsréttar. Og eiga Lárus á Seljum og Ögursmaðurinn að reka það inneftir.

 

Vökumenn eru

Maður frá Jóni Skúlasyni Fagurey,Lárusi Elíass Sth, Lár Knuðsen, Magn.Jónss Ási, Þorst Gíslas Sth, Han Riehter og Þorst Bergm Helgafelli, og er hann vökustjóri.

 

Réttamenn eru þessir

1 í Drangarétt.  Kr.Guðmss  Örligsst  og Ólafur Láruss Hrísum  báðir í 1.rétt

2 í Miðhraunsrétt. Ól Guðm Drápuhl og H.Kristjs  Grísh   báðir í 1. rétt. 

     Guðbr Sig Svelgsá og Jón Láruss Hrísum  báðir í 2 rétt

      J. Sig Helgafelli og Guðm. Sig Hrauni báðir í 3 rétt.

3 í Brekkurétt.  G.Guðm Saurum  2 menn í  1 rétt.

                         G. Guðm Staðb og  J. Hjaltalín Selvöllum báðir í 3 rétt.

4 í Grundarrétt.  Sæm.Guðm Árnab  leggur til 2 menn í 1 rétt og einn í 3 rétt.

 

Byggingarmenn

Guðm Bærings  Sth.  Bj.Kristjáns  Sth.   Ág.Ingim  Drápuh.      E. Helgas Hrísakoti

J. Láruss Hrísum.   K. Magn Dældark.    Þ. Hjálm Skildi.    Ól.Guðm    Drápuh.

Guðm.Jóh   Þingvöllum.   Guðbr Sig  Svelgsá.  

 

Sigurður Jónsson Arnarstöðum er réttarstjóri.

 

 

09.03.2017 23:19

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis var haldinn í Bakaríinu 06.06.2016

 

Skýrsla formanns

 

Hrútasýning félagsins var haldin í Október á Hraunhálsi

Mættir voru veturgamlir hrútar og í efstu sætum voru

 

Í flokki mislita 15-440 Kópur frá Hraunhálsi

Í flokki hyrnda 15-009 Hjarri frá Hjarðarfelli

Í flokki kollótta 15-439 Klútur frá Hraunhálsi

 

Lambhrútar

 

Í flokki mislita nr.  235 frá Hraunhálsi

Í flokki hyrnda nr. 411 frá Bjarnarhöfn 2

í flokki kollótta nr. 659 frá Bjarnarhöfn 2

 

Reikningar

 

Þorsteinn Kúld fór yfir reikninga félagsins.

Peningar í sjóði eru 660.461.-  og þar af er ferðasjóður 194.000.-

 

Jökull

 

Helga Guðmundsdóttir fór yfir fjármál hrútafélagsins

og var eign félagsins 117.209.-. Keyptir voru tveir hrútar

síðasta haust og voru það þeir Nagli frá Hjarðarfelli og

Golsi frá Hömrum.

Var ákveðið að athuga með hrúta í haust og athuga með

hvítan kollóttan og funda um það seinni parts sumars.

 

Inntaka nýrra félaga

Sumarliði Ásgeirsson gekk í félagið

Guðmundur þór Guðþórsson gekk einnig í félagið.

 

Formaður gerði grein fyrir málefnum Jóns Viðars, en hann

sendi formanni bréf um sína stöðu. Sköpuðust umræður um það

og var ákveðið að sjá hvernig mál þróast.

 

Hrútasýning

 

Rætt var um að skoða breytingar á sýningu.

Tímasetningar og fleira og var til dæmis nefnt mánudagskvöld eftir seinni leitir.

 

Ferðanefnd

 

Formaður ferðanefndar Gunnar Jónsson sagði að stefnt væri að ferð sem fyrst 

og málið væri í stöðugum og jákvæðum farvegi.

 

Kostningar

 

Gjaldkeri Þorsteinn Kúld Björnsson sagði af sér og voru honum

þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Í hans stað var Guðrún Reynisdóttir kosin Gjaldkeri.

Sumarliði Ásgeirsson var kosinn vefsíðustjóri.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og sleit formaður fundi

 

Á fundinn mættu Fífill, Hilmar, Steini Kúld, Helga Guðmundsd, Eyberg,

Lauga, Hermann, Brynjar, Lilja, Sigga, Gunnar Jóns, Hannes, Guðrún, Eiríkur, Valdi Kúld.

 

Valdimar Kúld

 

 

06.03.2017 10:55

Topp listinn, lambafeður 2016

 

Samkvæmt yfirlitsskýrslum fyrir árið 2016

eru þessir hrútar með hæstu fallþungaeinkunn í félaginu.

Tók hér saman þá sem fengu 118 í einkunn og yfir.

 

1).

15-230  Helgafell 1         Faðir  08-901 Bósi 

Fjöldi fæddra lamba 55 

Fjöldi lamba með gildar þungaupplýsingar 44 

Þungafrávik  1,09

Fallþungaeinkunn  132 

 

2).

12-503 Jökull  Lágholt 6      Faðir  08-838 Borði 

Fjöldi fæddra lamba 38 

Fjöldi lamba með gildar þungaupplýsingar 33 

Þungafrávik  1,21

Fallþungaeinkunn 132 

Uppl.um hrút frá hrútasýningu 

Smella hér >http://hrutur.123.is/blog/2014/01/13/hrutasyning-hraunhalsi-06-oktober-2013/

 

3).

13-392 Kolli  Ögur      Faðir  12-043 Kostur 

Fjöldi fæddra lamba 29 

Fjöldi lamba með gildar þungaupplýsingar 29 

Þungafrávik  1,18

Fallþungaeinkunn 129 

Uppl. um hrút frá hrútasýningu 

Smella hér >http://hrutur.123.is/blog/2014/10/16/hrutasyning-hraunhalsi-05oktober-2014/

 

4).

14-303 Móri  Ásklif 12      Faðir  13-207 Soffi 

Fjöldi fæddra lamba 25 

Fjöldi lamba með gildar þungaupplýsingar 21 

Þungafrávik  0,91

Fallþungaeinkunn 119 

 

5).

14-508 Litli Hamar Lágholt 6      Faðir  09-860 Sigurfari 

Fjöldi fæddra lamba 56 

Fjöldi lamba með gildar þungaupplýsingar 53 

Þungafrávik  0,55

Fallþungaeinkunn 118 

 

03.03.2017 09:31

Frá Hvarfi

 

Hér eiga þeir félagar af Sæðingastöðinni dætur, Salamon, Höfðingi og Börkur.

 

 
 • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832466
Samtals gestir: 126910
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:48:43