Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 00:49

Ber komin í júlílok.

Ótrúlegt en satt.

Missti mig nú alveg í þessa ofurfæðu í gærkvöldi.

Aðalbláber.

Krækiber.

Þessi ber eru algjört sælgæti og eru um það bil að verða tilbúin til að laga eitthvað gott úr þeim til vetrarins og berjaspretta virðist vera góð svona við fyrstu athugun.


22.07.2012 17:48

Sumarkveðja.


Nú hljóta allir að vera glaðir með rigninguna, er þá ekki tilvalið að senda sumarkveðju.
emoticon

Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar,  lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulinn.



Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðri hlýjan blæ.



Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
 og heiðarvötnin blá.



 Svo er alltaf gaman að syngja þessa sumarkveðju.
emoticon


Ljóð Páll Ólafsson (1827-1905)
Myndir Þorsteinn Kúld, Sigríður Sóley og Helga.

22.07.2012 16:08

Heitt á heiðinni.

Við fórum yfir Steingrímsfjarðaheiði, það var hiti, 17°c lítill vindur og sól á köflum.

Þeir eru ekki margir sjáanlegir snjóskaflarnir á heiðinni núna.

En sumum var heitt og lágu makindalega eða voru steinsofandi.
emoticon


17.07.2012 22:58

Og fleiri sæðislömb.

Þá er komið að Gosa frá Ytri-Skógum, það voru fimm ær sæddar með honum en það hélt bara ein og kom hún með hrút og gimbur. Hefði eftil vill átt að sæða kollóttu ærnar með Gosa þá hefði útkoman kanski orðið betri. emoticon

Þarna er Gosasonurinn en hann er undan Grimmd Eldarsdóttur.

Þrjár ær héldu með Lagði frá Hrísum en ein gekk upp, Fengum þar fimm gimbrar og einn hrút.

Þessi er undan Lagði og Angist Gránadóttur.
Hér fyrir neðan eru tvær af gimbrunum undan Lagð með móður sinni Aðgát svona líka fallega kollóttar.



Það fæddust þrír hrútar og ein gimbur undan Þrótti frá Fremri Hlíð.

Synir Þróttar og Bringu.

Og svona að lokum þá sæddum við þrjár ær með Grábotna, það fæddust lifandi 4 gimbrar og 2 hrútar. Það voru einhver álög á grábotnóttum hrútum hjá mér í vor og var mér greinilega ekki ætlað að eignast grábotnótta hrúta.Klukka gamla bar fyrst og fyrra lambið hennar var grábotnóttur hrútur sem hafði sjáanlega drepist fyrir nokkru því hann var byrjaður að rotna en svo átti hún svartbotnótta gimbur og það var allt í lagi með hana. Stuttu seinna bar Hödd þar er fyrsta lambið einnig grábotnóttur hrútur dauður álíka rotnaður og hinn en svo koma tvö svartflekkótt alheilbrigð lömbu en sem betur fer átti sú síðast bara þrjú hvít lömb enda amaði ekkert að þeim.
Í lok sauðburðar kom svo þriðji grábotnótti hrúturinn og hvað haldið þið? hann drapst í fæðingu en bróðir hans sem var hvítur komst áfallalaust í heiminn.( Sko það drápust bara þrjú lömb í fæðingu á þessum sauðburð hverjar eru líkurnar?. ) Mikið var ég fegin að það skildu ekki koma fleiri grábotnóttir hrútar.
Hérna fyrir neðan er svo mynd af Grábotnasyni sem var blessunarlega bara svartflekkóttur.

Þá er umfjölluninni um sæðislömbin þetta vorið lokið hja´mér á nú einhverjar fleiri myndir frá sauðburðinum set eitthvað af þeim inn seinna.

16.07.2012 17:13

Framhald...

Við sæddum sex ær með Dal frá Hjarðarfelli. Afraksturinn var á endanum harla rýr enduðum bara með þrjú lömb undan honum 2 hrúta og 1 gimbur. frjósemin var léleg hjá þeim einungis ein var tvílembd ein lét og önnur endaði í keisara en lambið náðist ekki lifandi hja henni. Ber nokkrar væntingar til þessara lamba þau eru áberandi bollöng og með ágæta fótstöðu.

Þarna er Eyberg með Dalsdótturina hún er undan Rögg Mánadóttur. Sérlega skemmtileg gimbur og var mjög hrifin af því ef einhver nennti að sitja með hana og klappa henni, það er spurning hvernig hún verður í haust.

Það héldu tvær af þremur með snævari og fengum þar tvær gimbrar og einn hrút á því miður engar myndir af þeim .
Fengum 3 gimbrar og 1 hrút undan Púka.

Þarna fremst er svo Spíra(Kveiksdóttir) með lömb undan Púka.

Fengum tvær gimbrar undan Seið frá Oddsstöðum.

Þarna er sést svo önnur gimbrin hennar Bráar hmmm já ég geri mér grein fyrir því að þær eru kollóttar en það er ekki hægt að henda góðu sæði bara af því að það er ekki nógu margar hyntar að ganga Annars er það athyglisvert að við "lentum" í því að sæða 6 kollóttar með hyrntum sæðishrútum og þær héldu allar en það var misjafnt hvort þær komu með hyrnt eða kollótt lömb.

...to be continued
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 393
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 137472
Samtals gestir: 19782
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:00:26