Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2014 Október

27.10.2014 21:44

Sauðfjárskólinn

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.

Í Sauðfjárskólanum eru haldnir sjö fræðslufundir sem dreifast á u.þ.b. eitt ár. Fundirnir verða haldnir á virkum dögum og standa frá kl. 13-17 hverju sinni. Fjöldi fundastaða á svæðinu fer eftir þátttökunni en vonast er til að hægt verði að halda Sauðfjárskólann á a.m.k. fjórum stöðum á þessu svæði næsta árið. Til þess að ná því markmiði vantar fleiri skráningar og sauðfjárbændur því hvattir til að skrá sig sem fyrst, veki þessu fræðslukostur áhuga. 

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringja í 516-5000. Eins má fá nánari upplýsingar hjá Árna B. Bragasyni í gegnum netfangið ab@rml.is eða í síma 515-5008.

Sjá nánar

Bréf sem sent var á sauðfjárbændur http://www.rml.is/static/gallery/annad/.large/pdf_20px.gif

abb/okg

 

 

 

23.10.2014 14:06

Hrútaþing 2014

 

 

 

Sælir félagar

 Endilega takið frá

laugardagskvöldið 1. nóvember næstkomandi

því þá stendur til að halda HRÚTAÞING.

Við ætlum að hafa aðeins breytt snið á þessu í ár

og verðum í Lionshúsinu.

Summi grillar fyrir okkur og

Kristín Ben og Lilja Jóhanns koma með eftirrétt.

Hringt verður á næstunni í félaga og kannað með þátttöku.

Sjáumst

16.10.2014 17:00

Hrútasýning Hraunhálsi 05.Október 2014

 

 24 veturgamlir hrútar mættu til leiks,
9 Mislitir, 8 hvítir kollóttir, 7 hvítir hyrndir.
Af þeim eru 4 undan sæðingastöðvahrútum.

3 hrútar í vinningssætum eru fædddir utan félags.
Dómarar voru Torfi og Sigríður.

13-432 Geirröður sem er efstur mislitra hrúta, skilar besta lambhrútnum nú í ár,  

og 13-501 Hamar okkar skilar öðrum besta lambhrútnum.

og 13-236 Blettur sem var efstur í fyrra sem lamb, er nú 3 besti í flokki hyrnda hrúta.

Til hamingju félagar.
Hvítir hyrndir

1.

 

13-507 Prúður fæddur Hreini Bjarnasyni Berserkseyri

F: 11-896 Prúður     M: 7 Fóstra     MF: 07-150 Fóstri

8 - 8.5 - 9 - 9 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 86

Þ: 81     F: 117     Ómv: 32     Ómf: 5.2     Lag: 4.5     

Eigandi Eiríkur Helgason Stykkishólmi

 

2.

 

13-431 Kimbi fæddur Sigurði Gylfasyni Tungu, Ólafsvík

F: 12-001 Bliki     M: 11-102 Valbrá     MF: 10-443 Gráni

8 - 8 - 8.5 - 9 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 85

Þ: 78     F: 120     Ómv: 32     Ómf: 4.1     Lag: 4.5

Eigandi Hraunháls

 

3.

 

13-236 Blettur fæddur Bæring Guðmundssyni, Stykkishólmi

F: 11-551 Galsi     M: 10-022 Nóra     MF: 05-200 Móri

8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 18 - 7.5 - 8 - 8.5 =84

Þ: 88     F: 122     Ómv: 30     Ómf: 8.1     Lag: 4.0

Eigandi Gunnar Jónsson

 

 

Kollóttir

1.

 

13-392 Kolli fæddur í Bjarnarhöfn

F: 12-043 Kostur     M: 09-725     MF: 05-817 Shrek

8 - 9 - 9 - 9 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 86.5

Þ: 82     F: 122     Ómv. 32     Ómf: 6.2     Lag: 4.0

Eigandi Ögur

 

2.

 

13-394 Barri fæddur í Ögri

F: 07-855 Steri     M: 08-272 Lillíja    MF: 03-423 Bíldi

8 - 8.5 - 8.5 - 9 - 9 - 18 - 7.5 - 8 - 8.5 = 85

Þ: 82     F: 121     Ómv: 30     Ómf: 7.9     Lag: 4.5

 

3.

 

13-391 Melur fæddur í Ögri

F: 10-410     M: 09-261     MF: 06-505 Töggur

8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 17.5 - 8 - 8 - 8 = 83.5

Þ: 65     F: 117     Ómv: 28     Ómf: 5.0     Lag: 4.0

 

 

Mislitir óháð hornalagi

 

1.

 

13-432 Geirröður fæddur í Hraunhálsi

F: 12-450 Mökkur     M: 11-159 Brá     MF: 10-601 Búri

8 - 8.5 - 9 - 9 - 9 - 18.5 - 7.5 - 8 - 8.5 = 86

Þ: 92     F: 125     Ómv: 32     Ómf: 5.4     Lag: 4.5

 

2.

 

13-505 Grettir fæddur Eiríki Helgasyni, Stykkishólmi

F: 11-509 Spaði     M: 07-034 Gáta     MF: 05-507 Dropi

8 - 8.5 - 8.5 - 8 - 8.5 - 18.5 - 7.5 - 8 - 8 = 83

Þ: 77     F: 113     Ómv: 27     Ómf: 4.9     Lag: 3.5

 

3.

 

13-257 Skrúður fæddur á Fáskrúðarbakka, Miklaholtshreppi

F: 10-003 Botni     M: 11-037     MF: 09-051 Móri

8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 84.5

Þ: 85     F: 118     Ómv: 28     Ómf: 5.1     Lag: 4.0

Eigandi Kristín Benediktsdóttir, Stykkishólmi

 

 

Lambhrútar

 

1.

 

Lamb nr. 148 frá Hraunhálsi

F: 13-432 Geirröður     M: 13-198 Reisn     MF: 07-866 Kvistur

7.5 - 9 - 8.5 - 9 - 9 - 18.5 - 7.5 - 8 - 8 = 85

Þ: 56     F: 116     Ómv: 36     Ómf: 4.0     Lag: 4

 

2.

 

 

Lamb nr. 164 frá Sæþóri Þorbergssyni, Stykkishólmi

F: 13-501 Hamar     M: Sóta

8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 9 - 18 - 9 - 8 - 8.5 = 86

Þ:       F: 108     Ómv: 29     Ómf: 5.3     Lag: 4.5

 

3.

 

 

Lamb nr: 140 frá Hraunhálsi

F: 10-890 Kroppur     M: Urta     MF: 11-445 Brimill

8 - 8 - 8.5 - 8.5 - 8.5 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 84

Þ: 50     F: 110     Ómv: 30     Ómf: 4.4     Lag: 4

 

07.10.2014 12:55

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2014.

Föstudaginn 17. október að Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst kl. 20.30 
Laugardaginn 18. október að Hofsstöðum í Eyja-og Miklaholtshreppi og hefst kl. 13.00 

Áhugafólk um sauðfé er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum, það verður mikið spáð og þuklað. 

Verðlaunaafhending verður í lok sýningarinnar að Hofsstöðum. 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Þar sem nú þarf að greiða RML fyrir vinnu ráðunauta, ( var áður án gjaldtöku BV ) verður ekki undan því vikist að 
innheimta þátttökugjöld kr. 1.000.- á hvern lambhrút, til að fá uppí þann kostnað. 
Greiðsla fari fram við skráningu, ekki posi á staðnum. 

Fjárræktarfélög Eyjahrepps og Miklaholtshreppps. 
 

  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 828977
Samtals gestir: 126042
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 17:15:23