Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Janúar

31.01.2011 22:21

Að rækta mórautt fé


Gimbur nr. 10-116 móðir Gláma(móbíldótt) faðir Hrammur(svartbíldóttur)

Það væru ýkjur að halda því fram að gengið hefði vel hjá okkur að rækta mórauðar kindur undan farin ár. Gimbrin hér að ofan var eina" mórauða" lambið sem fæddist hérna á Hraunhálsi í vor. Samt vorum við með móflekkóttan Skrautason í fyrravetur en hann gaf bara svart, svartflekkótt og að sjálfsögðu hvítt ( hann átti  ekki þessa móflekkóttu gimbur) en svona er nú (mórauðu) gæðunum misskipt Þar sem Gunnar parar  saman svartan hrút og svarta kind og fær mórautt lamb en þar hafa báðir foreldrar verið með dulin erfðavísir fyrir mórauðu samkvæmt fræðunum ef ég skil þau rétt. (Duldu mórauðu erfðavísarnir í okkar ám eru greinilega mjög duldiremoticon )
Snúum okkur nú aftur að Handbók bænda í þetta skipti er það grein sem er á bls. 322 árgangi 1969 og heitir " Mikil eftirspurn eftir mórauðri ull."  hana skrifar Stefán Aðalsteinson.
En þar segir hann að reglurnar um erfðir mórauða litarins sé einfaldar að mórauði liturinn sé víkjandi fyrir öllum litum nema tvílit. Að mórauð kind hafi aldrei dulda erfðavísa fyrir hvítu, gráu, golsóttu, botnóttu eða svörtu og skipti þar engu máli, út af hvernig litum foreldrum hún sé komin.

Ef notaður er mórauður hrútur á mórauðar ær kemur aldrei fram annar litur en mórautt, samt geti skotið upp móflekkóttu ef báðir foreldrar eru með dulda erfðavísa fyrir tvílit. Því sé fljótlegasta leiðin til að fjölga mórauðu kindunum að nota Mórauðan hrút á mórauðu ærnar. Eins sé hægt að fá fram mórautt hjá ám af öðrum litum sem eru með dulin erfðavísir fyrir mórauðu, en þær sé oft hægt að þekkja á því að þær eru annað hvort undan mórauðu í aðra ættina eða hafi gefið mórauð lömb áður.

Ef mórauður hrútur er notaður á svartar ær með dulin mórauðan lit gefa þær til helminga svört og mórauð lömb
Á móti grámórauðum ám gefur mórauði hrúturinn oftast til helminga grámórauð og mórauð lömb.
En fremur segir Stefán að ær af öðrum litum sem eru samt með dulda erfðavísa fyrir mórauðu gefi oft ekki nema um fjórða hluta lambanna mórauðan. Hann telur  það tilgangslítið að nota mórauðan hrút á hvíta ær af handahófi, segir að úr því fáist svo til eingöngu hvít lömb en sum svört, grá, golsótt eða botnótt og það sé hrein hending að fá fram hreinmórauð lömb.

Þá er bara að verða sér út um mórauðan hrút ef þetta á að ganga eitthvað.

26.01.2011 15:23

Hvernig erfist grái liturinn


Rakst á um daginn grein í Handbók bænda frá árinu 1966 eftir Stefán Aðalsteinsson en þar er hann að fjalla um hvernig grái liturinn erfist í íslensku sauðfé og datt í hug að rifja það aðeins upp hér þó það hefði verið hentugra fyrir fengitíð en þá er bara að dunda sér við að spá í útkomuna í voremoticon .
Ef notaður er dökkgrár hrútur á dökkgráar ær eru líkurnar 25% að fá ljósgrá, 25% svart og 50% dökkgrá þ.e.a.s. ef ærin yrði fjórlembd kæmi 1 ljósgrátt 1 svart og 2 dökkgrá.

Ef sá dökkgrá væri notaður á ljósgráa (arfhreina) á, (mér skilst að arfhreinar gráar kindur séu svo til hvítar á lagðinn með dökkan haus og fætur).
yrðu 50% lambanna ljósgrá(arfhrein) 50% dökkgrá,( sömu niðurstöðu gefur ljósgrár hrútur með dökkgráum ám að sjálfsögðu kynið skiptir ekki máli)

Dökkgrár hrútur notaður á hvíta ær sem erfa grátt; 50% hvít 25% ljósgrá og 25% dökkgrá.
Dökkgrár hrútur notaður á hvítar ær sem erfa svart 50% hvít, 25% dökkgrá og 25% svört.

Ljósgrár (arfhreinn grár) hrútur og ljósgráar ær gefa að sjálfsögðu allt ljósgrátt.
Ljósgrár hrútur með svörtum ám öll dökkgrá.
Ljósgrár hrútur og hvítar ær sem erfa grátt 50% hvít og 50% ljósgrá
Ljósgrár hrútur og hvítar ær sem erfa svart 50% hvít og 50% dökkgrá.

Ef notaður er svartur hrútur á dökkgráar ær veða afkvæmin 50% dökkgrá og 50% svört
Ef notaður er svartur hrútur á svartar ær verða öll lömbin svört.

Ég mæli með því að þið kíkið í Handbók bænda ef þið eigið hana en greinnin er á bls.287-291 og eru skýringa myndir með og listin er mun lengri hjá honum. Áherslan var á þessum árum á að reyna að fá sem flest lömb dökkgrá.
Hann endar svo á því að segja að ef það er dulin erfðavísir fyrir mórauðu eða flekkóttu í hrútnum getur skotið upp grámórauðum, mórauðum og ýmiskonar flekkóttum lömbum.
Hérna fyrir neðan er svo dæmi um það, myndin er af  'Ogn05-007 með hrút og gimbur undan Grábotna síðan í vor myndin efst á síðunni er svo af mæðgunum Ógn og Alúð og þar sjáið þið að gimbrin varð á endanum grábíldótt.  Hrúturinn hélt svarta litnum en hann endaði í sláturhúsi og fór í U2 sá nú pínulítið eftir honum. Notaði svo Köggul lambhrút sem við keyptum frá Óla Tryggva í haust á þær mæðgur og er að vonast eftir að fá grábíldótt undan þeim en Köggull er undan Mávarhlíðar -Læk og á ættir að rekja í flekkótt og bíldótt í móðurættina.

11.01.2011 21:10

Helstu niðurstöður sauðfjárbúskapsins á Hraunhálsi 2010

Ég vil nú byrja á að óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka fyrir liðnu árin eitt af áramóta heitum mínum var að vera duglegri að skrifa inn á vefinn okkar emoticon og ég vona að þið hin verðið það líka en snúum okkur nú að niðurstöðum ársins 2010.
Meðal fall þungi var 17,5 kg vöðvi 10,1 fita 7,9. fjöldi lamba sem enduðu í sláturhúsi voru 86.  það var bara einn hrútur sem náði nægilegum fjölda sláturlamba Hrammur 08-449  hann átti 29 sláturlömb fallþungi 17,2 vöðvi 10,4 fita 8 en kjötmatseinkunnin verður því 100 þar sem hann hefur engan til að keppa við.
Niðurstöður lifandi hrútlamba (kanski erfitt að bera niðurstöðurnar saman vegna mismunandi fjölda lamba á bak við tölurnar en getur verið gaman að skoða þær samt.)
.Hrútur          faðir              fjöldi  þungi   ómv.    ómf.    lögun     bak       læri     stig

Hrammur     Völundur           9      45,8    27,8     3,5    4,1        8,5         17,4    83,7    
Völundur      Spakur             4      48       29,5     3,5    4,5        8,8         17,4    85,1
Muninn        Huginn             4       50,2    30,5     3,2    4,1        8,9         17,5    84,2
Kakali         Kveikur             2      49,2     28        3,8    3,8        8,5         17       83,5
Lumbri        Máni                 1      41       30         2,5    4,0        9,0         18,0    86,5
þessir voru fengnir að láni                                                                                   Splundri                              2      44       29        3,6    4,2          8,8        17,5     83,5
Bjartur        Bogi                  2      42,5    26         3      3,8          8,0        17       83,5
Vafi            Þróttur               2      50,5    30,5      3,8    4,2          9,0        17,5    84,0
sæðishrútarnir
Broddi                             2      50,5    27,5      4,0    4,0         8,2          17,2    84,0
Mundi                              2      52,5    31,0      3,6    5,0         9,0          18,2    85,2
Neisti                               2      44       29,5      2,8    4,2         8,8          17,8    86,2
Hólmi                               1       42       30         2,3    4,0         9,0         18,0    84,5
Grábotni                           1       45       30         2,5    4,5         9,0         17,5    84  
Þeir sem áttu flest gimbra lömb í skoðun
Hrammur                               15      40,9     28,2      2,2     4,0       framp.8,6   17,5   
Völundur                                3       42        28,3      2,8     4,0                 8,7   17,8
 Höldur                                   5       42       27,6      4,7      4,0                8,6    17,4 
Lumbri                                   4       41        29,5     3,9      4,2                8,8     17,4
Grábotni                                 3      46,7     31,7      3,9      4,2                8,7     17,8

Fullorðnu ærnar 
Á með lambi 35,8 kg
hverja á 33,6 kg
meðal fjöldi fæddra lamba 1,94
meðal fjöldi lamba til nytja 1,88
veturgamlar skiluðu 21,6 kg á með lambi og hverja á 20,6
Hrútarnir hérna fyrir neðan eru frá vinstri Vestri(Mundason) Kappi(Vafason) Gneisti og Háls(Neistasynir)
         

  • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832466
Samtals gestir: 126910
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:48:43