Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Desember

30.12.2012 01:27

Jólakveðja frá Hvarfi.


Litla daman hér á myndinni heitir Lilja Maria og er tveggja og hálfsárs gömul.
Hún kom að heimsækja okkur Helgu ömmu og Steina afa
 i fjóra daga fyrir jólin alein.
Það sem var mest spennandi, var að fara í fjárhúsið og gefa kindunum hey og stóð hún sig vel i því og lagði blessun sína yfir jólaskreytingarnar hjá afa sínum.
Fyrir aftan Lilju er hluti af ásetningi okkar frá í haust,
 það voru settar á fimm gimbrar og einn hrútur.

Það er jólalegt í Hvarfi.


Sendum ykkur okkar bestu óskir um
 fögnuð og frið á jólahátíðinni
 og farsæld á komandi ári.

Jóla og nýárskveðjur frá
Steina Kúld og Helgu
Hvarfi
Stykkishólmi

20.12.2012 02:09

JólakveðjaSauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis
 óskar öllum
 gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum velunnurum félagsins
 stuðninginn á árinu sem er að líða.


04.12.2012 21:57

Afkvæmi Sigurfara 09-860

Þá er komið að lömbunum undan Sigurfara, en hann var sigurvegari haustsins hjá okkur virkilega falleg lömb. Það fæddust 11 lömb undan honum og einungis þrjú þeirra fóru í sláturhús eitt þeirra var graslamb og svo gimbur sem var afvelta og lengi að ná sér en þau flokkuðust svona 16,8 R3 og 14,3 R2 og svo hrútlamb sem var 21,6 kg E2 sá mikið eftir honum en varð að velja á milli hans og ná frænda hans og hálfbróðurs.


Sonur Nótar og Sigurfara en hann var fæddur einlembingur Nót er undan Neista 06-822 sem er víst ekki að skila nægilega frjósömum dætrum því ákvað ég að setja frekar á þrílembing sem er sammæðra móður hans. Er hálft í hvoru að vona að hún verði einlembd aftur í vor svo ég þurfi ekki að sjá svona eftir honum en með minni heppni verður hún líklega þrílembd.


Sonur Snótar og Sigurfara  sem varð fyrir valinu. Snót er ein af mínum uppáhalds kindum bæði frjósöm og mjólkurlagin, seldum hrútinn á móti honum en hann var svartur og settum gimbrina á.


Þessi er undan Sigurfara og Snót en hún er með 31mm í bak og 18 í læri.
Hérna fyrir neðan er svo önnur dóttir Sigurfara
.

Þessi er undan Lotu 11-134 og er með 30 í bak og 18 í læri.
Stundum finnst mér vera hægt að sjá það út á vorin hvaða lömb verða líklegir ásetningar en verð að viðurkenna að þegar ég rakst á hana Blessun mína í vor var það nú ekki það fyrsta sem mér datt í hug að þarna væri tilvonandi kynbótahrútur á ferð með henni
.Blessun 10-101 með gimbur og hrút undan Sigurfara.

Blessunarsonurinn það var ekki hægt annað en að setja hann á, þetta er virkilega snotur hrútur settum systur hans líka á.

Dóttir Blessunar en hún mældist með 29 í bak og 18 í læri.
Seldum svo annan hrút og gáfum eina gimbur.
Þetta voru í heildina mjög falleg lömb langt síðan við höfum fengið svona falleg lömb undan kollóttum sæðishrút eina sem hægt var að setja út á hjá þeim er að bakvöðvin á hrútlömbunum hefði mátt vera aðeins þykkari en einn var með 28 mm vöðva en hinir 29 mm hefði viljað sjá þá far yfir 30.
Væri nú gaman að fá að vita hvernig Sigurfari hefði reynst hjá ykkur hinum eða bara hvaða hrútur hefði komið best út nú eða verst.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 828921
Samtals gestir: 126041
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 16:10:15