Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

19.03.2011 23:29

Frá Hvarfi, rúningur.

emoticon þær voru vaktar af værum blund þann 1. mars s.l. og rúnar inn að skinni, okkur var ekki fagnað, og sumar í miklu sjokki og stóðu fast í sínar fjórar fætur á eftir.emoticon

Hér er Kveiksdóttir í áfalli en náði sér fljótt. Álsdóttir á bakvið.

emoticon Svo verð ég að láta fylgja eina mynd af aðalprinsinum nýklipptum, algjört bjútí.

Ullin var nú orðin ansi laus á honum.
Það var Hjalti Oddsson sem tók af fyrir okkur. Hann fræddi okkur um það að litaða féð klæddist fyrr úr ullinni en hvíta féð og þá sérstaklega mórauða. Eins og sést á honum Kolbeini var góð fild á honum.
Ég setti fleiri myndir í myndaalbúm undir heitinu Hvarf.

Kær kveðja frá Hvarfi

P.S. við höfum tekið frá 16. apríl


18.03.2011 08:00

Menningarferð

Menningarferðinn verður farin laugardaginn 16 apríl,nú förum við hring um Fellsströnd og Skarðsströnd með Héðinn F Valdimarsson sem fararstjóra, nánar auglýst síðar en muna að taka þennan dag frá.

06.03.2011 22:14

Frá Hvarfi, sæðingar og frjósemi.



Sumir segja að frjósemin sé mest þegar tungl er fullt en ég held að það sé öfugt að þá sé minni frjósemi, allavega hef ég skráð hjá mér fullt tungl þegar við höfum verið að sæða. emoticon
Árið 2006 fullt tungl 5 ær héldu, 4 af þeim með tveimur en 1 með eitt.
Árið 2007 ekkert tungl 3 ær héldu, og allar með tveimur.
Árið 2008  fullt tungl 5 ær héldu, 3 með tveimur en 2 með eitt.
Árið 2009  fullt tungl 4 ær héldu, 3 með tveimur en 1 með eitt.
Árið 2010 ekkert tungl 4 ær héldu, 3 með tveimur en 1 með eitt. ( segir sónarinn )

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að skrifa um heldur sæðingar hjá okkur í desember s.l. Nú prófuðum við að sleppa samstillingu og sæða þegar að þær voru að ganga og það gekk prýðilega nema að þær voru flest allar að ganga 30 nóv. en þá var ekki búið að opna sæðingastöðina, þarna náðu þær að plata okkur svolítið en það hafðist þó að sæða 6 ær á því tímabili sem hentaði okkur 1 des. til 10 des. en sú síðasta gekk 9 des.svo það var bara ágætt að ná þeim 3,6 og 9 des. Það voru 4 sem héldu og samkvæmt sónar eru 3 með tveimur og 1 með eitt. Hrútarnir sem við völdum sæði úr voru Hukki 06-841 frá Kjarláksvöllum og Frosti 07-843 frá Bjarnastöðum.

2 ær fengu  með Hukka:
UGLA 06-007 ef einhver hefur áhuga á ættfræðinni.( 2 lömb í henni )
F: Freyr frá Berserkseyri
FF: Fróði 02-033
MF: Flotti 98-850

STJARNA 08-014 ( 2 lömb í henni )
F: Ingi 04-030 frá Fáskrúðarbakka
FF: Frosti 02-913
MF: Freyr frá Berserkseyri

Hukki 06-841

2 ær fengu með Frosta:
GJÖF 08-012 ( 1 lamb í henni )
F: Gjafi 07-507 frá Kjalvegi
FF: Sprettur 05-389 frá Kjalvegi
MF: Klettur 05-505 frá Hólatúni

ÞRUMA 09-016 ( 2 lömb í henni )
F: Þróttur 04-991
FF: Spakur 00-909
MF: Kveikur 05-965

Frosti 07-843

Aðrar ær undan sæðingahrútum:
Álsdóttir með 2 lömb
Raftsdóttir með 2 lömb
3 Kveiksdætur allar með 2 lömb
Fannarsdóttir með 2 lömb

kveðja frá Hvarfi.


01.03.2011 13:47

Niðurstöður úr fósturvísatalningu á Hraunhálsi


 Það var talið í ánnum hjá okkur á Hraunhálsi 19 febrúar. Guðbrandur á Skörðum var mættur     klukkan 10 um morguninn og með góðri hjálp gekk talningin fljótt fyrir sig.
Niðurstöðurnar komu svolítið á óvart þar sem ég hafði búist við aðeins minni frjósemi. Allavega fækkun á þrílembdum ám, þar sem við gáfum ekkert fiskimjöl eða annan fóðurbætir fyrir fengitíman núna sem við höfum annars yfirleitt gert.

Byrjum á gemlingunum en það hefur tekist ágætlega að draga úr frjósemi þeirra. einn er geldur (það var nú reyndar ekki ætlunin að draga svo úr frjóseminni) einn með dautt lamb, fimm tvílembdir og restin með eitt.
Fullorðnu ærnar: þrjár geldar,( ein af þeim var það líka í fyrra, ein fór í keisara í vor sem leið, sú síðasta hafði bara vit fyrir okkur báðum)
Sjö fullorðnar eru einlembdar, 23 þrílembdar og 36 tvílembdar.
Ef við skoðum ærnar sem voru sæddar þá eru 3 einlembdar, 4 þrílembdar og rest með tvö.
Tveggjavetra ær: 2 með eitt, 4 með þrjú og rest með tvö.

Það er engin sæðishrútur að gefa áberandi meiri frjósemi en aðrir nema kanski Máni frá Melum eigum 5 ær undan honum og 3 eru þrílemdar og hinar með tvö. Af þessum 5 dætrum hans eru reyndar þrjár fæddir þrílembingar og eru því kannski að erfa eitthvað af frjóseminni úr móðurættinni. Mig minnir nú að hann sé ekki með sérlega hátt mat fyrir frjósemi. En  það hefur Ormur frá Heydalsá ekki heldur en þessi eina sem við eigum undan honum er þrílembd í annað sinn. Ef við tökum smá dæmi þá eru:
Af tveimur dætrum Frakksonar er önnur þrílembd en hin með tvö eins er með dætur Boga og Papa sem eru líka tvær, Af þremur dætrum Kveiks er ein með 3 og hinar með 2 eins er með þrjár dætur Grána. Dóttir Örvars er þrílembd, líka dóttir Erps og Spaks(00-909) tvær dætur Púka eru tvílembdar en dóttir Fannars er einlembd.
Ef við förum yfir útkomuna hjá gemlingunu undan sæðishrútunum þá eru tvær af þremur dætrum Grábotna með 2, báðar dætur Neista með 1 hvor, önnur Broddadóttirin er geld en hin með 1, dóttir Ás er með 1, Hólmadóttirin er líka með eitt.
18 þrílembur eru kollóttar en 5 hyrntar
Læt þetta duga í þetta skipti vona að þið skiljið eitthvað í þessu. 

23.02.2011 21:54

AÐALFUNDUR

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis
28. febrúar
í grunnskólanum í Stykkishólmi kl. 21:00



Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Skýrsla formanns
3. Reikningar
4. Inntaka nýrra félaga
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál

Stjórnin
Flettingar í dag: 288
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139463
Samtals gestir: 20162
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 23:34:50