Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

06.03.2011 22:14

Frá Hvarfi, sæðingar og frjósemi.



Sumir segja að frjósemin sé mest þegar tungl er fullt en ég held að það sé öfugt að þá sé minni frjósemi, allavega hef ég skráð hjá mér fullt tungl þegar við höfum verið að sæða. emoticon
Árið 2006 fullt tungl 5 ær héldu, 4 af þeim með tveimur en 1 með eitt.
Árið 2007 ekkert tungl 3 ær héldu, og allar með tveimur.
Árið 2008  fullt tungl 5 ær héldu, 3 með tveimur en 2 með eitt.
Árið 2009  fullt tungl 4 ær héldu, 3 með tveimur en 1 með eitt.
Árið 2010 ekkert tungl 4 ær héldu, 3 með tveimur en 1 með eitt. ( segir sónarinn )

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að skrifa um heldur sæðingar hjá okkur í desember s.l. Nú prófuðum við að sleppa samstillingu og sæða þegar að þær voru að ganga og það gekk prýðilega nema að þær voru flest allar að ganga 30 nóv. en þá var ekki búið að opna sæðingastöðina, þarna náðu þær að plata okkur svolítið en það hafðist þó að sæða 6 ær á því tímabili sem hentaði okkur 1 des. til 10 des. en sú síðasta gekk 9 des.svo það var bara ágætt að ná þeim 3,6 og 9 des. Það voru 4 sem héldu og samkvæmt sónar eru 3 með tveimur og 1 með eitt. Hrútarnir sem við völdum sæði úr voru Hukki 06-841 frá Kjarláksvöllum og Frosti 07-843 frá Bjarnastöðum.

2 ær fengu  með Hukka:
UGLA 06-007 ef einhver hefur áhuga á ættfræðinni.( 2 lömb í henni )
F: Freyr frá Berserkseyri
FF: Fróði 02-033
MF: Flotti 98-850

STJARNA 08-014 ( 2 lömb í henni )
F: Ingi 04-030 frá Fáskrúðarbakka
FF: Frosti 02-913
MF: Freyr frá Berserkseyri

Hukki 06-841

2 ær fengu með Frosta:
GJÖF 08-012 ( 1 lamb í henni )
F: Gjafi 07-507 frá Kjalvegi
FF: Sprettur 05-389 frá Kjalvegi
MF: Klettur 05-505 frá Hólatúni

ÞRUMA 09-016 ( 2 lömb í henni )
F: Þróttur 04-991
FF: Spakur 00-909
MF: Kveikur 05-965

Frosti 07-843

Aðrar ær undan sæðingahrútum:
Álsdóttir með 2 lömb
Raftsdóttir með 2 lömb
3 Kveiksdætur allar með 2 lömb
Fannarsdóttir með 2 lömb

kveðja frá Hvarfi.


Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3462
Gestir í gær: 493
Samtals flettingar: 148413
Samtals gestir: 21739
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 03:04:49