Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

01.03.2011 13:47

Niðurstöður úr fósturvísatalningu á Hraunhálsi


 Það var talið í ánnum hjá okkur á Hraunhálsi 19 febrúar. Guðbrandur á Skörðum var mættur     klukkan 10 um morguninn og með góðri hjálp gekk talningin fljótt fyrir sig.
Niðurstöðurnar komu svolítið á óvart þar sem ég hafði búist við aðeins minni frjósemi. Allavega fækkun á þrílembdum ám, þar sem við gáfum ekkert fiskimjöl eða annan fóðurbætir fyrir fengitíman núna sem við höfum annars yfirleitt gert.

Byrjum á gemlingunum en það hefur tekist ágætlega að draga úr frjósemi þeirra. einn er geldur (það var nú reyndar ekki ætlunin að draga svo úr frjóseminni) einn með dautt lamb, fimm tvílembdir og restin með eitt.
Fullorðnu ærnar: þrjár geldar,( ein af þeim var það líka í fyrra, ein fór í keisara í vor sem leið, sú síðasta hafði bara vit fyrir okkur báðum)
Sjö fullorðnar eru einlembdar, 23 þrílembdar og 36 tvílembdar.
Ef við skoðum ærnar sem voru sæddar þá eru 3 einlembdar, 4 þrílembdar og rest með tvö.
Tveggjavetra ær: 2 með eitt, 4 með þrjú og rest með tvö.

Það er engin sæðishrútur að gefa áberandi meiri frjósemi en aðrir nema kanski Máni frá Melum eigum 5 ær undan honum og 3 eru þrílemdar og hinar með tvö. Af þessum 5 dætrum hans eru reyndar þrjár fæddir þrílembingar og eru því kannski að erfa eitthvað af frjóseminni úr móðurættinni. Mig minnir nú að hann sé ekki með sérlega hátt mat fyrir frjósemi. En  það hefur Ormur frá Heydalsá ekki heldur en þessi eina sem við eigum undan honum er þrílembd í annað sinn. Ef við tökum smá dæmi þá eru:
Af tveimur dætrum Frakksonar er önnur þrílembd en hin með tvö eins er með dætur Boga og Papa sem eru líka tvær, Af þremur dætrum Kveiks er ein með 3 og hinar með 2 eins er með þrjár dætur Grána. Dóttir Örvars er þrílembd, líka dóttir Erps og Spaks(00-909) tvær dætur Púka eru tvílembdar en dóttir Fannars er einlembd.
Ef við förum yfir útkomuna hjá gemlingunu undan sæðishrútunum þá eru tvær af þremur dætrum Grábotna með 2, báðar dætur Neista með 1 hvor, önnur Broddadóttirin er geld en hin með 1, dóttir Ás er með 1, Hólmadóttirin er líka með eitt.
18 þrílembur eru kollóttar en 5 hyrntar
Læt þetta duga í þetta skipti vona að þið skiljið eitthvað í þessu. 
Flettingar í dag: 733
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 3462
Gestir í gær: 493
Samtals flettingar: 149090
Samtals gestir: 21802
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 15:43:19