Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

22.11.2009 18:54

Hrútar

  Í vetur ætla ég að kynna hrúta félagsmanna þeir munu koma einn í einu á bloggsíðuna og enda svo í myndaalbúmi undir félagshrútar. Við byrjum á hrút frá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi hann heitir Ísskápur 09-450, F: Fannar 07-808 M:Hvönn 07055 MF:Hagur 05-440. Ísskápur ( nafnið er tilkomið vegna þess að Eyberg og Lauga fóru í Borganes að sækja sæðið, og fóru áfram alla leið til Reykjavikur að sinna öðrum erindum og fengu að geyma sæðisbrúsann í ísskápnum hjá Kristínu dóttur sinni ) hann er hvítur hyrndur og er gríðarlega þroskamikill og fallegur hrútur 60 kg í september. Ísskápur er heimaalningur og eins og sjá má á myndinni hefur hann fengið góða ummönum í sumar. Hann er 112 á fótlegg.
 ómv 34-5-4,5 stig : 8,0-8,5-8,5-9,0-9,0-17,5-8,0-8,0-8,0-8,5 = 85

24.10.2009 09:27

Haustverkin

Þetta er búinir að vera drjúgir dagar hjá okkur á Berserkseyri.  Eyberg kom og plægði tvær spildur ca. þrjá hektara, hann er búinn að vera að plæja á fjórum bæjum í sveitinni. Síðan var farið að moka skít út úr fjárhúsunum, við höfðum samið við golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði um að þeir fengju hluta af honum. þegar að ég, Hreinn og Eyberg sem við tókum náttúrulega úr plæingunni til að hjálpa okkur með grindurnar höfðum opnað húsin,  komu þeir Palli Guðmunds. á skotbommulyftara, Tryggvi á Völlum á vörubíl og Þórður Magnússon á malarskóflu, þeir gengu hreint til verks og kláruðu að moka út úr einu húsi á tveimur og hálfum tíma, og komu þeir svo daginn eftir og léku sama leikinn  enda með frábærar græjur í verkið.
  Nú eru hrútarnir komnir inn en gimbrarnar verða að þrauka aðeins lengur en þær hafa góða beit og fjöru.

Hér er mynd af Bjarti Bogasyni sem var valinn besti kollótti hrúturinn á héraðssýningunni.


18.10.2009 10:17

Hrútasýning

Í gær laugardaginn 17. október var haldinn héraðssýning á lambhrútum að Bergi og var þetta góð sýning og hin mesta skemtun og sauðfjárræktarfélaginu Búa til mikils sóma, þarna voru mættir á milli 60-70 hrútar og hellingur af fólki. Reiðhöllin á Bergi er kjörin staður fyrir svona samkomur rúmgott og bjart hús.
 Ég setti inn myndir undir flokknum hrútasyningar, takk fyrir frábærann dag.
p.s ég var beðin um að taka myndir af efstu hrútum í hverjum flokki, en það fyrirfórst að taka mynd af kollótta og mislita hrútnum og biðst ég afsökunar á því.

09.10.2009 07:00

Ótitlað

Héraðssýning

 

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi. 

Byrjað verður á Mýrdal Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 17. okt. kl.10:00 

Síðan á Bergi kl. 13:30

Á Bergi verður:

Uppboð á lambhrútum.

Uppboð á gimbrum.

Handverk til sýnis og sölu. 

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar:

 

Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.

Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi, því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.

 

Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur  heldur verður stuðst við fyrri stigun. Hins vegar er nauðsynlegt að mæta með hrútinn á sýninguna.

 

Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það verður ekki gert verður hrúturinn ekki með í sýningunni.

 

Hvert býli má koma með þrjá hrúta í hverjum flokki þ.e 3 kollóttir, 3 hyrndir og 3 mislita og ferhyrnda. Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

 

Sauðfjárræktarfélagið Búi 

 

02.10.2009 11:40

Hrútasýning 2009

Hrútasýning var haldinn í félaginu 27 sept kl 1400, á Hraunhálsi.
Besti hyrndi veturgamli hrúturinn var Huginn 08503 undan Fóstra Kveiksyni
Eigandi Eiríkur
Besti Misliti Veturgamli hrúturinn var Hrammur 08449 undan Völundi Spaksyni
Eigandi Guðlaug
Besti kollótti veturgamli hrúturinn var Hrammur 08449 en hann ákvað að freista gæfunnar í þeim flokki líka.
Bestu lambhrútarnir voru valdir.
Besti var hyrndur  nr 342 undan Þrótti 04991 lamb upp á 87,5 stig með 19 í læri og 10 í bak.
Eigandi Eiríkur Helgason
annar besti var kollóttur nr 92 undan Völundi 07442 upp á 85 stig með 18 í læri og 9 í bak
Eigandi Guðlaug Sigurðardóttir
þriðja besta var hyrndur nr 118 undan Demanti 07182 upp á 86 stig með 18,5 í læri og 9 í bak.
Eigandi Högni Bæringsson.

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139692
Samtals gestir: 20205
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:55:42