Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

18.03.2010 22:34

Aðalfundur

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis

Verður haldinn fimmtudaginn 25. mars klukkan 21:00 í Grunnskólanum Stykkishólmi. 

Dagskrá

1 Erindi formanns
2 Reikningar 
3 Kosningar
4 Önnur mál
                                       Stjórnin



17.03.2010 22:36

Frá Hvarfi

Jæja hér koma loksins upplýsingarnar sem ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að skrifa um, en það er um sæðingarnar hjá okkur, mér finnst spennandi að spá í þær og bíð ég alltaf mjög spennt eftir hrútaskránni.
Sæðingar gengu ekki eins vel og við vonuðumst eftir en aldrei þessu vant gekk mjög vel að samstilla kindurnar en þær voru sæddar á öðru gangmáli frá svampaúrtöku.
Við sæddum 10 kindur og hrútarnir sem við völdum voru Hrói, Grábotni, og Raftur, rosalega flottir hrútar. 4 kindur sæddar með Hróa tvær af þeim voru gamalblæsmur ekki kannski alveg að marka það en við vorum með tvo skammta ónýtta svo því ekki að nota þá en það gekk ekki, það var ein sem hélt. 3 voru sæddar með Grábotna þær héldu allar ( ein kindin er grábotnótt ). 3 voru sæddar með Raft það hélt engin af þeim og ein gengur ennþá síðast í síðustu viku var hún enn að ganga, sennilega ónýt? Við eigum eina kind undan Raft, gemlingsárið gaf hún okkur gimbur sem flokkaðist í R 3- og var fallið 14 kg. Flokkunin hjá okkur var, vöðvi 9,91 og fita 6,6 slátrað var 8 október. Lömb undan 1.vetra ám fjöldi 4 fallþ. 13.5 vöðvi 9,5 fita 6,8 það er rétt að láta það fylgja að þetta var ekki stór hópur.
En, svona standa málin ef við höfum reiknað þetta rétt út þá fer að koma að þvi bráðum en áætlaður burður á að hefjast 26 apríl.
Eiríkur hefur verið að kynna lambhrúta félagsins og fylgist ég spennt með því og vona að þeir komi allir á sýningu félagsins næsta haust, og talandi um hrútasýningu þá rak ég augun í þessi vísubrot sem ég verð að láta fylgja með.

Rýnt var í svipinn, rætt um gripinn
og ráðin gefin snjöll:
Fæturna styttið, fitið þið mittið,
fjarlægið hárlýti öll.

Tálgaðu klaufirnar, togið greiddu
og tennur þú bursta skalt.
Sælan hrútinn á sýningu leiddu,
en sjálfur þar kjafti halt.

Lifið heil

Kveðja frá Hvarfi

13.03.2010 09:00

Hrútar

Næsti hrútur er á Grund hjá Guðmundi Benjamínssyni Stykkishólmi, hann heitir Fannar 09-173 en hann er keyptur frá búi sem ekki er í skýrsluhaldi og því vantar ætternis upplýsingar en Fannar er hvítur kollóttur með breiðan þróttlegan og svipfríðan haus, herðar mjög breiðar og holdfyllltar, góðar útlögur breitt bak og prýðisgóð vöðvafylling í mölum og lærum, ullarmikill hreinhvítur, bollangur, gríðar þroska mikill og þykkvaxinn hrútur 

07.03.2010 09:16

Hrútar

Hér er komin hrúturinn Bjartur 09-508 á Berserkseyri hann er hvítur kollóttur og mjög ullar mikill og fallegur á velli hann er jafnvaxinn og gríðarlega bollangur. Bjartur 09-508 var valin besti kollótti lambhrúturinn í Snæfellsnes og Hnappadalssýslu.
 F:Bogi 04-814 M: Rauðhetta 03-172 MF: Bjartur 00-641. Bjartur 09-508 var 52 kíló - fótleggur 111, 
ómv 32-2,9-4,0 stig 8,0-8,5-8,5-9,0-9,0-18,0-9,0-8,0-9,0=87,0

28.02.2010 10:52

Hrútar

Þá er komið að Berserkseyrarhrútnum Kjarna 09-507 hann er hvítur kollóttur og mjög bollangur hrútur, ullarmikill og fallegur á velli F:Bogi 04-814 M:Skuld 06-010 MF:Dropi 05-507. Kjarni var 49 kíló í september fótleggur 112 ómv 29-2,5-4,0 stig 8,0-8,5-8,0-9,0-9,0-17,5-9,0-8,0-9,0=86,0
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139530
Samtals gestir: 20169
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 04:49:32