Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

09.04.2012 13:15

Frá Bjarnarhöfn


Lömb,lömb,lömb,lömb,lömb,lömb,lömb,lööömmmbbb.

Það verður bókstaflega allt fullt og meir en það af lömbum hjá Siggu og Brynjari bændum í Bjarnarhöfn
Þetta eru glæsilegar tölur innilega til hamingju með frábæra frjósemi og vonandi á eftir að ganga vel að venja undan og undir.
En sjáið þið þessar tölur

Fullorðnar ær

Geldar 12
Einlembdar 41
Tvílembdar 284
Þrílembdar 69
Fjórlembdar 3

Gemlingar

Geldir 17
Einlembdir 44
Tvílembdir 38


Eru ekki allir að verða spenntir að fá lömb?
Það fer að styttast.
emoticon

07.04.2012 23:56

Páskar


Gleðilega páskahátíð






07.04.2012 21:01

Heimsókn að Ystu - Görðum

Við fórum með ullina í gáminn á Ystu-Görðum á fimmtudaginn var og þá hittum við bræðurnar Andrés og Björgvin og fengum að kíkja í fjárhúsin. Ég vað alveg heilluð af öllum mórauðu kindunum þar, hef ekki fyrr séð jafn mikið af svona fallega mórauðum kindum, mér skildist að það væru um sjötíu mórauðar kindur á bænum og væru flestar komnar út af hrút sem þau (Andrés og Þóra) áttu sem var undan Möl 95-812 frá Hesti en var sá hrútur líka að skila frjósömum og mjólkurlögnum ám.
Ef að þau byggju ekki vitlausu megin við girðinguna hefði ég örugglega reynt að falast eftir einum eða tveimur gimbrum hjá þeim. Hérna fylgja svo myndir af nokkrum mórauðu kindunum.




Þær eru fallega dökk mórauðar þessar.



Þarna er svo ein grámórauð og þessi fyrir aftan hana er aðeins ljósari svona hálf rústrauð virkilega falleg.
Að endingu var okkur boðið að kíkja í líkamsræktarstöðina eins og Andrés kallaði gömlu fjárhúsin en þar eru gemlingarnir og lambhrútarnir hafðir og öllu gefið í höndunum uppá gamla mátan en þarna eru um 200 gemsar.
.

Það er greinilega ekki slegið slöku við í ræktinni því þarna voru vel fóðruð og þroska mikil lömb.


Þessi lambhrútur er fengin frá Álftavatni og er undan Borða 08-838 flottur hrútur eins og þeir eru margir undan Borða.

05.04.2012 17:30

Frá Hvarfi


Þá er það tilbúið.
Sauðahangilæri og heimabakað flatbrauð
Hvað er íslenskara og betra?
emoticon

og nauðsynlegt að eiga á sauðburði.


05.04.2012 00:09

Hangikjöt



Nammi namm er þetta ekki málið um páskana að hafa hangilæri í matinn?



Lambakjötið klikkar ekki.
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139381
Samtals gestir: 20150
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 15:59:08