Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

09.02.2012 15:36

Hæst stiguðu lambhrútarnir 2011


Hér er yfirlit yfir hæst stiguðu lambhrútana í félaginu haustið 2011

opna hér


Svona leggjast stundum hrútadómar á fólk,
emoticon  sumir fagna á meðan aðrir leggjast á bæn.emoticon


Ég setti nokkrar myndir frá síðustu hrútasýningu
Sjá hér


08.02.2012 17:50

Fósturvísatalning í Nýræktinni.



Fósturvísatalning

 verður í Nýræktinni á laugardaginn 11 febrúar n.k. kl. 9¨
emoticon   

Upplýsingar gefur Högni Bæringsson í síma 8476758

Á myndinni eru Guðmundur, Guðbrandur, Högni, Steini Kúld og Einar Hólm.
Myndin er tekin við talningu 2011.

31.01.2012 21:34

Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins á Hraunhálsi 2011




Datt í hug að skrifa aðeins um hvernig útkoman var á sauðfjárbúskapnum hjá okkur á síðasta ári.
Það var óvenju mikið af gimbrunum settar á eða seldar þetta haustið þannig að þau lömb sem enduðu í sláturhúsi voru að stórum hluta hrútlömb,þeim var flestum slátrað 22 sept en restin fór 5. okt.
 Meðalvigtin var 18,3 kg, gerðin 10,3 og fita 8,0 þetta er ekkert ósvipuð niðurstaða og haustið 2010
þó eru þau tæpu kílói þyngri nú og gerðin örlítið betri en þau eru aðeins feitari. En það stendur til að reyna að ná niður fitunni næsta haust enda settum við á tvo hrúta undan Frosta og voru þeir talsvert notaðir en vonandi fer gerðin ekki sömuleið þ.e.a.s. niður.
Fullorðnar ær;
Eftir hverja á 37,9 kg. og á með lambi 36,4 kg., meðalfjöldi fæddra lamba 2,24 og lömb til nytja 2,03.
Veturgamlar:
 Á með lambi 21,0 kg hverja á 19,1 kg.
Hérna fyrir neðan læt ég svo fylgja kjötmatsskýrslu eftri feðrum en það verður að hafa það í huga að lömbin eru misgömul,og mjög mismörg lömb voru sett á undan hverjum hrút.

Kjötmatsskýrsla eftir feðrum
04-814 Bogi        fj. 1     fallþ. 21,0 kg     gerð  11,0     fita 5,0   eink. 109,8
06-841 Hukki      fj   2    fallþ.  21,3 kg    gerð 12,5    fita  8,0  eink. 107,9
07-823 Blossi     fj   2    fallþ.  21,1         gerð  11,0   fita 9,0   eink.  97,3
07-835 Sokki      fj   4    fallþ.  20,2         gerð  12,5   fita 9,5   eink   99,9
07-843 Frosti      fj   1    fallþ.  19,7         gerð. 11,0   fita 8,0   eink.   101,4
08-838 Borði       fj   3    fallþ.  20,6         gerð  11,0  fita 9,0   eink.  96,1
07-442 Völundur  fj.  12  fallþ.  17,6         gerð  10,3  fita 8,3   eink.  93,0
07-445 Lumbri     fj   7    fallþ.  16,9         gerð  10,1  fita  7,9  eink.   100,7
10-435 Kappi      fj   10   fallþ.  17,1         gerð  9,2    fita  7,5  eink   96,0
10-436 Drómi      fj   8    fallþ    18,9        gerð   11,4  fita  8,0  eink.   111,5
10-437 Usli         fj   16  fallþ.   19,3        gerð   10,1  fita  7,9  eink.   98,2
10-438 Köggull    fj   14  fallþ.   17,3        gerð   9,9    fita  7,8  eink    99,6


23.01.2012 23:33

Túnrækt

Við höfum gaman af því að prufa af og til nýjar gras og grænfóður tegundir sumt tekst en annað ekki. reyndum tvisvar sinnum við korn rækt og er það fullreynt og eins hefur sumar rýgresið ekki gefið okkur ásættanlega uppskeru. Þegar við endurræktum túnin sáum við repju í þau fyrstu tvö árin en lokum þeim svo með vallafoxgrasi. Repjuræktin hefur heppnast vel og nýtum við repjuna bæði til beitar og sláttar.


Áður fyrr notuðum við yfirleitt Vallarfoxgras afbrigðið  Engmo en síðustu fimm árin höfum við sáð Snorra.
Vorin 2009 og 2010 endurræktuðum við svo kallað blautastykki en það eru 8 samliggjandi tún samtals 8,9 hektarar við sáðum Vallarfoxgrasi í þau öll nema einn hektara sem við sáðum í Hávingli afbrigðinu Kasper. Í sumar var Hávingullin á öðru ári og hin á öðru og þriðja ári að meðaltali vorum við að fá 14-15 rúllur af hektaranum af þessum túnum í fyrra slætti Hávingullin gaf aðeins minni uppskeru en Vallarfoxgrastúnin í fyrri slætti en hávingullin var að gefa meira í seinni slætti.
Hérna fyrir neðan sjáið þið svo hvernig háin leit út


og hér er svo önnur mynd.

Hávingullin gefur að því virðist góðan endurvöxt og gæti því nýst vel til beitar og er að mörguleiti athyglis verð grastegund og svo á það eftir að skýrast hvað hún endist lengi í túnunum skilst að hún þoli illa svellalög því horfir kannski ekki vel fyrir henni þennan veturinn.
Þó það geti verið erfitt að múga vel sprottið Vallarfoxgras með dragtengdri múgavél var það en verra að múga Hávingulin og vorum við ákveðin í að sá ekki einu einasta strái af honum aftur nema við myndum kaupa okkur nýja múgavél en okkur er að renna reiðin svo það er aldrei að vita hvað við gerum í vor. Það hefði  kannski gengið betur ef við hefðum þurkað hann betur, hann virðist þorna seinna en Vallarfoxgrasið.
Ekki er en þá komin reynsla á listugleikan þar sem við vorum bara að opna fyrstu rúlluna í dag en Kyrrð fékk að smakka og virtist líka ágætlega.


22.01.2012 15:05

Fundargerð

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í Grunnskóla Stykkishólms 28.febrúar 2011.

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn  og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns. 17. Apríl var farið í menningarferð og komið við á Haukatungu-Syðri 2 og Snorrastöðum  var okkur vel tekið  á báðum bæum og gaman að skoða og fræðast um búskapinn þar, síðan var kíkt á Mýrarelda hátíðina á   Lyngbrekku og endað í mat á Vegamótum.                                                                              Formanna fundur var á Hvanneyri í byrjun september þar sem farið var yfir störfin fram undan, lambamælingar og sýningar.                                                                                                  Héraðsýning  Snæf- og Hnappadalssýslu fór fram  að þessu sinni á Hjarðarfelli og Haukatungu- syðri 2, 81 hrútar voru skráðir  til leiks og varð Mundasonur frá Gaul í Staðarsveit héraðsmeistari en Lauga og Eyberg hrepptu annað sætið í kollóttum með lambhrút undan Völundi.

Sá hrútur sem er með hæsta BLUP (131) fyrir  fitu í félaginu er Sprækur 05-475  F: Hylur 01-883  en Sprækur  er nú í eigu Hólabúsins. Hæsta BLUP fyir gerð (124) hefur Breki 06-503 F: Lækur 02-031, Breki er frá Bjarnarhöfn. Fyrir frjósemi (116) er Toppur 05-056 hæstur F: Óður  hann er líka frá Bjarnarhöfn og einnig  sá hrútur sem hæstur er fyrir mjólkurlagni(115) en það er Funi 08-002 undan Frosta 07-081. Hæsta heildar BLUP hefur ( gerð +fita) svo áður nefndur Sprækur á Hólum 118,6. Afurða hæsta búið í félaginu árið 2010 er bú Gunnars Jónssonar á Álfhóli Sth. Með 43,3 kg eftir ánna og er hann í 3. sæti yfir landið glæsilegur árangur það.                                                                                               Afurðir félagsánna hafa annars verið örlítið á niður leið síðustu þrjú árin . 2008 voru 30 kg á á með lambi og hverja á 28 kg - 2009 30,2 kg á.m.l og hverja á 27,7  og núna 2010 29,4 kg á á.m.l og 27,3 eftir hverja á.

Reikningar. Gjaldkeri Þorsteinn K. Björnsson gerð grein fyrir reikningum félagsins, eign í árslok 2010 var 543.942 kr í ferðasjóði eru 36.727 kr. Voru þeir samþykktir samhljóða. Gjaldkeri vakti athygli á bágri fjárhagstöðu félagsins enda hefðu vaxta tekju dregist mjög saman og tap ársins væri 33.647 kr. Einhverjir félagsmenn skulda enþá félagsgjöld og hrútasýningargjöld og fór gjaldkeri fram á að fá samþykki fundarins til að senda þeim gíróseðil á þeirra kostnað ef ekki úr rættist og var það samþykkt af fundarmönnum. Nokkrar umræður urðu í framhaldinu  um hvernig auka mætti tekjur og kom upp tillaga um að halda félagsvist og var talsverður áhugi fyrir því.

Inntaka nýrra félaga. Fimm aðilar óskuðu eftir inngöngu í félagi að þessu sinni en það voru ; Guðrún K. Reynisdóttir Gríshóli, Kristín Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Líney Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Lilja Jóhannsdóttir Stykkishólmi og Einar Jónsson Einarsstöðum Stykkishólmi . Var beiðni þeirra  að sjálfsögðu samþykkt og þau boðin velkomin í félagið. Engin mætti þó með vísu að þessu sinni en við bíðum bara spennt eftir næsta fundi og gætum við þá  átt von á  vísna kvöldi ef að líkum lætur.

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala. Hrútasýning félagsins var haldin 3. Okt  var hún vel sótt af mönnum og hrútum. Keppt var bæði í flokki veturgamalla og lambhrúta en úrslitin voru eftirfarandi.

  Í flokki hyrndra veturgamalla var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Vafi 09-510 faðir hans er Þróttur 04-991 og móðir Lind 06-002, stig 86,5

  Í öðru sæti var hrútur Helgu og Þorsteins í Hvarfi, Póló 09-151 faðir hans er Mímir 06-035og móðir 0-732(frá Fáskrúðarbakka) stig 85

  Þriðja sætið hlaut svo Bessi 09-182 Högna Bæringssonar Einarsstöðum faðir hans er Púki 06-807 og móðir er Bessa 05-147 stig 86

  Í flokki veturg. kollóttra var í fyrsta sæti Puntur 09-431 frá Hraunhálsi faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Döf 07-050 stig 86

  Annað sætið hlaut Bjartur 09-508 Eiríks Helgasonar faðir Bjarts er Bogi 04-814 og móðir er Rauðhetta stig 86

  Í þriðja sæti var hrútur frá Ögri, Þribbi 09-401 faðir hans er Grísi 06-394 móðir Trilla 04-647 stig 84,5

  Í flokki veturgamalla mislitra var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Grettir 09-509 en hann er gráflekkóttur faðir er Skrauti 07-826 móðir Gáta 07-034 stig 83,5

  í öðru sæti hafnaði svo Höldur 09-432 en hann er í eigu Hraunhálsbúsins móflekkóttur faðir Skrauti 07-826 móðir Taska 05-211(frá Eiríki H.) stig 83

  Þriðja sætið hreppti svo hrútur Gunnars Jónssonar Álfhóli Pjakkur 09-240 hann er mórauður hyrndur faðir er Fannar 07-808 og móðir Hildur 06-015 (frá Fossi) stig 82

  Síðan var keppt um þrjá bestu lambhrútana óháð hornum og lit. Fyrsta sætið í þeim flokki hlaut lambhrútur nr. 219  frá Hraunhálsi faðir hans er Muninn 09-433 og móðir Tryggð 09-079 stig 84,5

 

  Annað sætið hreppti lambhrútur nr. 18 frá Eiríki Helgasyni faðir er Vafi 09-510 og móðir Spyrna 09-078 stig 87

  Í þriðja sæti hafnaði svo hrútur nr.180 frá Hraunhálsi faðir Mundi 06-832 móðir Samúð 08-075  stig 85,5

Önnur mál. Vakin var athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum Sheepskill  sem fyrirhugað er að halda áfram með á næstunni. Ferðanefnd  kynnti væntanlega ferð félagsins fyrir Klofning sem fara á í Apríl.  Fundir og hrútasýningar verða hér eftir auglýstar á heimasíðu félagsins og voru félagsmenn hvattir til að fylgjast með auglýsingum þar þegar sá tími er komin þegar vænta má þeirra. Héraðsýningin verður í höndum Búa og okkar félags í haust ( 2011) rætt var um áhuga á að vera með sérstaka sölubása á sýningunni.

Kosningar. Formaður átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörin samhljóða.

Fleira ekki gjört fundi slitið. Á fundinn voru mættir; Guðmundur Benjamínsson, Gunnar Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Agnar Jónasson, Þorsteinn Kúld Björnsson, Eiríkur Helgason, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, J. Eyberg Ragnarsson, Hannes Gunnarsson, Hermann Guðmundsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Lárus F Hallfreðsson, Högni Bæringsson, Magnús Valdimarsson, Álfgeir Marinóson, Kristín Benidiktsdóttir, Líney Benidiktsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.

 



                                                          
                                  

 

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139568
Samtals gestir: 20180
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 09:24:10