Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

22.01.2012 15:05

Fundargerð

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í Grunnskóla Stykkishólms 28.febrúar 2011.

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn  og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns. 17. Apríl var farið í menningarferð og komið við á Haukatungu-Syðri 2 og Snorrastöðum  var okkur vel tekið  á báðum bæum og gaman að skoða og fræðast um búskapinn þar, síðan var kíkt á Mýrarelda hátíðina á   Lyngbrekku og endað í mat á Vegamótum.                                                                              Formanna fundur var á Hvanneyri í byrjun september þar sem farið var yfir störfin fram undan, lambamælingar og sýningar.                                                                                                  Héraðsýning  Snæf- og Hnappadalssýslu fór fram  að þessu sinni á Hjarðarfelli og Haukatungu- syðri 2, 81 hrútar voru skráðir  til leiks og varð Mundasonur frá Gaul í Staðarsveit héraðsmeistari en Lauga og Eyberg hrepptu annað sætið í kollóttum með lambhrút undan Völundi.

Sá hrútur sem er með hæsta BLUP (131) fyrir  fitu í félaginu er Sprækur 05-475  F: Hylur 01-883  en Sprækur  er nú í eigu Hólabúsins. Hæsta BLUP fyir gerð (124) hefur Breki 06-503 F: Lækur 02-031, Breki er frá Bjarnarhöfn. Fyrir frjósemi (116) er Toppur 05-056 hæstur F: Óður  hann er líka frá Bjarnarhöfn og einnig  sá hrútur sem hæstur er fyrir mjólkurlagni(115) en það er Funi 08-002 undan Frosta 07-081. Hæsta heildar BLUP hefur ( gerð +fita) svo áður nefndur Sprækur á Hólum 118,6. Afurða hæsta búið í félaginu árið 2010 er bú Gunnars Jónssonar á Álfhóli Sth. Með 43,3 kg eftir ánna og er hann í 3. sæti yfir landið glæsilegur árangur það.                                                                                               Afurðir félagsánna hafa annars verið örlítið á niður leið síðustu þrjú árin . 2008 voru 30 kg á á með lambi og hverja á 28 kg - 2009 30,2 kg á.m.l og hverja á 27,7  og núna 2010 29,4 kg á á.m.l og 27,3 eftir hverja á.

Reikningar. Gjaldkeri Þorsteinn K. Björnsson gerð grein fyrir reikningum félagsins, eign í árslok 2010 var 543.942 kr í ferðasjóði eru 36.727 kr. Voru þeir samþykktir samhljóða. Gjaldkeri vakti athygli á bágri fjárhagstöðu félagsins enda hefðu vaxta tekju dregist mjög saman og tap ársins væri 33.647 kr. Einhverjir félagsmenn skulda enþá félagsgjöld og hrútasýningargjöld og fór gjaldkeri fram á að fá samþykki fundarins til að senda þeim gíróseðil á þeirra kostnað ef ekki úr rættist og var það samþykkt af fundarmönnum. Nokkrar umræður urðu í framhaldinu  um hvernig auka mætti tekjur og kom upp tillaga um að halda félagsvist og var talsverður áhugi fyrir því.

Inntaka nýrra félaga. Fimm aðilar óskuðu eftir inngöngu í félagi að þessu sinni en það voru ; Guðrún K. Reynisdóttir Gríshóli, Kristín Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Líney Benidiktsdóttir Stykkishólmi, Lilja Jóhannsdóttir Stykkishólmi og Einar Jónsson Einarsstöðum Stykkishólmi . Var beiðni þeirra  að sjálfsögðu samþykkt og þau boðin velkomin í félagið. Engin mætti þó með vísu að þessu sinni en við bíðum bara spennt eftir næsta fundi og gætum við þá  átt von á  vísna kvöldi ef að líkum lætur.

Afhending verðlauna og viðurkenningarskjala. Hrútasýning félagsins var haldin 3. Okt  var hún vel sótt af mönnum og hrútum. Keppt var bæði í flokki veturgamalla og lambhrúta en úrslitin voru eftirfarandi.

  Í flokki hyrndra veturgamalla var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Vafi 09-510 faðir hans er Þróttur 04-991 og móðir Lind 06-002, stig 86,5

  Í öðru sæti var hrútur Helgu og Þorsteins í Hvarfi, Póló 09-151 faðir hans er Mímir 06-035og móðir 0-732(frá Fáskrúðarbakka) stig 85

  Þriðja sætið hlaut svo Bessi 09-182 Högna Bæringssonar Einarsstöðum faðir hans er Púki 06-807 og móðir er Bessa 05-147 stig 86

  Í flokki veturg. kollóttra var í fyrsta sæti Puntur 09-431 frá Hraunhálsi faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Döf 07-050 stig 86

  Annað sætið hlaut Bjartur 09-508 Eiríks Helgasonar faðir Bjarts er Bogi 04-814 og móðir er Rauðhetta stig 86

  Í þriðja sæti var hrútur frá Ögri, Þribbi 09-401 faðir hans er Grísi 06-394 móðir Trilla 04-647 stig 84,5

  Í flokki veturgamalla mislitra var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Grettir 09-509 en hann er gráflekkóttur faðir er Skrauti 07-826 móðir Gáta 07-034 stig 83,5

  í öðru sæti hafnaði svo Höldur 09-432 en hann er í eigu Hraunhálsbúsins móflekkóttur faðir Skrauti 07-826 móðir Taska 05-211(frá Eiríki H.) stig 83

  Þriðja sætið hreppti svo hrútur Gunnars Jónssonar Álfhóli Pjakkur 09-240 hann er mórauður hyrndur faðir er Fannar 07-808 og móðir Hildur 06-015 (frá Fossi) stig 82

  Síðan var keppt um þrjá bestu lambhrútana óháð hornum og lit. Fyrsta sætið í þeim flokki hlaut lambhrútur nr. 219  frá Hraunhálsi faðir hans er Muninn 09-433 og móðir Tryggð 09-079 stig 84,5

 

  Annað sætið hreppti lambhrútur nr. 18 frá Eiríki Helgasyni faðir er Vafi 09-510 og móðir Spyrna 09-078 stig 87

  Í þriðja sæti hafnaði svo hrútur nr.180 frá Hraunhálsi faðir Mundi 06-832 móðir Samúð 08-075  stig 85,5

Önnur mál. Vakin var athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum Sheepskill  sem fyrirhugað er að halda áfram með á næstunni. Ferðanefnd  kynnti væntanlega ferð félagsins fyrir Klofning sem fara á í Apríl.  Fundir og hrútasýningar verða hér eftir auglýstar á heimasíðu félagsins og voru félagsmenn hvattir til að fylgjast með auglýsingum þar þegar sá tími er komin þegar vænta má þeirra. Héraðsýningin verður í höndum Búa og okkar félags í haust ( 2011) rætt var um áhuga á að vera með sérstaka sölubása á sýningunni.

Kosningar. Formaður átti að ganga úr stjórn en hann var endurkjörin samhljóða.

Fleira ekki gjört fundi slitið. Á fundinn voru mættir; Guðmundur Benjamínsson, Gunnar Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Agnar Jónasson, Þorsteinn Kúld Björnsson, Eiríkur Helgason, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, J. Eyberg Ragnarsson, Hannes Gunnarsson, Hermann Guðmundsson, Héðinn Fífill Valdimarsson, Lárus F Hallfreðsson, Högni Bæringsson, Magnús Valdimarsson, Álfgeir Marinóson, Kristín Benidiktsdóttir, Líney Benidiktsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.

 



                                                          
                                  

 

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 138151
Samtals gestir: 19876
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 13:15:06