Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

23.01.2012 23:33

Túnrækt

Við höfum gaman af því að prufa af og til nýjar gras og grænfóður tegundir sumt tekst en annað ekki. reyndum tvisvar sinnum við korn rækt og er það fullreynt og eins hefur sumar rýgresið ekki gefið okkur ásættanlega uppskeru. Þegar við endurræktum túnin sáum við repju í þau fyrstu tvö árin en lokum þeim svo með vallafoxgrasi. Repjuræktin hefur heppnast vel og nýtum við repjuna bæði til beitar og sláttar.


Áður fyrr notuðum við yfirleitt Vallarfoxgras afbrigðið  Engmo en síðustu fimm árin höfum við sáð Snorra.
Vorin 2009 og 2010 endurræktuðum við svo kallað blautastykki en það eru 8 samliggjandi tún samtals 8,9 hektarar við sáðum Vallarfoxgrasi í þau öll nema einn hektara sem við sáðum í Hávingli afbrigðinu Kasper. Í sumar var Hávingullin á öðru ári og hin á öðru og þriðja ári að meðaltali vorum við að fá 14-15 rúllur af hektaranum af þessum túnum í fyrra slætti Hávingullin gaf aðeins minni uppskeru en Vallarfoxgrastúnin í fyrri slætti en hávingullin var að gefa meira í seinni slætti.
Hérna fyrir neðan sjáið þið svo hvernig háin leit út


og hér er svo önnur mynd.

Hávingullin gefur að því virðist góðan endurvöxt og gæti því nýst vel til beitar og er að mörguleiti athyglis verð grastegund og svo á það eftir að skýrast hvað hún endist lengi í túnunum skilst að hún þoli illa svellalög því horfir kannski ekki vel fyrir henni þennan veturinn.
Þó það geti verið erfitt að múga vel sprottið Vallarfoxgras með dragtengdri múgavél var það en verra að múga Hávingulin og vorum við ákveðin í að sá ekki einu einasta strái af honum aftur nema við myndum kaupa okkur nýja múgavél en okkur er að renna reiðin svo það er aldrei að vita hvað við gerum í vor. Það hefði  kannski gengið betur ef við hefðum þurkað hann betur, hann virðist þorna seinna en Vallarfoxgrasið.
Ekki er en þá komin reynsla á listugleikan þar sem við vorum bara að opna fyrstu rúlluna í dag en Kyrrð fékk að smakka og virtist líka ágætlega.


Flettingar í dag: 381
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 138875
Samtals gestir: 19982
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:42:16