Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

17.04.2011 17:54

Ferðasaga

Jæja,  þá er lokið meiriháttar góðri ferð sem mig langar aðeins að segja frá og sýna myndir.
Við lögðum af stað í þokkalegu veðri en köflótt var það allan daginn og frekar lítið skyggni.
Fengum aldeilis flottan bíl, haft var orð á því að hér væu engir kotbændur á ferð.

Ferðinni var heitið inn í Ólafsdal, þungfært var vegna bleytu en allt hafðist það og vorum við í öruggum höndum Guðmundar bílstjóra.
Í Ólafsdal tók á móti okkur Valdís Einarsdóttir og sagði okkur frá staðnum.


Eyberg, Valdís,  Björgvin.

Ég setti inn nokkrar myndir í albúm undir menningaferðir.
Set inn næsta kafla úr ferðasögunni fljótlega og ég hvet ykkur kæru ferðafélagar að setja inn efni, því betur sjá augu en auga.
Takk fyrir góðan dag.

Kveðja Helga.emoticon


15.04.2011 19:45

Síðasti fróðleiksmolinn

Hér kemur síðasti fróðleiksmolinn fyrir ferðina okkar og vona ég að þið hafið haft gaman af.

Björn Anton er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Hann hefur alla tíð haft næmt auga fyrir því fallega í umhverfi sinu. Síðastliðin ár hefur hann verið öflugur áhugaljósmyndari og unnið með margvísleg viðfangsefni. Í þetta sinn eru það fossar og vatnsföll í Dölum.

 

Sýningin verður opin frá föstudeginum 15. apríl til miðvikudagsins 20. apríl. Sjá nánar opnunartíma Leifsbúðar. Allir velkomnir!

 



Hér eru sýnishorn af myndum sem Toni hefur tekið.http://flickr.com/baeinarsson

Svona verður þetta bráðum hjá okkur, sauðburði lokið áður en við vitum af og sumarið komið.


Og að lokum falleg sumarmynd af Fellsströnd.


11.04.2011 21:28

Tilkynning frá ferðanefnd

emoticonÞá er komið að lokaferðaáætlun, aðeins smá breyting.
Lagt verður af stað kl 09.00 fá Bensó

Stoppað í Búðardal og fararstjóra hleypt út á dvaló.

Svo verður ferðinni heitið inn í Ólafsdal, leiðsögn um staðinn og ef einhver hefur áhuga á Ólafsdalsfélaginu, stendur það öllum opið og eru félagsgjöld 5.000- kr á ári.

Ytri Fagridalur næsti viðkomustaður. Við erum öll hjartalega velkomin í Ytri Fagradal, þar verður boðið upp á hvannalamba kjötsúpu eins og menn geta í sig látið. Og fjárhúsin skoðuð að sjálfsögðu.

Þjófagjáin á Heinabergi skoðuð og þar á eftir Surtabrandsnáman.

Geirmundarstaðir ( þaðan kemur stöðvahrúturinn Hrói 07-836 ) fjárhús skoðað.

Þar á eftir keyrt niður að Skarðsstöð og því næst farið í Skarðskirkju.

Stoppað verður að Ballará og fólki hleypt út, sá sem finnur Snorraskjól, finnur það á því að honum rís hold að þarfalausu einum á ferð.

Stoppað verður á útsýnisplani við Langeyjanesafleggjara ef veður leyfir og síðan keyrt inn Fellsströnd og farið um efri byggð.

Að lokum verður komið við í Búðardal og skoðuð ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar.

Þar verður hægt að enda í léttum kvöldverði.

Áætlaður komutími í Stykkishólm kl. 21.00

Fararstjóri Héðinn F. Valdimarsson

Bílstjóri Guðmundur Þór Guðþórsson

Fargjald í rútu  kr. 3.000- á mann.

Verð á hvannalambakjötsúpu kr. 500- á mann.

Ferðafélagar þurfa á hafa fargjaldið og pening fyrir kjötsúpunni í beinhörðum peningum og greiða við inngang á langferðabíl þar sem háttvirtur gjaldkeri mun taka við greiðslum.

Farið verður stundvíslega kl 09.00.     ENN ERU ÖRFÁ SÆTI LAUS.

Kveðja frá ferðanefnd.


Héðinn F. Valdimarsson Selskógum fararstjóri.       Gunnar Jónsson Álfhóli ferðanefnd.



11.04.2011 15:00

Fróðleiksmolar fyrir ferðalanga félagsins.

emoticonÁ næstu dögum koma hér fróðleiksmolar um þá staði sem farið verður á eða framhjá.
Það kemur einn moli á dag næstu daga en bendi á frábæru síðuna hjá þeim í Dalabyggð
þar er mikill fróðleikurhttp://dalir.is/  Hér fyrir neðan er fimmti molinn.
Og til gamans má geta þess að á laugardaginn 9 arpríl s.l. var slegið met í gestakomu á síðuna en alls voru gestir 120 og flettingar 860. Takk fyrir komuna gott fólk.

11.04.2011 14:50

Skarð


Skarð á Skarðsströnd hefur verið eitt helsta höfuðból landsins í gegnum aldirnar. Skarð er mikil hlunnindajörð og Skarðsbændur því jafnan ríkir og áttu mikið undir sér.

Frægust Skarðsverja er Ólöf Loftsdóttir "Ólöf ríka", ekkja Björns hirðstjóri Þorleifssonar. "Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði" er eftir henni haft þegar Englendingar höfðu drepið mann hennar í Rifi 1467. Ólöf hefndi hans grimmilega, tók Englendinga höndum og flutti þá heim að Skarði. Þar þrælkaði hún þeim út og lét þá meðal annars leggja steinstétt heim að Skarðskirkju. Enn sér móta fyrir stéttinni, sem heitir Englendingastétt. Út af þessum atburðum, sem gjörðust á Rifi, varð svo 5 ára stríð milli Englendinga og Dana, og komst ekki á friður fyrr en árið 1474.

Á Skarði er bændakirkja með mörgum merkum gripum. Skarðskirkja var lengi vel höfuðkirkjan í Skarðsþingum. Núverandi kirkja var endurbyggð 1914-1916.

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139563
Samtals gestir: 20179
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 08:39:41