Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

15.03.2013 08:02

Farið verður á slóðir Skáld-Rósu.

Hér er vísbending um hvert skal fara í ferð.

Rósa Guðmundsdóttir
 ( f: 23 des.1795 á Ásgerðarstöðum, Hörgárdal d:28 sept 1855 Efra-Núpi, Miðfirði )
Var íslensk skáldkona og ljósmóðir.
Ýmsar vísur hennar urðu fljótt þjóðkunnar og eru enn alþekktar.
Rósa er þó ekki síður þekkt fyrir ástarmál sín og viðburðaríkt líf sitt.

Árið 1824 flutti Rósa að Vatnsenda í vesturhópi og 1835 hélt Rósa til Reykjavíkur að
nema ljósmóðurfræði hjá landlækni. 1836 þá fertug að aldri vann hún ljósmóðureið sinn. Árið 1838 flutti Rósa til Ólafsvíkur og stundaði þar ljósmóðurstörf, en 1855 réði hún sig til kaupavinnu í Húnavatnssýslu. Á leið þangað með viðkomu að Efra-Núpi í Miðfirði veiktist Rósa og lést og var grafinn í kirkjugarðinum þar. Rósa var umtöluð í lifanda lífi og er það enn.Tilvalið að glugga í þessa bók.



Hér er mikil rannsóknarvinna að baki þessarar bókar. Það er Sr. Gísli H. Kolbeins okkar fyrrum sóknarprestur sem skráði þessa ógleymanlegu sögu.

Ljósan sem lýðir hrósa,
ljóðhögust drósa,
sú sem konurnar kjósa,
kölluð Vatnsenda-Skáld-Rósa.


Verð að láta þessar fylgja með.

Vísur Vatnsenda-Rósu

Augað mitt og augað þitt,
og þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Trega ég þig manna mest
mædd af táraflóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða mátti einn mann
mest af lýðum bar hann.
Engan leit ég eins og þann
álma hreyti bjarta.
Einn guð veit ég elskaði hann
af öllum reit míns hjarta.
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Augað snart er tárum tært,
tryggð í partast mola,
mitt er hjartað sárum sært,
svik er hart að þola.
Bestan veit ég blóma þinn,
blíðu innst í reitum.
Far vel, Eyjafjörður minn,
fegri öllum sveitum.

07.03.2013 18:32

Frjósemi.


Frjósemi.... furðufyrirbæri náttúrunnar, svolítið dutlungafull stundum, sem endalaust er búið að tala um síðan hrúturinn Jökull kom til okkar því hann er jú sonur hins margumtalaða Borða.
emoticon

Einkunn fyrir frjósemi ?

Úrdr.bondi.is

BLUP kynbótamat fyrir sæðingastöðvarhrútana árið 2012.
 Taflan með kynbótamatinu fyrir sæðingastöðvarhrútana fyrir árið 2012 er nú með
 örlítið breyttu sniði frá síðasta ári. Á fyrstu síðunni eru einungis
 þeir hrútar sem voru í notkun veturinn 2011-2012. Þar á
eftir koma svo allir aðrir hrútar sem verið hafa á stöð, fæddir árið 1993 eða síðar.
 
Forystuhrútum var sleppt þar sem verið er að sækjast eftir öðrum eiginleikum
en kynbótamat er reiknað fyrir með notkun þeirra. Líkt og áður er í töflunni
birt heildareinkunn sem er mynduð þannig að kynbótamat fyrir
kjötgæði,frjósemi og mjólkurlagni eru látin vega jafnt í þeirri einkunn.

Einkunn fyrir kjötgæði byggir á mati fyrir gerð og fitu,
 þar sem fitan hefur 60% vægi en gerðin 40% vægi.

Einkunn fyrir mjólkurlagni byggir á afurðastigi fyrstu fjögur
afurða árin og hefur hvert afurðaár 25% vægi.

Einkunn fyrir frjósemi byggir á fjölda fæddra lamba fyrstu
fjögur árin, fyrsta árið hefur 10% vægi, annað árið
60% vægi og síðustu tvö árin 15% vægi hvort ár.
 
Slík heildareinkunn mun sem ræktunaráhersla skila sauðfjárræktinni
í landinu mestum ávinningi til lengri tíma. Vægi einstakra eiginleika
er þó hægt að breyta og er það á valdsviði fagráðs
hverju sinni að móta ræktunaráhersluna.

Sjá texta og töflu í heild sinni hér á bondi.is


emoticon
Vonum að dætur Jökuls komi til með að standa sig vel,
 en árið sem ærin er tveggja vetra er lykilatriði.
 

06.03.2013 14:18

Yfirlitsskýrsla 2012



Hrútar félagsins sem ærfeður.

Hrútaskýrsla 2012 Opnist hér.


04.03.2013 16:05

Auglýsing frá ferðanefnd.


Nú hefur hin magnaða ferðanefnd hafið störf.

Og biður félaga félagsins að taka frá 13 Apríl 2013.

emoticon


Frá ferð um Snæfellssnes 2005

Munið 13 Apríl
 
Flettingar í dag: 241
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139708
Samtals gestir: 20208
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 16:12:52