Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

02.11.2013 05:12

Frá Hvarfi


Gimbur sem fékk nafnið Eyja og vigtaði 60 kg í September.



Faðir Gaur 09-879 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi og móðir er Kveiksdóttir.


23.10.2013 13:52

Úrslit héraðsýningarinnar

Héraðssýning lambhrúta í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var tvískipt að venju, var sýningin austan varnargirðingar haldin í Haukatungu-syðri2 Kolbeinsstaðarhreppi 18 okt. og daginn eftir á Hömrum í Eyrasveit. Á sýninguna í Haukatungu var mætt með 21 hrút en á Hömrum  mættu til leiks 38 hrútar svo samanlagt kepptu að þessu sinni 59 hrútar. Veitt voru verðlaun í þremur efstu sætunum í hverjum flokki þ.e.a.s. í flokki hyrndra, kollóttra og mislitra auk þess voru verðlaunaðar þrjár efstu ær í kynbótamati fæddar árið 2008. Jón Viðar og Lárus mættu til að velja sigurvegarana og fórst það vel úr hendi eins og vænta mátti.

Efstu ær í kynbótamati voru ;

Smella 08-530 frá Jöfra einkunn 115,3 

08-153 frá Bergi einkunn 115,

Læðan 08-008 frá Hraunsmúla einkunn 112,0

Undan gengin ár hafa bekrar undan sæðishrútunum verið í talsverðum meirihluta á héraðsýningunum en nú brá svo við að af 59 hrútum sem mættu á sýninguna voru einungis 23 tilkomnir við sæðingar Kvistur átti flesta syni eða fimm, fjórir af þeim kepptu í flokki mislitra. Drífandi og Prúður áttu þrjá hvor, Rafall , Ás, Hergill, Soffi og Snær áttu tvo hver, Knapi og Steri áttu svo sinn hvorn hrútinn, Steri var eini kollurinn sem átti afkvæmi á sýningunni. þarna voru samankomnir margir glæsilegir hrútar sem gaman var að sjá og þukla, takk fyrir skemmtilegan dag.

Í fyrsta sæti í kollótta flokknum var hrútur frá Hjarðarfelli nr. 223 faðir hans er Sindri 10-759 en hann er sonur Magna 06-730 þess magnaða hrúts.

 

Harpa á Hjarðarfelli með hrútinn sem var í fyrsta sæti kollóttra, eins og sjá má er þetta glæsilegur hrútur.

Í öðru sæti var einnig hrútur frá Hjarðarfelli nr.906  faðir hans er Strengur 10-759 en Strengur er sonur Boga 04-814.

Í þriðja sæti var svo hrútur frá Ólafi Tryggvasyni Grundarfirði nr. 12 faðir Spakur en Spakur er frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði  sonur Ljúfs 08-859.

Í mislita flokknum var hrútur frá Sigurði Gylfasyni Tungu nr 48 en faðir hans er Draumur frá Mávahlíð.


Hrúturinn hans Sigga sem vann í flokki mislitra en hann er svartbotnuhosóttur hrikalega fallegur hrútur.

Í öðru sæti var hrútur frá Kristbirni Hraunsmúla nr 40 faðir Drífandi 11-895.

í þriðja sæti var svo hrútur nr. 826 frá Eggerti á Hofstöðum undan Lása 10-258 en Lási er undan Grábotna 06-833

Í hyrnda flokknum var í fyrsta sæti  hrútur frá Hjarðarfelli nr. 430 faðir Klaki 11-772 en Klaki er sonur Frosta 07-843

Lambhrútur nr. 430 frá Hjarðarfelli sem valin var besti hrútur sýningarinnar flottur hrútur og það verður spennandi að fylgjast með afkvæmum hans í framtíðinn.

Í öðru sæti var hrútur  nr. 865 frá Herdísi í Mávahlíð undan Blika 12-001 en Bliki er undan Gosa 09-850.

Í þriðja sæti var svo hrútur nr. 22 frá þeim bræðrum Bæring og Hermanni Stykkishólmi faðir Galsi 11-551 en Galsi er Borðasonur 08-838 frá Bjarnarhöfn.

Harpa og Guðbjartur á Hjarðarfelli með héraðsmeisarann.

 Allt voru þetta glæsilegir gripir og eigendum til sóma, til hamingju vinningshafar með frábæran árangur í ræktunarstarfinu.

Vil bend ykkur á góða umfjöllun og myndir á heimasíðu Búa þar koma einnig fram stigin á hrútunum.

 

15.10.2013 18:22

Nýju hrútar hrútafélagsins Jökuls

Á aðalfundi hrútafélagsins Jökuls sem haldinn var í vor var samþykkt að kaupa tvo hrúta nú í haust annan hvítan kollóttan og hinn  hyrndan mórauðan, nú eru búið að ganga frá kaupunum.

Sá hvíti kollótti er frá Smáhömrum og var þar með númerið 231 er hann 56 kg 110 á legg, ómv 32 ómf. 3,4 og lögun 3,5   stigalínan er 8,0-8,5-9,0-8,5-9,5-18-8-8-8,5  samtals 86 stig.

kynbótamat hans er 107-115-104-103 hann er fæddur þrílembingur.

Móðir: 10-861 Snör, faðir: 12-043 Eitill, ff. 11-034 Dagur, fm. 10-418, mf: 07-579 Frami, mm: 05-515 , mmf: 04-982 Kóngsson, mmmf: 99-898 Farsæll en Farsæll var undan Eir 96-840.

 

 

 

 

 

Hvað skal hann nú heita?

En sá Mórauði er frá Bassastöðum og  hann er 50 kg 112 á legg, ómv 29 ómf. 3,7 og lögun 4,5 stigalínan er 8,0-8,0-8,5-8,5-8,5-17,5-8,0-8,0-8,0 samtals 83 stig. Hann er fæddur tvílembingur.

Faðir: 12-119 Móri, móðir: 10-546, ff.07-865 Blakkur, fm. 09-501, mf. 06-806 At, mm. 08-457

 

 

 

Spennandi tímar framundan.

 

12.10.2013 14:29

Héraðssýning lambhrúta Snæfellsness- og Hnappadalssýslu

Föstudaginn 18. okt. í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl. 20:30

 

Laugardaginn 19. okt. að Hömrum Grundarfirði og hefst kl. 13:00

 

Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum og auðvitað félagsmenn að vera duglegir að mæta með sína hrúta og eiga skemmtilegan dag með frábæru fólki og hrútum.

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi:

 

Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.

 

Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.

 

Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.

 

Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.

 

Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3 mislita og ferhyrnda.

 

Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita

og ferhyrnda hrúta.

25.09.2013 09:21

Hrútasýning

Hrútasýning sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis verður haldin sunnudagin 6 október að Hraunhálsi kl.14

 
Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139459
Samtals gestir: 20160
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 23:12:33