Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

05.12.2011 20:39

Vafi 09-510 í afkvæmarannsókn.


Vafi 09-510
Í afkvæmarannsókn á Hjarðarfell















Lamb                                                                  Veturgamall
Þ: 52 kg  F: 111  óm: 37 - 1.9 - 5.0                     Þ: 87 kg  F: 118  óm: 33 - 4.4 - 4.5
8 - 8.5 - 8.5 - 10 - 9 - 19 - 8 - 8 - 8.5 = 87.5        8 - 8.5 - 9 - 9 - 9 - 18.5 - 8 - 8 - 8.5 =86.5

Kjötmat hjá Vafa 09-510
Haust 2011 á heimabúi

Fallþungi  17.8
Gerð  11.1
Fita  8.1

Faðir: Þróttur 04-991   Móðir: Lind 06-002   MF: Lækur 02-031
Fæddur einlembingur ( tilk.með sæðingum, afgang úr strái frá Grundarfirði)
Ljúfur og góður í umgengni.



Vafi fer á Hjarðarfell 11 des n.k.
Ef áhugi er á að koma með ær til hans er það mögulegt að þeim tíma.
Eigandi Eiríkur Helgason
Uppl. gefur Eiríkur 4381345
Frábær hrútur að allri gerð.


03.12.2011 21:13

Heimsókn í Hvarf

Við fengum góða heimsókn í fjárhúsið.

    
Ármann Guðni                               Hafdís Birta
Heyrúllan er alltaf jafn vinsæl hjá börnunum.
          

Hér er Lilja María , Nökkva leiddist nú ekki þessi heimsókn.

Áður höfðum við fengið óvenjulega heimsókn, en það var kolsvört læða sem ég var nú ekki viss um að væri sniðugt að hafa og ég hélt að væri villiköttur og var að huga að hver væri í meyndýravörnum hér í bæ en datt í hug að nefna þetta við vinnufélaga mína áður og þá kom í ljós að tveir staðir gætu komið til geina að kötturinn tilheyrði, jú þessi líka geðuga hefðarlæða sem heyðraði mig með nærveru sinni var frá Helgafelli.
Ég hafði mjög gaman af þessu en var samt smá smeik um að það væri komin villiköttur, en ég hélt að hjartað í hrútnum Nökkva ætlaði að stoppa þegar kisa stökk upp á jötubandið hjá honum, hann stökk jafnfætis inn í krónna, honum brá svo mikiðemoticon
aumingja Nökkvi emoticon  ég dó næstum úr hlátri að sjá greyið.

Kveðja frá Hvarfi



17.10.2011 17:24

Úslit

Úrslit héraðssýngar lambhrúta í Snæfells- og Hnappadalssýsla

Besti lambhrúturinn og héraðsmeistari árið 2011 er :

lamb undan sæðishrútnum Gosa 09-850 og er í eigu Ásbjörns Pálssonar

Haukatungu- syðri.

 Mislitir

1.     1. sæti svartur kollóttur lambhrútur frá Hraunhálsi undan Lumbra

2.     2. sæti svarbotnóttur, hyrndur lambhrútur frá Haukatungu-Syðri undan Bikar

3.     3. sæti svartur, hyrndur lambhrútur frá Hofstöðum undan sæðishrútnum Sokka

 Kollóttir

1.     1. sæti er lambhrútur frá Hjarðarfelli undan Snæ

2.     2. sæti er lambhrútur frá Hjarðarfelli undan sæðishrútnum Boga

3.     3. sæti er lambhrútur frá Bjarnarhöfn undan Frosta

 Hyrndir

1.     1. sæti lambhrútur frá Haukatungu-Syðri undan sæðihrútnum Gosa

2.     2. sæti lambhrútur frá Gaul undan sæðihrútnum Hriflon

3.     3. sæti lambhrútur frá Hjarðarfelli undan sæðishrútnum Frosta

 Nú í ár var í fyrsta skipti veitt viðurkenning fyrir afburðarær samkvæmt kynbótaspá ( blup)

1.     1. sæti  06-629 Skrá frá Mýrdal, faðir 02-944 Lási

2.     2. sæti 06-649 Móra Nótt frá Ystu Görðum, faðir 02-363 Móri

3.     3. sæti 06-607 Skyssa frá Hjarðarfelli, faðir 04-718 Spaði

4.     4. sæti 06-012 frá Brúarhrauni, faðir 03-945 Lundi

5.     5. sæti 06-627 Skrudda frá Mýrdal, faðir 02-944 Lási



16.10.2011 09:55

Héraðssýning

Þá er frábærlega vel heppnaðri héraðshrútasýningu lokið. Þarna mættu um 100 lambhrútar bæði að Haukatungu og í Bjarnarhöfn. Við hér á norðanverðu vorum í skýjunum með aðstöðuna í Bjarnarhöfn og þökkum þeim Brynjari og Siggu kærlega fyrir. 
Úrslitinn koma seinna en það var hrútur frá Haukatungu syðri undan Gosa 09-850 sem var besti hyrndi hrúturinn og besti lambhrúturinn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hlaut hann skjöldinn góða, til hamingju Ásbjörn. Myndavélin var að hrekkja mig og voru margar myndir hreyfðar og ónýtar, ég kann ekkert að stilla hana en setti nokkrar í albúm undir hrútasyningar.TAKK fyrir mig.

Myndin hér að neðan er af besta mislita lambhrútnum sem er frá Hraunhálsi.

11.10.2011 20:45

Héraðssýning

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin: 
Föstudaginn 14. okt. í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst klukkan 20.30
Laugardaginn 15. okt. í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit og hefst klukkan 13.00

Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum en það verður mikið spáð og þuklað. Verðlaunaafhending verður í lok sýningarinnar í Bjarnarhöfn. 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi
- Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
- Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.
- Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
- Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
- Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3 mislita og ferhyrnda.
- Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita og ferhyrnda hrúta.
 

Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139704
Samtals gestir: 20208
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 15:45:58