Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

08.10.2011 15:27

Hrútasýning félagsins okkar.

Sýningin okkar var haldin að þessu sinni sunnudaginn 2 október að Hraunhálsi.
Alls mættu til leiks 28 veturgamlir hrútar.
Margt var um manninn og frábær sýning í alla staði.
Það var Lárus og Lena sem dæmdu.
Takk fyrir góðan dag.
Hér koma svo vinningshafarnir.

Fyrstur á blaði er kollóttur veturgamall

10-437 Usli frá Hjarðafelli
F:06-730 Magni     M:07-716    MF:05-503 Silfri
Stigun: 8-8.5-8.5-9-9-18-8.5-8-8.5=86
Ómv.35   Ómf:4.9   Lag:4.5    Þ: 81
Usli er í eigu Hraunhálsbúsins.

Í öðru sæti kollóttra

10-405 Bali frá Melum 1
F: 07-470 Goði   M: 05-778 Dúða    MF: 01-899 Sólon
Stigun: 8-8.5-8.5-8.5-9-18-9-8-8.5=86
Ómv: 32   Ómf:5.4    Lag: 4    Þ: 85
Bali er í eigu Ögurbúsins.

Í þriðja sæti kollóttra

10-434 Gneisti frá Hraunhálsi.
F: 06-822 Neisti   M: 04-327 Vaka   MF: Óþokki
Stigun: 8-8.5-8.5-8.5-8.5-18-9-8-8=85
Ómv: 30   Ómf: 7.7   Lag: 4    Þ: 72



Verðlaunahafar í hyrnda flokkinum í fyrsta sæti.

10-435 Kappi frá Hraunhálsi
F: 09-510 Vafi    M: 07-044 Spíra    MF: 05-965 Kveikur
Stigun: 8-8.5-9-8.5-8.5-18.5-8-8-8=85
Ómv: 35   Ómf: 5.9    Lag: 4   Þ:92

Í öðru sæti hyrndra

10-181 frá Einarsstöðum.
F: 09-510 Vafi   M: 07-025 Fjaðra  
Stigun: 8-7.5-8.5-8.5-8.5-18-8-8-8.5=83.5
Ómv: 31   Ómf: 7    Lag: 4    Þ:100
Eigandi: Högni Bæringsson Einarsstöðum  Stykkishólmi

Í þriðja sæti hyrndra

10-505 Bolti frá Berserkseyri
F: Nökkvi    M: Velta   
Stigun: 8-8-8.5-9-8.5-17.5-8-8-8=83.5
Ómv: 35    Ómf: 6.3    L: 4.5    Þ: 94
Eigendur Eiríkur og Unnur Hólatúni Stykkishólmi


Verðlaunahafar í flokki mislitra í fyrsta sæti.

10-155 Kolbeinn frá Hvarfi
F: 06-833 Grábotni    M: 08-012 Gjöf    MF: 05-507 Gjafi
Stigun: 8-8-8.5-8.5-9-18-7.5-8-8.5=84
Ómv: 33    Ómf: 3.6    Lag: 4.5    Þ:84
Eigendur: Þorsteinn Kúld og Helga Hvarfi Stykkishólmi
Ástæða veru minnar á myndinni er sú að Kolbeinn var svo óþekkur.emoticon

Í öðru sæti

10-205 Bassi frá Bassastöðum
F: 09-303 Kópur    M: 03-185    MF: 02-294 Túli
Stigun 8-8-8-8-8.5-17.5-7.5-8-8.5=82
Ómv: 30    Ómf: 4.5    Lag: 4    Þ: 83
Bassi er í eigu Þorsteins og Kristínar Grafabakka Stykkishólmi

Í þriðja sæti

10-502 Tenór frá Hólatúni
F: 09-509 Grettir    M: 07-025 Mín    MF: 99-914 Partur
Stigun: 8-8.5-8.5-8.5-9-17.5-8-8-8,5=84,5
Ómv: 31    Ómf: 3.6    Lag: 4    Þ: 82
Eigendur: Eiríkur og Unnur Hólatúni Stykkishólmi.

Lambhrútar
1 sæti

Lamb nr: 130 frá Hraunhálsi
F: 07-445 Lumbri    M: 08-069 Gerpla    MF: 07-433 Yggur
Stigun: 8-9-9-9-9-18-8-8-8=86
Ómv: 34    Ómf: 2.5    Lag: 4     Þ: 50

Í öðru sæti.

Lamb nr: 619 frá Gríshóli
F: 08-838 Borði    M: 06-217   
Stigun: 8-8-8.5-9-9-18.5-8-8-8=85
Ómv: 30    Ómf: 2.2    Lag: 4.5    Þ: 47

Í þriðja sæti

Lamb nr: 5 frá Hólatúni
F: 07-835 Sokki    M: 08-043 Skrauta    MF: 07-826 Skrauti
Stigun: 8-8.5-9-8.5-9-18.5-7.5-8-8=85
Ómv: 30    Ómf: 2.9    Lag: 4    Þ: 49
Eigendur: Eiríkur og Unnur Hólatúni Stykkishólmi

07.10.2011 23:40

Réttir hvenær?

Ég fann hér eina gamla mynd úr Arnarhólsrétt.

Hvaða ár er myndin tekin?



23.09.2011 00:00

Hrútasýning.


Hrútasýning félagsins verður haldin sunnudaginn 2 október á Hraunhálsi kl. 13.00.
Keppt verður í flokkum hyndra, kollótra og mislitra veturgamalla hrúta.
Í flokki lambhrúta eru valdir 3 bestu hrútarnir óháð hornalagi eða lit.
Kaffiveitingar og verðlaunaafhending.
Allir Velkomnir.

Í dag 23 september er haustjafndægur.



20.09.2011 13:02

Svona er lífið

Litla lambið.

 

Lambið hinsta er heimt af fjalli

haustið kemur með frosti og snjó.

Á því finnst naumast nokkur galli

Næg er fitan um hupp og bóg.

Góð í feld er gæran hvíta

Góð í sokk er ullin mjúk

Það er öldungis úti að skíta

undir hrímköldum fjallahnjúk.

 

Er það kemur í heimahaga

hnífinn brýni ég lengi og vel.

Byssuhólkinn ég hrifsa af snaga

högl og púður ég í hann tel.

Svo við ljóman sólarbjarta

satt og grandlaust lít ég það.

Geng svo mót því með glöðu hjarta

gegnum höfðuið skýt ég það.

 

Bregð svo hnífi á barkann unga

bunar dreyri í stampinn minn

upp í sviðunum titrar tungan

títt ég brosi í kampinn minn.

Hræri ég með hönd í blóði

hræri ég í erg og gríð.

Eins og afi minn Ari fróði

ávallt gerði í sláturtíð.


 Gripinn fögnuði flæ ég búkinn

flestar lappir sker ég af.

Hristi úr görnum heitan kúkinn

Hluta lambið sem drottinn gaf.

Pott á hlóðir hreykinn set ég

hlakka yfir felldri bráð.

Ljúf mun stundin er lambið ét ég

Lifi sauðfé í drottins náð.

09.09.2011 18:43

Sauðburður

Rákumst á þessa í dag kannast einhver við hana, eitthvað hefur hún nú ruglast á árstíðunum.
Hún er rétt austan við Stafá og bar þarna í dag.



Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139585
Samtals gestir: 20187
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 09:51:48