Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Héraðsmeistarinn 2018

Smella á hér fyrir neðan
http://isak.123.is/blog/2018/10/23/787643/


xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Um:

Formaður: Guðlaug Sigurðardóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

20.09.2011 13:02

Svona er lífið

Litla lambið.

 

Lambið hinsta er heimt af fjalli

haustið kemur með frosti og snjó.

Á því finnst naumast nokkur galli

Næg er fitan um hupp og bóg.

Góð í feld er gæran hvíta

Góð í sokk er ullin mjúk

Það er öldungis úti að skíta

undir hrímköldum fjallahnjúk.

 

Er það kemur í heimahaga

hnífinn brýni ég lengi og vel.

Byssuhólkinn ég hrifsa af snaga

högl og púður ég í hann tel.

Svo við ljóman sólarbjarta

satt og grandlaust lít ég það.

Geng svo mót því með glöðu hjarta

gegnum höfðuið skýt ég það.

 

Bregð svo hnífi á barkann unga

bunar dreyri í stampinn minn

upp í sviðunum titrar tungan

títt ég brosi í kampinn minn.

Hræri ég með hönd í blóði

hræri ég í erg og gríð.

Eins og afi minn Ari fróði

ávallt gerði í sláturtíð.


 Gripinn fögnuði flæ ég búkinn

flestar lappir sker ég af.

Hristi úr görnum heitan kúkinn

Hluta lambið sem drottinn gaf.

Pott á hlóðir hreykinn set ég

hlakka yfir felldri bráð.

Ljúf mun stundin er lambið ét ég

Lifi sauðfé í drottins náð.

Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 832466
Samtals gestir: 126910
Tölur uppfærðar: 19.8.2019 01:48:43