Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

09.08.2011 14:09

Búnaðarblaðið Freyja.



Búnaðarblaðið Freyja er komið út.
Það er útgáfufélagið sjarminn sem gefur út http://www.sjarminn.is/

http://www.buvest.is/


06.08.2011 14:33

Nýjar girðingar í Hvarfi.

LOKSINS já loksins með stórum stöfum fórum við í framkvæmd sem staðið hefur til að gera í mörg ár en ekki gefið okkur tíma í fyrr en nú í sumar og það var að gera góða og fjárhelda girðingu í Hvarfi. Við tókum í gegn meirihlutann af girðingum og settum niður alvöru hornstaura sem þeir Guðmundur Benjamínsson á Grund og Gunnar Jónsson á Álfhóli hjálpuðu okkur með, hafið hjartans þakkir fyrir kæru grannar.
Við verðum að sýna ykkur vekið.emoticon

Alveg glæný girðing.

Alvöru hornstaur.

Kveðja frá Hvarfi.emoticon

01.08.2011 11:03

Ótitlað

Nú er SS og Norðlenska búin að birta verðskrár sínar fyrir haustið 2011 og er einhver hækkun á verði frá síðasta hausti. Auk þess hafa verðhlutföll milli gæðaflokka hefur  breyst og er það helst að koma út í því að fituflokkar 1 og 2 lækka hlutfallslega í verði en 3, 3+, 4 og 5 hækka.

Hjá báðum aðilum er svo viss prósentu hækkun eða lækkun eftir innleggs vikum.
Þegar verðskrá SS birtist ákvað ég að skoða nánar hvernig verðið kæmi út í raun, hvað við fengjum fyrir hvert lamb eftir í hvaða flokk það færi miðað við þyngdar mismun sem væri á milli flokka þá bæði gerð og fitu.
Ég byggði þessa svo mjög "vísindalegu" rannsókn mína aðallega á vigtarseðlum haustsins 2010 og að einhverju leyti líka 2009.. Suma flokka vantaði inn í eins og fitu flokk 1 í öllum gerðarflokkum og ég gat ekki ímyndað mér hvernig þau lömb væru svo ég sleppti þeim, eins er þungi lamba sem flokkast í E5,U5,R4,R5,og O flokkarnir hrein ágiskun.
Bætti við gæðastýringarálagi kr 147 á kíló á flokka E,U,R,O og fituflokka (1), 2,3,3+, er ekki viss hvort þetta er alveg rétt krónutala hjá mér( 2010) en svona nærri lagi. Verðin eru miðuð við viku 39 (það er óverulegur verðmunur í þessari viku á milli þessara tveggja sláturleyfishafa). Heyrði af bónda sem reiknaði út hversu hátt verð hann fengi fyrir lömb undan hverjum hrút á haustin þeir hrútar sem gáfu honum hæsta verðið voru ekki endilega þeir sem komu best út í afkvæma rannsókn athyglisverð aðferð en virkar kannski ekki á smærri búum þar sem svo margt annað getur breytt niðurstöðuni en faðernið en kannski þess virði að skoða samt.

E2  meðal vigt  19,5 kg  533 kr/kg  = 10.394 kr með gæðastýringu 147 kr/kg = 13.260kr.
E3  meðal vigt  18,0 kg  528 kr/ kg  = 9.504 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 12.150 kr.
E3+meðal vigt  20,0 kg  481 kr/kg   = 9.620 k rmeð gæðastýringu 147 kr/kg  = 12.560kr.
E4  meðal vigt  23,2 kg  410 kr/kg   = 9.512 kr ekkert gæðastýringa álag  = 9.512 kr.
Gerum ráð fyrir sömu þyngd hjá E5 (23,2 kg ) þá yrði útkoman 8097 kr, þau væru líklega þyngri.

U2  meðal vigt 16,8 kg  503 kr/kg  = 8.450 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 10.920 kr.
U3  meðal vigt 18,0 kg  498 kr/kg  = 8.964 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 11.610 kr.
U3+meðal vigt 19,3 kg  451 kr/kg  = 8.704 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 11.541 kr.
U4  meðal vigt  24,7 kg  381 kr/kg  = 9.411 kr ekkert gæðastýringar .álag = 9.411 kr.
Gerum ráð fyrir sömu þyngd hjá U5 (24,7 ) þá yrði útkoman 7089 kr þau væru líklega þyngri.

R2  meðal vigt 15,6 kg  475 kr/kg  = 7.410 kr með gæðastýringu  147 kr/kg = 9.703 kr.
R3  meðal vigt 16,3 kg  462 kr/kg  = 7.531 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 9.927 kr.
R3+meðal vigt 16,8 kg  412 kr/kg  = 6949 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 9.391 kr.
Ef við gerum ráð fyrir að R4 og R5 séu 20 kg er útkoman R4= 6.920 kr og R5= 5740kr.

Gerum svo ráð fyrir að O lömbin séu almennt léttari en lömbin í hinum flokkunum.
O2  meðal vigt  14,0 kg  439kr/kg  =6.146 kr með gæðast. = 8204 kr.
O3  meðal vigt  16,0 kg  431 kr/kg = 7.025 kr með gæðast. =9421 kr.
O3+meðal vigt  16,0 kg  383 kr/kg  = 6243 kr með gæðast. = 8639 kr.


27.07.2011 23:35

Heimalingar

Við erum svo heppin að vera með sjö heimalinga þetta sumarið. Það er að verða svolítil átök á matartímum að gefa litlu hjörðinni en nú orðið fá þau bara mjólk tvisvar á dag þegar lömbin fengu sem mesta mjólk fóru um 14 - 15 lítrar á dag. Þá var gott að eiga góða að emoticon


Ég reyndi að ná myndum af heimalingunum fyrir nokkru síðan en það gekk upp og ofan þar sem þau voru aðeins of áhugasöm um myndavélina og vildu endilega skoða hana nánar.

Í hópnum eru þrír hrútar tveir svartflekkóttir og einn hvítur allir kollóttir og fjórar gimbrar ein kollótt.

Þessi er þrílembingur undan Völundi.

Þessi er svo undan Kosti frá Ytri-Skógum.

Hérna er svo hún Blúnda en hún er þrílembingur undan Borða frá Hesti. Hef nú trú á að fleiri eigi nú myndir af heimalingunum sínum, hvernig væri að skella þeim hérna inn emoticon

25.07.2011 08:00

Yfirlitsskýrslur 2010

Hér koma afurðaskýrslur fjárræktafélags Helgafellssveitar og nágrennis fyrir árið 2010
fyrir veturgamlar ær og eldri ær.

Yfirlit 2010.pdf




Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139585
Samtals gestir: 20187
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 09:51:48