Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

01.08.2011 11:03

Ótitlað

Nú er SS og Norðlenska búin að birta verðskrár sínar fyrir haustið 2011 og er einhver hækkun á verði frá síðasta hausti. Auk þess hafa verðhlutföll milli gæðaflokka hefur  breyst og er það helst að koma út í því að fituflokkar 1 og 2 lækka hlutfallslega í verði en 3, 3+, 4 og 5 hækka.

Hjá báðum aðilum er svo viss prósentu hækkun eða lækkun eftir innleggs vikum.
Þegar verðskrá SS birtist ákvað ég að skoða nánar hvernig verðið kæmi út í raun, hvað við fengjum fyrir hvert lamb eftir í hvaða flokk það færi miðað við þyngdar mismun sem væri á milli flokka þá bæði gerð og fitu.
Ég byggði þessa svo mjög "vísindalegu" rannsókn mína aðallega á vigtarseðlum haustsins 2010 og að einhverju leyti líka 2009.. Suma flokka vantaði inn í eins og fitu flokk 1 í öllum gerðarflokkum og ég gat ekki ímyndað mér hvernig þau lömb væru svo ég sleppti þeim, eins er þungi lamba sem flokkast í E5,U5,R4,R5,og O flokkarnir hrein ágiskun.
Bætti við gæðastýringarálagi kr 147 á kíló á flokka E,U,R,O og fituflokka (1), 2,3,3+, er ekki viss hvort þetta er alveg rétt krónutala hjá mér( 2010) en svona nærri lagi. Verðin eru miðuð við viku 39 (það er óverulegur verðmunur í þessari viku á milli þessara tveggja sláturleyfishafa). Heyrði af bónda sem reiknaði út hversu hátt verð hann fengi fyrir lömb undan hverjum hrút á haustin þeir hrútar sem gáfu honum hæsta verðið voru ekki endilega þeir sem komu best út í afkvæma rannsókn athyglisverð aðferð en virkar kannski ekki á smærri búum þar sem svo margt annað getur breytt niðurstöðuni en faðernið en kannski þess virði að skoða samt.

E2  meðal vigt  19,5 kg  533 kr/kg  = 10.394 kr með gæðastýringu 147 kr/kg = 13.260kr.
E3  meðal vigt  18,0 kg  528 kr/ kg  = 9.504 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 12.150 kr.
E3+meðal vigt  20,0 kg  481 kr/kg   = 9.620 k rmeð gæðastýringu 147 kr/kg  = 12.560kr.
E4  meðal vigt  23,2 kg  410 kr/kg   = 9.512 kr ekkert gæðastýringa álag  = 9.512 kr.
Gerum ráð fyrir sömu þyngd hjá E5 (23,2 kg ) þá yrði útkoman 8097 kr, þau væru líklega þyngri.

U2  meðal vigt 16,8 kg  503 kr/kg  = 8.450 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 10.920 kr.
U3  meðal vigt 18,0 kg  498 kr/kg  = 8.964 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 11.610 kr.
U3+meðal vigt 19,3 kg  451 kr/kg  = 8.704 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 11.541 kr.
U4  meðal vigt  24,7 kg  381 kr/kg  = 9.411 kr ekkert gæðastýringar .álag = 9.411 kr.
Gerum ráð fyrir sömu þyngd hjá U5 (24,7 ) þá yrði útkoman 7089 kr þau væru líklega þyngri.

R2  meðal vigt 15,6 kg  475 kr/kg  = 7.410 kr með gæðastýringu  147 kr/kg = 9.703 kr.
R3  meðal vigt 16,3 kg  462 kr/kg  = 7.531 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 9.927 kr.
R3+meðal vigt 16,8 kg  412 kr/kg  = 6949 kr með gæðastýringu 147 kr/kg  = 9.391 kr.
Ef við gerum ráð fyrir að R4 og R5 séu 20 kg er útkoman R4= 6.920 kr og R5= 5740kr.

Gerum svo ráð fyrir að O lömbin séu almennt léttari en lömbin í hinum flokkunum.
O2  meðal vigt  14,0 kg  439kr/kg  =6.146 kr með gæðast. = 8204 kr.
O3  meðal vigt  16,0 kg  431 kr/kg = 7.025 kr með gæðast. =9421 kr.
O3+meðal vigt  16,0 kg  383 kr/kg  = 6243 kr með gæðast. = 8639 kr.


Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 150562
Samtals gestir: 21934
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 02:15:28