Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

17.08.2011 14:00

Hæst stiguðu lambhrútar haust 2010

Hér er skjal um hæst stiguðu lambhrúta Helgafellssveitar og nárgrennis haustið 2010.

Opna hér

emoticon

Þessi lambhrútur á myndinni er efstur á skjalinu og var í öðru sæti á hútasýningu félagsins s.l. haust.

16.08.2011 19:12

Íslandsmeistaramót í hrútadómum.


Íslandsmeistaramót í hrútadómum árið 2011 verður haldið í Sævangi laugardaginn 20. ágúst kl. 14:00
(ekki 13. ágúst eins og áður var auglýst)

Sauðfjársetrið á Ströndum

Þá er komið að stóru stundinni, viltu verða meistari í hrútaþukli? :))
Ætla ekki allir að mæta??emoticon

Formaður félagsins var í þiðja sæti 2010 emoticon

15.08.2011 17:53

Heimalningar

Já Helga það vex allt í nýræktinni.
Hjá Laugu á Hraunhálsi sá ég þá stærstu heimalninga sem ég hef séð í sumar þeir eru það þroskaðir að ég held að þeir hljóti að vera á sterum. Við verðum að biðja hana um blóðsýni úr þeim til að sjá hvernig hún fóðrar þá ? Ég gaf mínum fimm mjólkurduft 33 cl. tvisvar á dag út júní, þá setti ég þá í fiskikar og fór með þá út í eyju. Er það nú meðferð ! 
Ég fór og skoðaði þá nú um helgina og líta þeir vel út þó þeim vanti mikið á til að standast samanburðinn við Laugu lömb.

11.08.2011 18:19

Ræktun á gróðri í Hvarfi.

Sumt er alveg ótrúlegt en þessu átti ég ekki alveg von á en vonaði samt.
við fengum afklippur af trjám, hinum og þessum sortum og potuðum þeim niður svona til gamans og viti menn, það komu lauf þó smá væru.emoticon

Þessu var holað niður svona og farg sett ofaná.

Og hér er eitthvað að gerast. Þetta á að verða Rifsberjarunni ef lofar.

Hér er svo önnur tegund sem ég þekki ekki en giska á yrki innan Víðisfjölskyldunnar.


Við erum nokkuð sátt með þessa útkomu, en nú hefur Steini hafið slátt og er grasvöxtur misjafn á okkar litla bletti, við höfðum tvo hesta á blettinum í fyrra og það virðist hafa komið alveg ný sort af grasi með þeim.

Þessi tegund kom upp þar sem mestu skítahaugarnir voru eftir hestana.emoticon
Og hvað skyldi þessi tegund heita????

Kveðja frá Hvarfi og góða skemmtun á DÖNSKUM DÖGUM um helgina.emoticon
emoticon                                       emoticon emoticon                                      emoticon

09.08.2011 14:46

Hjá Nýræktarbændum.


Það er komin ný græja í Nýræktina, Það er pökkunarvél ( held ég að hún heiti).
Mig vantar allar upplýsingar um hana en ég þykist vera viss um að eigandi eða eigendur séu bændur á Grafarbakka ( Steinabæ ) Þorsteinn Jónasson og Kristín Rut Helgadóttir. Til lukku með græjuna.

Nú vantar upplýsingar um árgerð, hvaðan hún kemur og kanski eitthvað fleira ? 
Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá fréttir af.
Steini! ég skora á þig að skrifa blogg eða skrifa í athugasemdir undir færslu og upplýsa okkur.emoticon

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 139385
Samtals gestir: 20150
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 16:32:40