Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

03.08.2014 15:57

Hjallsey

Hjallsey er önnur tveggja smáeyja rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.
Hér voru settar tvær kindur um mánaðamótin júní/júlí.
Kindurnar báru 15. og 20. Júní.
Myndir teknar 20. Júlí

Hvönnin hér er greinilega vinsælust.


Ærin hér á myndinni fyrir ofan heitir Lotta og er dóttir
 Gaurs frá Bergsstöðum,Vatnsnesi.
Hún er veturgömul og bar einu hrútlambi í sumar.


Lömbin hjá tvílembunni eru undan Jökli og gemlingslambið undan Maska.


Það er kanski í lagi að koma nær ef brauð er í boði


Ærin heitir Kráka dóttir Kveiks frá Hesti


Séð út í Landey


Séð yfir í Stakksey


Stykkishólmur













01.08.2014 12:47

Lömb undan Jökli


Hrútur og gimbur undan Jökli, fæddust í vor,en kindin var sónuð með eitt.
Hrúturinn hvítur fæddist fyrst og svo kom laumufarþeginn, svört gimbur
sem sást ekki þegar hún fæddist, hafði skotist út í dimmt horn
 og kindin vissi sjálf ekkert um, en svo heyrðist lítið vein.


24.07.2014 16:10

Jökull og Hamar

Nú er komið sumarfrí hjá okkur Jökli.emoticon
Jökull farinn í sitt sumarorlof hjá Agnari á Skyldi.

Jökull var ekki alveg sáttur með okkur, hann móðgaðist eitthvað
þegar hann var lokaður frá túninu þegar slegið var og fannst eitthvað
vera þrengt að sér svo hann gerði uppreisn og strauk.
Lék lausum hala í bæjarlandinu í eina þrjá daga
þar til hann fannst á miðjum flugvelli,
 (ekki vitað hvort hann var að lenda eða hefja sig til flugs,
 kanski verið að bíða etir næstu vél.)emoticon



Fékk fréttir af Hamri um daginn sem er í Bjarnarhöfn.
Hamar gerðist víðförull líka og ákvað að klífa fjallið í sumar.
Þessir peyjar eru nú aldeilis góðir með sig.emoticon

Það væri nú gaman að fá einhverjar myndir hér inn á síðuna af lömbum
 undan peyjunum. Kom eitthvað litað?
Ég hef heyrt af einu svörtu lambi undan Hamri.

24.04.2014 23:33

Hrútanúmer

1 - 100 - Bjarnarhöfn

101 - 150 - Gríshóll

151 - 160 - Þorsteinn Kúld Björnsson

161 - 170 - Þingvellir

171 - 180 - Guðmundur Benjamínsson

181 - 185 - Högni Bæringsson

186 - 199 - Friðrik Jónsson

200 - 220 - Þorsteinn Jónasson

226 - 235 - Helgafell

236 - 240 - Gunnar Jónsson

241 - 245 - Álfgeir Marinósson

246 - 250 - Hannes Gunnarsson

256 - 260 - Kristín Benediktsdóttir

261 - 265 - Lilja Jóhannsdóttir

266 - 270 - Sæþór Þorbergsson

271 - 275 - Jón Guðmundsson

276 - 280- Guðmundur Þór Guðþórsson

281 - 290 - Héðinn Fífill Valdimarsson

291 - 295   Sumarliði Ásgeirsson

301 - 305 - Benjamín Ölversson

306 - 310 - Valdimar Kúld Björnsson

311 - 360 - Hólar

361 - 390 - Kársstaðir

391 - 430 - Ögur

431 - 450 - Hraunháls

451 - 499 - Agnar Jónasson

500 - 510 - Eiríkur Helgason

511 - 520 - Hermann Guðmundsson

521 - 540 - Þórarinn Sighvatsson

541 - 545 - Valentínus og Elísabet

 

 

16.04.2014 20:52

Aðalfundur

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl í Verkalýðsfélagshúsinu Stykkishólmi og hefs kl. 21:00

Á dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf

 
Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139585
Samtals gestir: 20187
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 09:51:48