Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

08.12.2009 16:42

hrútar

Þá er komið að hrútnum Vafa 09-510 frá Berserkseyri hann er í eigu Eiríks Helgasonar, Vafi er hvitur hyrndur, nokkuð bolangur og ákaflega gæfur. F:Þróttur 04-991. M:Lind 06-002. 
MF:Lækur 02-031. Vafi var 52 kíló í september og 111 á fótlegg,
 ómv 37-1,9-5,0 stig 8,0-8,5-8,5-10-9,0-19,0-8,0-8,0-8,5=87,5

03.12.2009 21:10

Heimtur hjá bændum í Hvarfi

Laugardaginn 21 nóvember fóru Steini Kúld og Brynjar ásamt hundinum Patta og hjóli í leit að kindum sem höfðu haldið sig í klettum í Bjarnarhafnarfjalli en voru komnar aðeins neðar og þá gafst færi. Heimtist okkur tvær fullorðnar ær með tvö hrútlömb með sér. Þær eru alsystur undan Kveik frá Hesti, Önnur var með tvö lömb en hin með eitt hrútlamb. Þessi fyrrnefnda var með hrút og gimbur undan Fannari frá ytri Skógum sem okkur tókst að sæða með sólahringsgömlu sæði, og vorum við gasalega ánægð með okkuremoticon að hafa tekist það. En því miður fórst lambgimbrin, við gengum fram á hana dauða í miðri hlíð í byrjun nóvember emoticon . Þar sem lítið pláss er hjá okkur í Hvarfi bjargaði Eiríkur okkur um húspláss yfir hrútlömbin og þar eru þeir í góðu yfirlæti. Já það er gott að eiga góða að Brynjar og Eiríkur takk fyrir okkur. Þannig er það,emoticon að hjá okkur er til sölu lambhrútur sem er ekki með lambadóm, hann er hvítur hyrndur, tvílembingur og faðir hans er Otur 08-504 og móðir er Kráka 07-009, móðurfaðir Kveikur 05-965 og föðurfaðir er Bifur 06-994. Snotur hrútur.
En nú erum við að hefja sæðingar. Sæðum á öðru gangmáli frá svampaúrtöku og sæðum í þrjá daga en segi frá því seinna verð að vita fyrst hvort þetta kemst á síðuna. Kveðja frá Hvarfi.




01.12.2009 18:29

Hrútar

Nú er komið að fyrsta mislita hrútnum hann er á Hraunhálsi og heitir Höldur 09-432. Höldur er kollóttur móflekkóttur og líkist föður sýnum í alla staði, andlitið stutt og breitt, útlögur miklar og frekar bollangur hrútur og fallegur á velli. F:Skrauti 07-826, M:Taska 05-211 MF:Bjartur 00-641.       Höldur var 56 kg í september fótleggur 109 
  ómv 28-4,3-3,5 stig 8,0-8,5-8,5-8,5-9,0-17,5-7,5-8,0-8,5=84

28.11.2009 11:32

Smáhamrar

Þriðjudaginn 23. nóvember  fórum við Lauga og Eyberg á Hraunhálsi, Hreinn á Bersergseyri og Eiríkur norður á Strandir að hitta Smáhamrabændur. Björn tók á móti okkur og bauð til stofu, eftir gómsætt hangiket var hrútaskráin tekin fram og öllum hrútunum gerð góð skil. Eftir langt og gott spjall bauð Guðbrandur okkur í fjárhúsin  AUÐVITAÐ ! hann var komin með allt féð inn og búinn að taka af, þá er líka gott og gaman að skoða gripina, það var þuklað á öllum hrútunum og þótti mönnum þeir mjög hold þéttir og sér í lagi þótti okkur nokkrir með afbrigðum læra góðir, við tókum ekki á gimbrunum en þær eru þroska miklar og fallegar. Þegar við vorum búinn að ganga fram og aftur jöturnar til að skoða féð, var farið í kaffi og pönnukökur hjá Möttu og farið yfir það sem sem við höfðum séð í fjárhúsunum og aðeins spjallað um hrútaskrána, núna var komin tími til heimferðar því kúabændur vilja mjólka á réttum tíma við fórum nýja veginn um Þröskulda. Það er innan við tveggja tíma akstur úr Helgafellssveit. Takk kærlega fyrir okkur.
Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúmi undir menningar ferðir. 

25.11.2009 19:23

Hrútur

Hrútur númer tvö er á Hraunhálsi og heitir Muninn 09-433, Muninn er hvítur hyrndur jafn vaxinn með góða bollengd, hann rekur ættir sýnar til Mávahlíðar, Berserkseyrar og Stykkishólms síðan koma sæðingar í fjórða ættlið í móðurætt sem er Lóði 00-871 og í fjórða ættlið í föðurætt er Kveikur 05-965
F: Huginn 08-503 M:Príma 04-205 MF:Róði 02-033.Muninn var 50 kg. í september, fótleggur 108
Ómv 32-1,9-4,5 : stig 8,0-8,5-9,0-9,0-9,0-18,0-7,5-8,0-8,5=85,5
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 139538
Samtals gestir: 20170
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 06:06:25