Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

16.01.2012 18:19

Frá Skyldi.

Munið þið eftir þessu Sauðburður
Ég fór í heimsókn á Skjöld í Helgafellssveit í Desember s.l. til að ná myndum af hrútunum hjá Agnari.
Hér er hún litla gimbrin sem fæddist í September s.l.
Hún fékk nafnið Stafá.

Algjört krútt.

Hér eru þær mæðgur í góðu yfirlæti hjá Agnari. Fallega grá ær.
Báðar gráar að lit virðist vera.

Óskar kj. orti ljóð um gráa kind sem heitir
Kindin
Kindin stóð, kunni bara
að kúka, bíta og kyngja.
Langaði henni lengi að fara
langt í fjall að syngja.

Grá kindin gekk af stað
í gegnum landsins engi.
Smá spölur og meira en það
sú hafði verið lengi.

Hún kom að háa tindinum
heppnin var ekki með,
var hún í mesta vindinum
en viljinn var eigi peð.

Stundum var mikið af steinum
þá voru mikil hopp,
án nokkurar hjálpar frá neinum
komst hún upp á topp.

Gerði svo greyið sig tilbúna
til að syngja á milli dala,
en fattaði, svo eftir ferð lúna
að hún kunni ekki að tala.


Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137671
Samtals gestir: 19827
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:41:51